Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 7
visir Miðvikudagur 18. mai 1977
Oft skeður það á skákmótum, að
áhorfendur telja sig sjá ýmislegt
sem keppendur sjá ekki. I þessari
stöðu sem kom upp i einvigi
þeirra Alechine: Bogoljubow
1929, þótti mörgum sem heims-
meistarinn missti af einfaldri
vinningsleið.
s i i i® 4Hi
H Ai
H i
i i
Hvltur: Alechine
Svartur: Bogoljubow
Þvi mátti ekki leika 1. d7? var
spurt. Meistararnir voru ekki
lengi að sýna hvað þá hefði skeð:
1... Hdl +
2. Kg2 Rxd5!
3. d8D Rf4 mát.
Suður var sagnhafi i fimm lauf-
um i gær og á yfirborðinu virtist
spilið mjög einfalt til vinnings.
Þið skuluð birgja hendur a — v
áður en lengra er haldið.
* K-D-3
¥ 6i2
♦ f 8-5-3 2
A K-D-G-4
A 10-8-6-5-4
V D
♦ A-K-D-10-9-7
+ 5
4 A-G-7-2
¥ i A-G-10-5
♦ 4
A A-10-8-7
Vestur byrjaði með tveimur
hæstu i tigli og sagnhafi trompaði
þann seinni. Hann spilaði siðan
laufaás og meira laufi. Siðan
trompaði hann aftur tigul, meðan
austur kastaði spaða.
Þegar sagnhafi spilaði siðan
spaða á kónginn til þess að taka
siðan trompin af austri, kom
reiðarslagið. Austur trompaði og
spilaði hjarta. Það besta sem
sagnhafi gat nú gert var að gefa
austri slag á hjartakóng — einn
niður.
Sagnhafi var óheppinn, að vest-
ur skildi eiga sex tigla og fimm
spaða, en timasetning hans var
röng. Flestir spilarar vita, að
þegar vixltromp er undirbúið, þá
er áriðandi að taka vinningsslag-
ina i hliðarlitunum. Sama reglan
gildir i þessu tilfelli. Suður á að
fara inn á blindan á spaðakóng i
þriðja slag, áður en austur getur
kastað spaða i þriðja tigul.
Oft sleppur sagnhafi með
skrekkinn, þegar hann gerir sig
sekan um ofangreind mistök, en
ekki i þessu tilfelli.
VÍSIR
vísar á
vióskiptin
SIÐUMuLI 8& 14 SIMI 86611
♦ 9
¥ K-9-8-7-4-3
♦ G-6
♦ 9-6-3-2
HARSKFJ
ISKÚLAGÖTL54
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM
HVERGI BETRI BlLÁSTÆÐI
| HERRASNYRTIVÖRUR i ÚRVALI 1
SÍMI 2 81 41 R MELSTEÐ
Ef heitt er I veöri má kippa þak-
inu af á einni míniitu. ÞaO fer
sérstaka grind aftaná.
Einhvcr hrikaiegasti sportbill
scm til cr hér á landi mun innan
skamms þcysa um götur Akur-
eyrar. Það cr cldrauður,
tvcggja sæta, Chcvrolet Corv-
ctte scm er nýkominn til lands-
ins. Það cr Biladeild Sambands-
ins sein flytur tryllitækið inn.
Það var þó ekki að eigin frum-
kvæði þvi þessi bill kostar 5,2
milljónir króna og markaðurinn
þvi liklega ekki stór. En akur-
eyringurinn lét panta hann sér-
staklega fyrir sig.
Corvettan er með átta cyl-
indra vél, sjálfskipt, með
vökvastýri og vökvahemlum.
Rúður eru opnaðar og lokaðar
með rafmagni. Ef er heitt i
veðri er hægt aö kippa toppnum
af með nokkrum handtökum,
það tekur ekki nema svo sem
eina minútu.
Bandariskt neytendablað sem
við glugguðum i taldi Corvett-
una mjög góðan sportbil. Það
eina sem sett var útá var
bensineyðslan, sem er i kring-
um þrjátiu litrar á hundraðið.
—ÓT
BlHinn er rennilegur, hvar sem á hann er litiö. Visismyndir Loftur
Mótorinn er um helmingurinn af Corvettunni
Tryllitœki á Akureyri
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
y
Vill vinna
með Bergman
Flestir muna sjálfsagt eftir
leikaranum Al Facino. Hann lék
Serpico i samnefndri kvikmynd
og svo lengra sé farið aftur i
timann, þá lék hann aðalhlut-
vcrkið I seinni myndinni um
Guðföðurinn.
Nú er sagt að Pacino hafi
spjallað við Ingmar Bergman
um hlutverk i kvikmynd þess
siðarnefnda, en hann er einn af
fleiri ungum ameriskum
leikurum ’sem áhuga hefðu á
hlutverki hjá Bergman, ef til
kæmi.
Á meöfylgjandi mynd er Pac-
ino með vinkonu sinni Marthe
Keller, sem menn muna eftir úr
myndinni Marathon Man. Þau
eru á leiðinni út úr Longacre
Theatre i New York, þar sem
Pacino leikur i leikriti um þess-
ar.mundir og gerir mikla lukku.
Barnabörnin œttu að
geta hjóloð ó þessu
Hjól þetta ætti hæglega að end-
ast út öldina. Það er framleitt i
Þýskalandi og grindin og flestir
hlutar hjólsins eru úr áli og það
fyrsta flokks flugvélaáli. Hjólið
vegur ekki meira en 13 kiló eða
um helming þess sem flest
venjuleg hjól vega.
Alið ryögar ekki og hjólið er
gert til þess að endast sem
lengst. Þeir sem kaupa sér hjól I
dag ættu þvi að geta séð barna-
börn sin á þeim. Hjólið er útbúiö
ýmsum græjum, glrum og öðru,
cn það kostar meira i Þýska-
landi en venjuleg hjól. Þessi hjól
eru meira en heimingi dýrari en
önnur.
7 .