Vísir - 16.03.1977, Page 9

Vísir - 16.03.1977, Page 9
vx <1 Miövikudagur 16. mars 1977 9 Heilbrigðiseftirlitið ekki verið dragbítur „Heilbrigöisyfirvöld hafa ætið gert allt sem í þeirra valdi hefur stabiö til aö fá fram bætta vinnuaöstööu og heilbrigöis- eftirlit viö álveriö i Straumsvfk og mótmæla alfariö fullyröing- um um aö þau hafi verib „drag- bitar á þvi sem þurft hefur aö bæta i Straumsvik”, sem ábyrgöarlausum og órökstudd- um og ekki til þess föllnum aö bæta samvinnu þeirra aðila sem þessi mál varöa”. Þannig er komist aö oröi i fréttatilky nningu sem Heilbrigðiseftirlit rikisins hefur sent frá sér. Er þar meöal ann- ars vakin athygli á 38. grein 4 i heilbrigðisreglugerð fyrir lsland, þar sem segir. „Sérstakur fulltrúi verkafólks , „umsjónarmaður vinnustaða” eöa varamaöur hans tilnefndur af fulltrúar. eða fjórðungs- sambandi skal eiga þess kost að sitja heilbrigðisnefndarfundi með málfrelsi og tillögurétti. Þar sem ekki starfa sérstakir heilbrigðisfulltrúar skal „umsjónarmaður vinnustaða” i heilbrigðisnefnd hafa með höndum eftirlit vinnustaða undir yfirumsjón héraðslæknis. Jafnan skal hann hafa samráð við trúnaðarmann verkamanna um allt sem að bættum aðbún- aði og hollustu lýtur og gefa honum kost á að fylgjast með þvi hvað umbótum liður.” Ennfremur segir I fréttinni. „Heilbrigöiseftirliti rikisins er ekki kunnugt um að fyrrnefnd launþega sambönd hafi notfært sér þessi réttindi sin til þess að hafa áhrif á og fylgjast með framkvæmd heilbrigðis*ag holl- ustumála við álverið i Straums- vik.” Frétt sem birtist um þessi mál i Visi siðast liðinn mánudag um þessi efni var á misskilningi byggð að hluta og eru viðkom- andi beönir velvirðingar á þvi. Þær sem útskrifuðust: Aftari röö frá vinstri: Ingigeröur Marfa Jóhannsdóttir, Elsa Zim- sen, Margrét Jónsdóttir, Birna Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Jónsdótt- ir, Hallfriöur Guömundsdóttir, Kristjana Aöalsteinsdóttir, Lára Erlingsdóttir, Guölaug Eiiasdóttir, Kolbrún Magnúsdóttir, Edda Lóa Skúladóttir, Steinunn Stephensen Bjarndis Markúsdóttir, Asdls Magnúsdóttir, Elln Þrúöur Theódórsd. Fremri röö frá vinstri: Fanný Guöjónsdóttir, Halldóra Teitsdóttir, Marla Jörgensen, Hafrún Kristjónsdóttir, Axel Sigurösson skóla- stjóri, Ingibjörg Guöjónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Guörlöur Friöriksdóttir og Dagbjört Þóröardóttir. (Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar) Fjölgun í félagi lyfjatœkna Lyfjatækniskóli tslands út- skrifaði fyrir skömmu 23 nýja lyfjatækna. Skólanum er ætlaö þaö hlutverk aö tæknimennta aöstoöarfólk vib lyfjagerö og lyfjaafgreiöslu. Námið tekur þrjú ár og er bæði verklegtog bóklegt. Skóla- stjóri er Axel Sigurðsson lyfja- fræðingur. Lyfjatæknar stofnuöu með sér félag á siöasta ári og bera nú merki viö störf sin sem er gyllt letur á bláum grunni. —SG Fyrirlestur um dularsálfrœði „Dularsálfræði sem vís- indagrein” heitir fyrirlestur, sem prófessor'Martin Johnson frá háskólanum I Utrecht I Hollandi flytur kl. 20.30 i kvöld I Háskóla Islands. Þar mun prófessorinn fjalla um árang- ur dulsálfræöilegra rann- sókna, rannsóknaraðferða og gagnrýni. Fyrirlesturinn, sem haldinn er I boöi Félagsvisindadeildar Háskóla íslands, verður fluttur á ensku I stofu 101 I Lögbergi, húsi lagadeildar, og er öllum heimill aögangur. —ESJ VERÐLAUNAHAFI I NORRÆNA HÚSINU Norski heimspekingurinn varð hann prófessor við háskól- Arne Næss, sem fengiö hefur Sonning-verölaunin I ár, heldur fyririestur I kvöld kl. 20.30, I samkomusal Norræna hússins I Reykjavlk og kallast fyrirlest- urinn: „Sammenheng mellom holdningen til natur, dyr og kvinnen”. Næstkomandi þriöju- dag kl. 17.15 heldur hann svo annan fyrirlestur, en þá I Háskóla islands um vistfræö- ilegt efni. Arne Næss, sem mun taka við Sonning-verðlaununum i Kaupmannahafnarháskóla 19. april næstkomandi, er einn þekktasti heimspekingur og vistfræðingur Norðurlanda. Hann fæddist 1912, var magister 21 árs og varöi doktorsritgerð sina þremur árum siöar. 1939 ann I Oslo og gegndi þvi starfi til ársins 1969 aö hann sagöi þvi lausu til að geta betur sinnt ýmsum menningarlegum og vísindalegum störfum. „Arne Næss skipaði snemma öruggan sess sem einn frumleg- asti hugsuður Norðurlanda. I heimspeki sinni er hann enginn kerfissmiöur i hefðbundinni merkingu þess orös, en leggur mikla áhersiu á raunvisindi, sem hann álitur vera* heimspekinni nauösynlég laúsn heimspekilegra vandamála. Hann hefur gert heimspeki- sögulegar athuganir á verkum bæði eldri heimspekinga, einkum Spinoza, sem og yngri, Heidegger, Wittgenstein og Sarte”, segir I tilkynningu frá Norræna húsinu. —ESJ. Spurningum svarað um pilluna og lykkjuna Landlæknisembættiö hefur gefiö út tvö smárit meö spurningum og svörum um pilluna og lykkjuna. Þetta eru fyrstu fræösluritin, sem gefin eru út samkvæmt lögum nr. 25/1975, þar sem landlækni er falin yfirumsjón meö fræöslu og ráögjöf varöandi kynllf og barneignir, fóstureyöingar og ófrjósemisaögeröir. Bæklingar þessir hafa veriö sendir til heilsugæslu- og heilsuverndarstöðva sem hafa eftirlit með vanfærum konum og sjá um fræðslu ungra stúlkna. Auk þess mun menntamálaráöuneytiö I sam- ráði við skólayfirlækni dreifa þeim I skólana. Fræðsluritin voru unnin I samvinnu við Sigurö S. Magnússon prófessor sem staðfæröi ritin. t þeim er að finna svör við öllum helstu spurningum sem vakna I sam- bandi við notkun á þessum tveim tegundum getnaöar- varna. Aö sögn landlæknis er von á fleiri sllkum ritum á næstunni. —SJ LAUNAFÓLK SÉ Á VERÐI A aöalfundi Félags grafiskra teiknara fyrir stuttu var lýst yf- ir andstööu viö framkomnar til- lögur féiagsmálaráöherra um breytingar á gildandi vinnulög- gjöf. Hvetur fundurinn alla launþega til aö vera vel á veröi I þessu máli og ljá ekki máls á auknum afskiptum rikisvalds- ins af samningamálum laun- þega. Samþykkt var aö segja upp núgiidandi samningum. Ný stjórn var kosin og er Hjálmtýr Heiödal formaöur hennar. —SG Nauðungaruppboð sem auglýst var 193., 95., og 96. tbl. Lögbirtingablaös 1976 á Bræöraborgarstlg 38, þingl. eign Karls Helga Glslasonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri föstudag 18. marz 1977 ki. 15.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 93., 95, og 96. tbl. Lögbirtingablaös 1976 á hluta IFerjubakka 10, talinnieign Arna Theodórssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk, Jóns Ingólfssonar hdl. og Vilhjálms Arnasonar hri. á eignini sjálfri föstudag 18. marz 1977 ki. 16.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk Nauðungaruppboð sem augiýst var 193., 95. og 96. tbl. Lögbirtingablaös 1976 á Bjarmalandi 8, þingl. eign Þóröar Kristjánssonar fer fram eftir kröfu Benedikts Siguröss. hdl. og Hákonar H. Kristjónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudag 18. marz 1977 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjvlk Nauðungaruppboð sem auglýst var 193., 95. og 96. tbl. Lögbirtingablaös 1976 á hluta I Asparfelli 10, talinni eign Siguröar K. Sigurössonar fer frem eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri föstudag 18. marz 1977 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 66., 67. og 69. tbi. Lögbirtingablaös 1969 á Skeifunni 8, þingl. eign Birgis Agústssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavfk á eigninni sjálfri föstudag 18. marz 1977 kl. 11.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk. » Pyi*stui’ meö fréttimar vism

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.