Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 5
VISIR Miðvikudagur 18. mai 1977 w~—■ 9 * ' , Vv* 5 SKOTBARDAGAR ÍSKÓGUM r RUSSLANDS iivarða — 1 niili veiðiþjófa og veií Hinir fyrrnefndu hofa mun betur Bardagar' milli skógarvarða og vel vopnaðra veiðiþjófa, i Sovétrikjunum, verða nú æ tiðari og hafa margir menn iátið lifiö. Vciðiþjófnaður er nú á góðri leið með að verða pólitiskt stórmál þar i landi, ekki sist vcgna vciöivarðar sem dæmdur var i átta ára fangeisi eftir að vciðiþjófur hafði beðið bana i viðureign við hann. Veiðivörðurinn heitir Yevoeny Andriano og býr i Kazakhstan. Hann hefur gegnt þessu starfi i fimmtán ár og þykir harðdugiegur. A þessu timabili hefur hann klófest og dregið fyrir rétt fimmhundruð veiðiþjófa. En siðasti veiðþjófurinn sem hann klófesti var ekki á þvi að ______\__________ WINTHER — þríhjólin 25 ára reynsla Vinsælustu... og bestu þríhjólin Varahlutaþjónusta ÖRNINN Spítalastíg 8 sími 14661/ pósthólf 671. gefast upp og það var skipst á skotum. Andrianov hélt þvi fram við réttarhöldin að hann hefði ekki hlcypt af skotinu sem varð vciðiþjófinum að bana. Það hafði gert félagi þjófsins, sem haföi ætlað aö koma honum til hjálpar, en misst svona illi- lega marks. En dómarinn neitaði að hlusta á þcssar skýringar og skógar- vörðurinn var lokaður inni i fangelsi. Skjóta skógarverðina Likur benda þó til að hann verði þar ekki lengi. Mikil herferð er hafin honum til hjálp- ar og ýmsir málsmetandi lög- fræðingar segja niðurstööu dómsins vera fáranlega. Þeir segja aö alls ekki hafi sann- ast að Andrianov hafi hleypt af skotunum sem varð veiðiþjófin- um aö bana. Og jafnvel þótt svo hefði verið, væri hann opinber embættismaður og ef óbóta- menn snerust til varnar með skotvopnum, væri það þeim ein- um að kenna, ef illa færi. Menn benda á að veiðiþjóf- arnir séu svo aðgangsharöir að þeir hefji skothrið á skógar- verðina án þess að hugsa sig um, ef að þeim er komið. t Kazakhstan, þar sem Yevgeny Andrianov vann, hafa veiðþjóf- ar þegar skotið fjóra veiðiverði til bana og sært marga fleiri. Þvi miður fyrir veiðiverðina virðist svo sem lögreglumenn ^ og dómarar i þeim smáþorpum þar sem þessi mál koma upp, haldi eindregið með veiðiþjóf- unum. Dómar sem felldir hafa verið i málum veiðiþjófa bera þess vitni, og ekki kannske sist dómurinn yfir Andrianov. Flokksblöðin skoða málið En nú virðist sem verið sé að skera upp herör gegn veiðiþjóf- unum og þeim laganna vörðum sem veita þeim skjól. Tvö flokksblöð Leninskaya Smena og Kazakhstanskaya Pravda, hafa tekið upp hanskann fyrir Andrianov og krefjast þess að mál hans verði tekið fyrir aftur. Þekktir visindamenn og póli- tiskir skribentar hafa lika látið tllfar liggja I valnum. Ef veiði veröirnir eru eitthvað aö ybba sig eru þeir bara skotnir lika. þetta mál til sin taka. Þeir for- dæma allir meðferðina á máli Andrianovs og krefjast opin- berrar rannsóknar á tildrögum þess að hann var dæmdur i fangelsi. Málið er nú komið svo langt að það hefur verið tekið upp i „Literary Gazette”, sem er gefið út i Moskvu. Þess verð- ur þvi varla langt að biða að það verði tekið alvarlegum tökum. Og liklega er eitthvað farið að fara um dómarana sem sendu skógarvörðinn i fangelsi. Varðmenn veiðiþjófa. Veiðiþjófna^ur er annars orð- inn nánast atvinnugrein i Sovét- rikjunum. Veiðiþjófarnir eru vopnaðir sjálfvirkum rifflum og hafa öll bestu tæki sem til þarf. Og það er ekki bara veitt með byssum. Styrjuhrogn þykja mesta lost- æti i Sovétrikjunum sem og annarsstaðar og skipulagðir hópar veiðiþjófa veiða ótalin tonn árlega úr Volgu. Þeir leigja sér jafnvel varðmenn, af sam- yrkjubúunum sem eru meðfram ánni. Izvestia kvartaði nýlega yfir þvi að veiðiþjófnaður i Volgu færi nánast fram fyrir opnum tjöldum og krafðist þess að eitt- hvað yrði gert snarlega ti! að bæta þar um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.