Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 3
3 VISIR Miðvikudagur 18. mai 1977 Stœrri jarðskjálfakippir á Reykjanesi á nœstunni? Vitavörðurinn dansaði! • •• og hélt allt œtla norður og niður „Þetta er með mestu hrinum sem orðið hafa þarna á Reykjanes- svæðinu, skjálftarnir i stærra lagi”, sagði Páll Einarsson jarðeðlis- fræðingur i samtali við Visi. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru algengar og að sögn Páls er það mismunandi hvort stærstu kippirnir koma fyrst eða hrinan endar með þeim stærstu. Að þessu leyti er þvi ekki hægt að fullyrða neitt um hvort hætta er á stærri kippum eða ekki. í fyrradag mældust þeir stærstu um og yfií 4 stig á Richter. Nú er fremur litil hreyfing á svæðinu, en Páll Einarsson sagði að þessar jarðskjálfta- hrinur stæðu stundum allt upp I vikutíma eða svo. „Blessaður vertu, maður dansaði bara hérna i kofanum þegar mest gekk á og hélt að allt ætlaði niður”, sagði Björn K. Björnsson vitavörður á Reykja- nesi er Visir ræddi við hann I morgun. Hann sagði illstætt hafa verið i stærstu kippunum og hann hefði ekki getað haldist innandyra. Siðan hafa komið nokkuð snarpir kippir. „Astandið er öhugnanlegt þegar þetta gengur yfir. Maöur , getur ekkert gert nema beðið. Jú, ég verð hérna áfram. Rikis- starfsmenn mega ekki vikja af veröinum” sagði Björn að lok- um og hló. —SG Reykjanesviti. Fáir viidu vera efst I vitanum þegar jarðskjálftahrinan gekk yfir. Ljösm. BG AFENGISNEYSLA A HVERN IBUA: Íslendíngcr drekka mun minna en aðrar þjóðir! Afengisneysla á hvern ibúa hér á landi er mun minni en i flestum nágrannaiöndum okk- ar, og t.d. aðeins um 'einn sjötti hluti þess magns, sem frakkar innbyrða. Afengisvarnaráð hefur sent frá sér yfirlit yfir áfengisneyslu miðað við 100% áfengi á hvern ibúa árið 1975 i 35 löndum, og er ísland þar i 31. sæti. Frakkland er efst á blaði, en þar var neyslan 17 litrar á mann. Atta riki önnur höfðu neyslu sem fór yfir 10 litra, þessi: Portúgal (16,9), Spánn (14,1), ítalia (13,4), Vestur-Þýskaland (12,5), Luxemborg (12,3), Austurriki (11,1), Sviss (10,5) og Belgia (10,1). A íslandi var neyslan 2,9 lítr- ar á mann. Sambærilegar tölur á norðurlöndum eru: Danmörk 8,9, Finnland 6,2, Noregur 4,3 og Sviþjóð 6,0. —ESJ. TÖLVA HORFIR Á SJÓNVARP! Sex umsækjendum hefur ver- ið veittur styrkur, samtals að upphæð 1250 þúsund, úr Rann- sóknasjóði IBM vegna Reikni- stofnunar Háskólans. Hæsta styrkinn, 350 þúsund, fékk Þorgeir Pálsson, dósent, til að koma upp forritasafni til notkunar við kennslu i kerfis- og stjórnfræði. Þetta safn verður hluti af framlagi Islands til nor- rænnar samvinnu um forrita- safn á sviði stjórnfræði, sem Rannsóknaráð Norðurlanda hefur beitt sér fyrir. Aðrir, sem fengu styrk, voru: Sigrún Klara Hannesdóttir, lektor, Einar Júliusson, sér- fræðingur, Valdimar Kr. Jóns- son, prófessor, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Rannsóknanefnd félags lækna- nema. Einar Júliusson hyggst smiða tengibúnað milli tölvu og sjón- varps þannig að tölva geti lesið sjónvarpsmyndir af skerminum og öfugt. — ESJ Enn teygist ór rannsókn hand■ tökumálsins „Ég hef ekkert um það að segja”, sagði Steingrimur Gautur Kristjánsson umboðs- dómari, þegar Visir leitaði upplýsinga um rannsókn handtöku- málsins i gær, Dómarinn vildi engu spá hve- nær mál þetta færi til rikissak- sóknara og ekkert segja um hvort rannsókn málsins væri raunverulega i gangi eða ekki. Þessi fræga rannsókn hefur nú staðið yfir i hálft ár. Oft hef- ur hún verið sögð á lokastigi og það var siðast fyrir örfáum vik- um sem dómarinn sagði að mál- ið yrði sent rlkissaksóknara fyrir lok april. Hauki Guð- mundssyni rannsóknarlög- reglumannivarsem kunnugt er 1 vikið frá störfum fyrir nokkrum mánuðum og fær aðeins hálf mánaðarlaun á meðan úrslit rannsóknarinnar liggja ekki fyrir. Steingrimi Gauti var einnig falið að rannsaka svonefnt ávis- anamál Hauks Guðmundssonar, en Haukur kærði þá ákvörðun. Hæstiréttur úrskurðaði hins vegar að Steingrimur skyldi fara með málið og sagði hann i samtali við Visi, að þetta hefði orðið til að tefja gang rannsókn- arinnar. Loks má minna á, að fyrir nokkru krafðist Haukur Guð- mundsson þess við bæjarfóget- ann IKeflavik, að hann setti sig inn i embætti á nýjan leik. Byggðihann kröfu sina á þvi að rannsókn handtökumálsins hefði ekki leitt neitt I ljós er benti til ólöglegra aðgerða. Fógeti mun ekki hafa svarað þessari kröfu. —SG vísar á vióskiptðn Eigum fyrirliggjandi flestar stærðir á hagstæðu verði, good'Zyear Hjólbarðaþjónustan, Laugavegi172 Simi21245 oooofrcAR ‘ H E KLA HF. Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.