Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 3
visra Fimmtudagur 10. mars 1977 3 Guöjón Indriöason smiOakenn- ari bendir okkur á lagerinn. nokkrar úrbætur i þessum efnum. Væntanleg er til skólans ný vél. miðuð við lokað, eða mannlaust vélarrúm. Það skyggir þó á, að alls endis óvlst er hvort hún kom- ist upp þar sem ekki er enn vitað hvort fjármagn fáist til þess. Tveir bekkir í sömu stofu Þannig háttar lika til þarna þar sem hinum verðandi vélstjórum er kennt að umgangast vélarnar að gjarnan verða tveir og þrir kennarar aö vera meö jafn marga bekki I einu I sama sal og er vart að annars staðar frá þekkist dæmi um slikt. „Vélasalurinn hlytur að hafa veriö byggður sem safnhús eða sýningarsalur”, sagði Halldór Þorbergsson, „þvl það er óliklegt að við hefðum þurft sal af þessari gerð fyrir kennslustofur. Ég hefði miklu frekar kosið að hér væru fjórir salir meö tveimur kennslu- stofum hver, heldur en þennan sal með tlu vélum.” Eirlkur leiðsögumaður okkar og Halldór voru sammála um aö að sem boðið væri upp á þarna væri algjörlega ófullnægjandi núna á seinni hluta tuttugústu aldar, en hefði llklega verið ágæt- lega boðlegt I kring um heims- styrjöldina. Sú aðstaða sem er þarna fyrir stýri- og kælitæknikennsluna er afar fullkomin og eitthvað það besta sem skólinn getur boðið upp á. Hluti tækjanna sem notaður er við þá kennslu var útbúinn af kennurum skólans. Þrengsli í nýja húsinu Aöstaöa til kennslu I verklegri rafmagnsfræði er I nýju húsnæði sem hefur fram á slðustu ár verið gagnlegt. Núna er hins vegar orð- iö þröngt um mannskapinn. Egg- ert Gautur kennari sagði okkur að áætlað hefði verið að byggja við norðurenda ússins, en ekkert hefði oröið af þvl. 1 þeim hluta hefði Stýrimannaskólinn átt að vera með aðstööu, en þess I stað væri hann nú á eftir hæð raf- magnsfræöihússins þar sem kennsla i rafmagnsfræði átti að vera. Sæmilega er búið að kennslu I minni háttar æfingum en hins vegar vantar mótórsamstæður og álagsvogir til að setja álag á vélar. Tökum við verðmætum tækjum „Skólinn hefur ekki þróast sem skyldi, hvorki hvað snertir tækja- kost eöa húsnæði, þrátt fyrir mikla fjölgun nemenda, og tækniframfarir”, sagði Eirikur Bj. Barðason. „Skólinn er til dæmis verr sett- ur til smlða en f jölbrautarskólinn I Breiðholti. Þaö finnst okkur skjóta nokkuð skökku við því að þessi skóli er hugsaöur til fram- haldsnáms. Það er alltaf talaö um að þjóð- félagið hafi ekki efni á aö koma upp viðunandi aðstöðu. En það virðist gleymast aö við eigum að taka viö tækjum fyrir hundruöir milljóna”. — EKG Þeir eru allir á fjórða ári. Frá vinstri, leiðsögumaður okkar, Eirlk- ur Bj. Barðason, Jón Kr Guðmundsson, Hafliði Sævaldsson og Sigurður TraustiÞorgrimsson. Þeir standa þarna viðgamlan mótor sem upphaflega mun vera kominn úr gamalli hvalstöð og var slðar notaður I Hafnarfirði. Nýjar vínteg- undir droga ekki úr vínneyslu Hvergi i heiminum hefur, svo vitað sé, tek- ist að minnka heildar- neyslu með nýjum áfengistegundum og breyttum drykkjuvenj- um, samkvæmt upp- lýsingum frá áfengis- varnarráði. Afengisvarnarráð segir einu leiöina til aö draga úr tjóni þvl sem áfengisneysla veldur vera þá aö minnka heildarneysluna. Slíkt verði aðeins gert meö hömlum og háu veröi. Afenisvarnarráö vitnar til reynslu svia af milliöli, sem sé svo slæm að nú hafi verið bann- að að framleiða það og selja. Segir áfengisvarnarráö, aö svl- ar telji að ölið sé sjálft skað- valdur, en ekki einungis dreifingarhættirnir. — EKG Ingólfur hœttir hjó Pólýfón Ingólfur Guðbrandsson sem veriö hefur söngstjóri Pólyfon- kórsins frá upphafi, mun nú láta af þeim störfum. Ingólfur stofn- aði kórinn fyrir 20 árum og hefur verið aðaldriffjöður hans alla tlð. Endirinn á söngstjórnarferli Ingólfs verða hátiðatónleikar kórsins i Reykjavik um páskana og för til Italiu með Kammersveit Reykjavikur. Förin til Italiu verður farin 24. júnl og veröur fjölmennasta og umfangsmesta hljómleikaferða- lag sem farið hefur veriö frá Is- landi til þessa. I ferðinni til Italiu verða 140 söngvarar Pólýfonkórsins ásamt fimm einsöngvurum og 34 manna hljómsveit. Einnig verður meö I förinni 70 manna fylgdarliö. —EKG Stjórnin á 20 ára afmæli kórsins. Frá vinstri Jóseflna Pétursdóttir, Sigrlöur óskarsdóttir, Friðrik Ei- riksson formaður, Guðrún Guð- jónsdóttir og Guðmundur Guð- brandsson. f Ingólfur Guðbrandsson Segíð upp samníngunum — segir miðstjórn Múrarosombandsins Miðstjórn Múrarasambands segja upp gildandi kjara- tslands samþykkti á stjórnar- samningum, með lögiegum fundi 2. mars sl. að skora á öll fyrirvara, eða eigi slðar en 31. aðildarfélög sambandsins, að mars nk. Þaöhefur verlð margt um manninn á Loftleiðahótelinu að undan- förnu til að fylgjast meö skákeinvlgi þeirra Spassky og Hort. Hér má sjá tvo „meistara” I biöstöðu, en það eru þeir Hrelnn M. Jó- hannsson gullsmlöameistari til vinstri og Hilmar Steingrimsson rafvirkjameistari til hægri að spá I skákina. Þeir hafalda þvf sjálf- sagt áfram f dag, en þá mætast stórmeistararnir Spassky og Hort I sjöttu skákinni. Hefst viöureign þeirra kl. 17,00. Jósmynd JA.... Flugvellir á Alþingi Skýrsla flugvalla- nefndar um áætlunar- flugvelli og búnað þeirra er nú hjá sam- gönguráðuneytinu, þar sem verið er að kanna hvernig best verði að hrinda i framkvæmd- um úrbótatillögum nefndarinnar. Flugvallanefnd skilaöi skýrslu sinni i nóvember á slð- asta ári og haföi komist aö þeirri niðurstööu að vlða væri pottur brotinn. Skýrslan var mjög Itarleg en i stórum drátt- um má segja að nefndin hafi lagt til aö næstu sex árin yröi árlega varið að meöaltali 900 milljónum króna til fram- kvæmda við flugvelli. Birgir Guöjónsson, lög- fræðingur hjá samgönguráðu- neytinu, sagöi Visi að næsta skrefyrði liklega aö leggja mál- ið fyrir Alþingi. Birgir sagði aö flugvalla- skýrslan væri ekki fram- kvæmdaáætlun I smáatriðum, enda hefði það ekki verið ætlun- in. 1 skýrslunni er aðeins sagt hvað vantar og nefnd forgangs- atriði. „Það er Alþingi sem hefur valdið og næsta skref verður liklega að fara með máliö þang- að”, sagði Birgir. „Skýrsla flugvallanefndar verður þar ekki lögð fram sem fram- kvæmdaáætlun, heldur veröur reynt að fá viljayfirlýsingu þingsins um að við uppbyggingu flugvalla skuli viss meginatriöi höfð i huga. Framkvæmdir verða svo eftir þvi sem fjár- veitingar fást.” — OT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.