Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 9
9
- • m.. - —•
VISIR Miðvikudagur
18. mai 1977
Skógrœktarmenn telja óstand skóglendis „mjög ískyggilegt":
Einungis tæpur þriðjungur
skóglendis á Islandi er i fram-
för, en tveir þriðju hlutar þcss
cru ýmist staðnaðir eða i aftur-
för, og telja skógræktarmcnn
þetta ástand ,,mjög iskyggi-
lcgt”.
Gerð hefur verið athugun á
stærð og ástandi skóglendis á
Islandi á vegum Skógræktar
rikisins og Skógræktarfélags Is-
lands, og er ofangreind stað-
reynd meðal þeirra niður-
staðna, sem sú könnun leiddi til.
1 skýrslu um niðurstöðurnar
segir, að alltof viða séu skóga-
skemmdir ..hroðalegar”.
„Skógi og kjarri hefur verið
sviftaf viðum löndum, og er enn
svipt af, i nánd við sauðfjárbú
og einnig kring um nýbýlin, sem
komið var upp fyrir nokkrum
áratugum... Þrátt fyrir betri
hiröingu fjár og hrossa en áður
fyrr og einnig það, að skógar-
högg má heita Ur sögunni, er
skóglendið viða á hröðu undan-
haldi”, segir i skýrslunni.
Húsdýrin eru helsti
skaðvaldurinn
t niðurlagi skýrslunnar segir
m.a., að „búsetan i landinu og
álagið á gróður þess er viða
langt Ur hófi”. Siðan segir:
„Eyðing skóglenda stafar nú
orðið svo til einvörðungu af beit
og traðki húsdýra. Að visu hefur
skóglendi verið rutt á nokkrum
stöðum að nauðsynjalitlu eða
nauðsynjalausu vegna túnrækt-
ar, og annarsstaðar hefur þvi
verið spillt með sölu og leigu
lands undir sumarhús, en þetta
hvort tveggja eru þó smámunir
samanborið við hið fyrstnefnda.
Frá eyðingu skóglenda er
stutt leið i uppblástur og jarð-
vegseyðingu”.
t skýrslunni er ástand þessara
mála rakið eftir sýslum, og seg-
ir þar m.a. að hvergi sé verr
með skóglendi fariö á öllu land-
inu en i Skaftártungum, og verði
að bregða við nú þegar, ef stórir
hlutar þess skóglendis eigi ekki
að fara forgörðum.
Víðátta skóglendis
meiri en talið var
P'ram kemur i skýrslunni, að
viðátta skóglendis hafi reynst
nokkru meiri en áður var áætlað
,,og kom það ekki sist til af þvi,
að skógur og kjarr á hraunum
var miklu viðar en talið var.
Hins vegar er kjarr oft mjög
gisið á hraunum og litið vaxtar.
Þá er einnig töluverð birki-
kræða á heiðum uppi. sem litill
gaumur hefur verið gefinn”.
Samkvæmt könnuninni var
flatarmál skóglenda alls um 125
þúsund hektarar, og var ein-
ungis innan við þriðjungur þess
i framför, og þá einkum það
skóglendi, sem er innan
girðinga.
Nærri 81% skóglenda hefur
trjágróður, sem er innan við
tveir metrar á hæð, en rúmlega
15% á bilinu milli tveir og fjórir
metrar.
Hins vegar er 1,7% með tré,
sem eru átta til 12 metrar, og er
nær allt það svæði innan
girðinga.
Mikilvægur
verndargróður
Við athugunina var gróður-
þekjan undir skógi og kjarri
metin, og kom þar skýrt i Ijós,
hvilikur verndargróður birkið
er, segir i skýrslunni. tveim-
ur fimmtu hlutum skóglendisins
er gróðurþekjan alveg samfelld.
t næsta llokki. þar sem 2/3 lands
eru grónir, koma röskir 55 þús-
und hektarar eða 44.1%.
Samanlagt eru þessir tveir
flokkar 85% af öllu skóglendinu.
Aðeins 15% alls skóglendisins er
minna en hálhálfgróið. Þessar
athuganir sýna betur en allt
annað, hvaða þýðingu birkið
hefur haft gagnvart jarðvegs-
eyðingunni bæði á liðnum öldum
og einnig nú”, segir i skýrsl-
unni.
Haukur Jörundsson, deildar-
stjóri, vann að þvi ásamt að-
stoðarmönnum að afla gagna i
skýrsluna, en hann vann siðan
að Urvinnslu þeirra ásamt
Snorra Sigurðssyni og Hákoni
Bjarnasyni. — ESJ.
Nýr skuttogari
til Súgandaf jarðar
„Elin Þorbjarnardóttir”, tS
700, heitir nýr skuttogari, sem cr i
eigu Hlaðsvíkur h.f. og vcröur
gcrður út frá Súgandafirði. Skipið
cr smiöað Stálvik.
Togarinn fór i rcynsluferð sina i
siðustu viku, og fer cinhvcrn
næstu daga hcim til Súganda-
fjarðar þegar lokið cr stillingum
á hinum flókna rafcindabúnaöi
skipsins.
Skipstjóri vcrður hinn kunni
aflamaður Arinbjörn Sigurðsson.
—ESJ
Viðar
Jónsson
erkominn
út
Komin cr út hljómplatan
Viðar Jónsson og innihcldur
hún 12 sönglög, samin og
sungin af Viðari Jónssyni.
Hann er kópavogsbúi, sem
um árabil hefur fcngist við
dægurlagatónlist. Er
skcmmst að minnast hins
vinsæla lags hans „Sjóarans
sikáta”.
Yrkiscfni Viðars cru öll úr
islensku mannlifi, fjalla um
sjómannslifið, ástina og sitt-
hvað flcira. Viöari til aðstoðar
cru ýmsir kunnir tónlistar-
mcnn, Kúnar Júliusson, Karl
Sighvatsson, Jakob Magnús-
son, Grcttir Björnsson og
Gunnar Ormslev ásamt flcir-
um.
llljómplötuútgáfan
Gcimstcinn gefur plötuna út,
upptaka fór fram i Hljóðrita
og dreifingu annast
FLEXICO. —SG
Norrœnn sjónvarps-
gerviknöttur úður
en langt líður
„P'lcstir munu búast við, að
samnorrænni dreifistöð fyrir
útvarp og sjónvarp veröi skotið
á loft áður en mjög langt liður”,
sagði Pcr Olof Sunderman,
varaformaður mcnningarmála-
ncfndar Norðurlandaráðs, á
ráðstefnu, sem nefndin hélt um
hugsanlcga notkun gervihnatta
til dreifingar á sjónvarps- og út
varpsefni á Norðurlöndum.
Ráðstefnan var haldin i Salt-
sjöbaden i Sviþjóð 12.-13. mai
siðastliðinn. Af tslands hálfu
sóttu hana Gylfi Þ. Gislason,
formaður menningarmála-
nefndarinnar, Friðjón Sigurðs-
son, skrifstofustjóri Alþingis,
Lilja ólafsdóttir, deildarstjóri,
Indriði G. Þorsteinsson, rit-
höfundur, og Jón Þórarinsson,
dagskrárstjóri. —ESJ
Tilboð óskast i að byggja fyrir Landsbanka íslands, ibúðar- og
bankahús i Neskaupstað, Norðfirði. titboðsgögn eru afhent og
upplýsingar veittar hjá skipulagsdeild Landsbankans, Laugavegi
7, Reykjavik. Ennfremur eru útboðsgögn afhent hjá útibúi bank-
ans i Neskaupstað. Skilatrygging er kr. 15.000.-.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu skipulagsdeildar að Laugavegi 7,
fimmtudaginn 2. júni, kl. 14.
LANDSBANKI ÍSLANDS
Fjarstýrð flug-
og bátamótel í úrvali.
Einnig fjarstýringar og annað það, er
þarf til modelsmíða. Póstsendum.
TomsíunonHusiÐ hp
Laugauegj 164-Reutjauil: $=31901
PASSAMYMDIR
teknar i litum
filbútiar strax I
karna & ffölskyldu
LjöSMYNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
Sjúkrahótel RauAa kroaaina
eru a Akureyri
og i Reykjavik.
RAUÐI KROSS JSLANDS