Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 23
23 s Cl ar di ð ¥ JÉÍ raoc 1 G M ;i oðra en 1 sem re e yk íkl ja ti Reykingamaður skrifar: Mig langar til að taka undir það sem fram kom i Sandkorni Visis fyrir stuttu i sambandi við reykingar: Var þar fjallað um tvær auglýsingar þar sem aug- lýst var eftir starfskrafti á skrifstofu og öðrum i sportvöru- verslun. Var tekið fram að við- komandi mættu ekki reykja. Ég. er sammála þvi aö þarna er verið að fara út i öfgar. Þaö hlýtur að vera fólki i sjálfsvald sett hvort það reykir eöa ekki. Ef það vill reykja þrátt fyrir all- an áróður og þó það viti hvaða áhættu það tekur með varöandi heilsu sina, þá ætti það aö fá að reykja i friði. Að visu má segja að atvinnu- rekendum sé það i sjálfsvald sett hvort þeir ráða til sin fólk sem reykir eða ekki, en óttaleg- aröfgar finnst mér nú að setja reykingamönnum stólinn fyrir dyrnar, og ég tek undir það sem höfundurþessa Sandkoms sagöi i lokin, að það væri ekkert vist að reykingamenn kærðu sig nokkuö um aö versla eða eiga viðskipti við þau fyrirtæki sem þannig snúa sé'r i þessum mál- um. Á ekkert að undirbúa landsliðið í knattspyrnu? A.S. skrifar: Hvernig er það eiginlega með þá i KSt.eru þeir steinsofnaðir? Hvaö er landsiiðsnefndin aö hugsa? A ekkert að undirbúa landsliðið fyrir stórátök sum- arsins? Hér hefur verið rándýr þjálfari á annan mánuö, sem ekkert gerir. Hver stjórnar þessari vitleysu? Handknattleiksmenn eru þeg- ar farnir að undirbúa sitt lið fyr- ir HM sem fer þó ekki fram fyrr enifebrúará næsta ári eða eftir 9 mánuði. Knattspyrnumenn okkar eiga marga erfiða landsleiki fyrir höndum i sumar og þann fyrsta eftirnokkra daga.Er ekki kom- inn timi til að fara að rumska eða tilhvers var landsliðsnefnd- in að ráöa þjálfara sem kostar KSÍ yfir 500 þús. kr. á mánuði ef ekkert á að undirbúa landslið okkar f yrir landsleikina? Það er ástæðulaust fyrir KSt að vera meö dýrann þjálfara ef ekkert á að nota hann. Ekki virðistvera þörf eða áhugi fyrir hann hjá unglingalandsliðinu i knatt- spyrnu þvi þar er annar þjálfari og þar eru önnur vinnubrögð þvi UL hefur verið með æfingar i allan vetur fyrir sina menn. Nei, hér er um algert hneyksli að ræða og timi til kominn að þeir menn sem þessum málum stjórna fari að vakna. LCIKTÆKJASAL ENSASVEGI 7 Skerum upp herör gegn „Flækjufótur skrifar: Alveg er ég innilega sammála Einari sem skrifaði um það hversu miklu rúmi væri varið undir iþróttir i dagblöðunum. Það er allt of mikið af þesSu. Það erekkigertsvomikið af þvi að sinna ýmsu öðru sem menn hafa fyrir áhugamál, hvers vegna ekki? Mér finnst að dagblöðin og rikisfjölmiðlarnir ættu að sjá sóma sinn i þvi að fella niður i- þróttaefni að mestu, hafa i mesta lagi tvær siður um þetta „snobb” i blööunum einu sinni til tvisvar i viku, en verja síðun- um sem við það myndu losna undir menningarlegt efni og greinar utan af landsbyggöinni, t.d. um atvinnu- og félagsmál af ýmsu tagi. Svo ræðst fram á ritvöllinn einhver sem kallar sig V.Fjörd, og brúkar stór orð um það að ekki megi hrófla við þessu i- þróttasnobbi. Þótt hann kalli okkur hina sem ekki hafa áhuga á þessum iþróttum illum nöfn- um eins og „flækjufótur” og annað álika, þá skiptir það engu máli, það sýnir aðeins að sá maður sem það gerir er að verja lélegt málefni. Ég get fúslega viðurkennt það að ég er ekki einn þeirra sem iðka iþróttir og geng um göturn- ar með vöðvana i búntum utan á mér. Ég er ef til vill dálitið boginn i baki lika, en innan i þessum Ijótu „umbúðum” er heilbrigð sál, sem krefst þess að þessi iþróttaskrif verði felld nið- ur sem fyrst að mestu, og þvi til áréttingar skora ég á skoðana- bræður mina að skera nú upp herör gegn „iþróttasnobbinu” i eitt skipti fyrir öll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.