Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 9
vism Fimmtudagur 10. mars 1977 9 SKOÐANAKANNANIR CRU JI/IARK- TÆKAR SÉ MUNURINN VERULEGUR — rœtt við nokkra starfsmenn Hagvangs hf. um gerð skoðanakannana hér ó landi Hagvangur h.f hefur ákveOið aO auka mjög verulega þann þátt starfsemi sinnar, sem felst i gerO skoOanakannana, og á undanförnum dögum hefur fyr- irtækiö unniO aO gerO skoOana- könnunar fyrir VIsi um afstöOu fólks til bjórsins. Blaðamenn Visis heimsóttu Hagvang fyrir helgina og ræddu þar viö Sigurð R. Helgason framkvæmdastjóra, Ólaf örn Haraldsson og örn Gústafsson um gerð skoöanakannana. Einnig var rætt við Ingibjörgu Haraldsdóttur sem var á þeim tima aö hringja 1 fólk og leita á- lits þeirra á bjórmálinu. Hafa þegar unnið ýmsar skoðanakannanir „Viö höfum þegar gert skoöanakannanir af ýmsu tagi”, sagöi Ólafur, sem hefur meö stjórn þeirra mála aö gera hjá fyrirtækinu. „Viö höfum gert kannanir vegna skipulags Reykjavikur, vegna tslenskrar iönkynningar, og fleira. Okkur hefur oröiö ljóst, aö þaö er full þörf á aö hefja skipulega starf- semi á þessu sviöi, auk þess sem viö þekkjum þaö frá öörum löndum, aö skoöanakannanir eru nauösynlegur þáttur i aö halda uppi eölilegri upplýsinga- miölun t.d. milli ákvöröunaraö- ila og almennings, stjórnmála- manna og kjósenda o. s. frv. Viö höfum unniö aö skoöana- könnunum um fjögurra ára skeiö, og höfum þvi fengiö veru- lega reynslu i þvi efni”. Siguröur sagöi, aö viöamesta könnunin heföi veriö gerö vegna skipulags höfuöborgar- svæöisins en þá heföi 1000 manns veriö I úrtakinu. Trúverðugar sé mismunurinn verulegur „Viö njótum aöstoöar dr. Guömundar Guömundssonar viö tölfræöilegu hliö skoöana- kannananna”, sagöi Ólafur. „1 skoöanakönnun eins og þeirri sem viö gerum núna fyrir Visi, veljum viö úrtakiö úr hópi fólks á kosningaaldri, og til þess not- um viö simaskrána og þjóö- skrána. Þannig hafa allir lands- menn á kosningaaldri nokkuö jafnan möguleika á aö koma i úrtakiö. Þar sem viö framkvæmum skoöunina sim- leiöis, þá er ljóst, aö einungis þeir, sem hafa slma hafa mögu- leika á aö veröa i könuninni, en okkar reynsla er sú, aö þetta breytir ekki miklu, þar sem siminn er mjög útbreiddur hér á landi. Þetta úrtak sem viö notum i skoöanakönnuninni um bjórinn er 200 manns. Þaö skiptist milli höfuöborgarsvæöisins og lands- byggöarinnar, og þegar ég tala um landsbyggöina I þessu tilviki á ég aöeins viö þéttbýlisstaöi þannig aö bændur og þeirra búaliö hafa ekki möguleika á aö vera meö i þessari könnun. Talan 200 viröist ekki vera há, en þegar svara á spurningu annaö hvort já eöa nei, þá er þetta marktækt úrtak ef munur- inn á hópnum sem segir já, og hópnum sem segir nei, er verulegur. Ef hóparnir reynast hins vegar nokkuö jafnir, þá er nauösynlegt aö stækka hópinn til þess aö fá marktæka niöur- stööu.” Þaö kom fram, aö veriö væri aö koma á tengslum viö stofn- anir sem annast skoöanakann- anir erlendis. Reiðubúnir að kanna fylgi stjórnmálamanna sér aö kanna fylgi stjórnmála- flokka og manna ef þeir væru beönir um slikt. „Viö höfum ekki enn fengiö slika beiöni”, sagöi Siguröur, „en hins vegar hafa komiö fyr- irspurnir i þá átt. Slik könnun er hins vegar viöameiri heldur en t.d. sú, sem viö erum nú aö gera fyrir Visi, ekki sist ef menn vilja fá upplýsingar um fylgi eftir einstökum kjördæmum. Þá þarf úrtakiö t.d. aö vera miklu stærra.” Hafa átta starfsmenn Starfsmenn hjá Hagvangi eru átta.ogfyrirtækiöhefur starfaö aö margvislegum verkefnum. „Viö höfum veriö meö al- menna ráögjafastarfsemi I fyr- irtækjum I sambandi viö rekst- ur þeirra, ráöningaþjónustu, markaösathuganir, áætlana- gerö vegna fjárfestingar, byggöaáætlanir svo sem Suöur- landsáætlun og Austurlandsá- ætlun, námskeiöahald fyrir stjórnendur fyrirtækja, gerö fræösluefnis t.d. varöandi bók- hald, og rekstraráætlanir fyrir- tækja, og svo skoöanakannanir. Þær hafa veriö aukagrein hjá okkur en ég er sannfæröur um aö svo veröur ekki i framtlöinni, þvi þörfin og áhuginn viröist mikill.” Yfirleitt mjög vel tekið Aöspuröir sögöust Hagvangs- menn reiöubúnir til aö taka aö Ingibjörg Haraldsdóttir hefur mikiö unniö viö aö hringja i þátttakendur i skoöanakönnun- um. Húnvar aö hringja i menn vegna Visis-könnunarinnar þeg- ar viö spuröum hana, hvernig fólk tæki þvi yfirleitt þegar I þaö væri hringt. „Viöbrögö fólks eru yfirleitt mjög góö, og þaö er reiöubúiö aö svara þeim spurningum, sem fyrir þaö er lagt”, sagöi hún. „Þaö eru auövitaö alltaf ein- stakir sem eru tregir til, en þaö eru undantekningar. í þessu máli viröast menn hafa mjög ákveönar skoöanir og vera ófeimnir viö aö láta þær i ljósi. Þetta er auövitaö ekki eins i öllum skoöanakönnunum, þar fer eftir efni þeirra hvort fólk almennt hefur ákveönar skoö- anir á hlutunum eöa ekki. Viö hringjum i þátttakendur i skoöanakönnuninni bæöi á kvöldin, daginn og um helgar, og þaö kemur oft fyrir, aö þeir sem viö ætlum aö ná i, eru ekki viö og þá veröum viö aö hringja oftar en einu sinni I þá. En viö þurfum sem sagt ekki aö kvarta undan viöbrögöum manna.” — ESJ Bílasalan Höfóatuní 10 s.18881 &! 18870 Mercedes Benz 250 '71 2.000 þús. Mercedes Benz 280 '69 2.000 þús;. Dodge Dart '70 1.150 þús. Willys Wagoneer '75 3.400 þús. Pontiac Le Mans '69 900 þús. Fíat132 '74 1.300 þús. Toyota Crown '72 1.300 þús. Sífelld þjónusta ▼ ' \ opió 9 -19 & ld. 10 -18 ' Bílasalan etíi H V «r t 1 Þessir bílar fást fyrir fasteignatryggð veðskuldabréf rvtLf 1 x 2 — 1 x 2 26. leikvika — leikir 5. mars 1977. Vinningsröð: 212 — 1X1 — 121 — 11X 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 372.500.00 30224 -fnafnlaus 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 2.800.00 270 3160 6869 30763+ 31246+ 32195 40095 440 3738 7220 30789 31297 32260 40097 519 4199 30153+ 30902+ 31602 32261 40162 1208 4093 30292 30902+ 31602 32262 40257 1761 5936 30429 31069 31607 32307 40290 2521 5936 30624 31114+ 31666 32318 40462 2569 6037 30654 31157 31885 40009 40494 2602 6237 30763 + 31172 31998 40021 40509 Kærufrestur er til 28. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæöir geta iækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Vinningar fyrir 26. leikviku verða póstlagöir eftir 29. mars. Handhafar nafnlausra seðla veröa að framvisa stofni eöa senda stofninn og fullar upplysingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiösludag vinninga. GETRAUNIR — tþróttamiöstööin — REYKJAVtK Ráðstefna um erlenda auðhringi og sjálfstæði íslands Miönefnd Samtaka herstöövaandstæöinga boöar til ráöstefnu I Tjarnarbúö, Reykjavik, laugardaginn 12. mars kl. 13.00. Eftirfarandi erindi veröa flutt: 1. ólafur Ragnar Grlmsson prófessor: Eöli fjölþjóöafyrirtækja og upphaf stóriöjustefnu á Islandi. 2. Kjartan óiafsson ritstjóri: Islenskt sjálfstæöi og ásókn fjölþjóölegra auöhringa. 3. Jónas Jónsson ritstjóri: Nýting Islenskra náttúruauölinda til lands og sjávar. 4. Jón Kjartanssonformaöur Verkalýösfélags Vestmannaeyja: Verkalýöshreyfingin og stóriöjan. Frjálsar umræöur veröa um hvert erindi. Skráning á ráöstefnuna fer fram á skrifstofu samtakanna f sima 17966 m illi kl. 16 og 19 og viö innganginn. Þátttökugjald er 500 kr. Mætiö stundvislega. Miönefnd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.