Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 11
VISIR IVliftvikudagur 18. mai 1977 set tilfinningarndr á fóninn" hljómleikaför um landift. Þeir sögöu aö ég væri of góöur! Ég er aö hugsa um aö fara einsam- all i júni I kynningarferö út um land”. ,,Ég var spuröur aö þvi um daginn, af hverju ég væri alltaf svona kátur. Ég hlyti aö nota lyf. — eiturlyf. Nei, það er ekki til I dæminu. Ég reyki ekki, drekk litið sem ekkert og nota aldrei eiturlyf. Galdurinn er sá, aö þegar ég vakna segi ég: „Guö, Jesús! Ég er eitthvaö! Ég er einhver! ,,Ég er ham- ingjusamur, þökk sé guöi. Já þaö er guð, ofar okkur. En þú þarft ekki aö fara i kirkju. Þú getur alveg eins beöið I disótek- inu. Þótt ég sé ekkert mjög trúaöur.held égaðguölitiá alla sem bræður og systur. En þaö gera íslendingar ekki, þvi þá þyrftu þeir aö lita á svertingja sem bræöur sina!” En hvað um Islenska tónlist? „Brimkló, Júdas, og Eik eru hljómsveitir á heimsmæli- kvarða. Égsendi plötu meö Eik til Englands og hún vakti geysi- lega athygli, en þótti illa blönd- uð tæknilega. Ef þessai; hljóm- sveitir fengju tækifæri þá næöu þær heimsfrægö Eik eí, „soul” hljómsveit. En þeir vita þaö ekki sjálfir, og „Speglun” var ein af 11 bestu plötunum sem komu út á slðasta ári”. „Samt er ég feiminn”. Hvers vegna fórstu upphaf- lega i þetta starf? „Peninganna vegna I fyrstu , en nú oröið lifi ég fyrir þetta. Eins og ég sagöi áöan byrjaöi ég i þessu 16 ára og 19 ára gamall hélt ég mig vera heimsins mesta karl. Atti flottan bil og var umvafinn vifum. En mér skjátlaöist. Þvi komst ég löngu siðar aö þegar ég fann hina raunverulegu ást”. „Ég hef oröið allmikla reynslu i þessu. Leik t.d. á fimm hljóöfæri og hef leikiö meö m.a. Edwin Starr, Drifters og Fantastics. Ég kom mér áfram með þrautseigju og geröi þaö sem mér bjó i hjarta. Ég lét álit Texti: Páll Stefánsson anarra mig litlu skipta. Samt er ég feiminn”. Við fréttum um daginn aö þú hefðir sést á gangi niður Laugarveginn með spjöld i bak og fyrir. Hvað átti þaö að þýða? „Já, ég er aö safna fyrir plötuspilara handa vangefnum börnum. Það var þeirra vegna sem ég gekk niöur Laugaveginn svona. Þetta er liöur i söfnun- inni. Og ég óska þess aö reyk- vikingar láti sitt af hendi rakna til þessara barna. Það er ekki nóg að vita að þau eru til. Ann- ars er gallinn sá aö Island er það litið samfélag aö allir loka sig af og biöa eftir þvi hvað sá næsti við hliöina gerir”, sagöi þessi þéttvaxni walesmaður, sem skrifar móöur sinni heima i Bretlandi aö minnsta kosti einu sinni i viku. Hann baö okkur loks um að keyra sig upp I Sesar þvi hann ætlaði aö skemmta sér i kvöld. Og á leiðinni þagöi hann til aö minnast þess hve dans- skólar á íslandi væru hörmuleg- ir. —P. Stef/KA r Myndir: Loftur Asgeirsson — rœtt við John Lewis, plötusnúð í Óðali Boney M og Donna Summer. Þvi fólk þorir ekki aö labba inn I plötuverslun og segja: „Má ég hlusta”. Þaö kemur inn og segir : „Eitt kiló Eagles,takk”. „Þeir héldu fyrst að ég væri fifl...” „Ein plötuverslun er þó undantekning frá þessu og hefur verið mjög jákvæö, og meira aö segja ráölagt mér að taka upp á segulband tónlist til þess aö gefa i skóla landsins. Þetta hef ég hugsað mér aö gera til aö kynna islendingum hvaö tónlist er, þvi hérer engin ný tónlist. Islenska rikisútvarpið er skitur á priki. Sú stefna sem þar rikir er frá 1950. Þeir eru hræddir við aö breyta nokkrum hlut, og þeir neita aö skilja unga fólkiö. Út- varpiö er allt of þungt. Allt of mikiö talaö, — og þrlr timar á dag klassik. Klassik er góö, en fólk vill lika eitthvaö létt, eitt- hvaö sem ekki þarf aö hugsa um.” En hvernig likar gestum Oöals þessi tónlist þin? „Þeir héldu fyrst aö ég væri fifl.en ég sá I gegnum þá. Ég heí unnið mig talsvert i álit hjá þeim. 1 raun og veru skilja þeir tónlistina sem ég spila. Þessi tónlist á rætur sinar I sálinni sjálfri, þótt hún sé upprunnin hjá þeldökkum bandarikja- mönnum. En Islendingar eru dá litið hræddir viö svertingja. Þaö jaörar viö andúð. Þaö er þess vegna sem þeim stendur hálf- gerður stuggur af „soul”. Þó eru til gestir sem likar tónlistin mjög vel, en eru samt ánægö- astir meö mig. Ég er fæddur „showmaður”. „Annars vildi ein hljómsveit- in hér ekki fá mig meö sér I VkA ■ 3 y?: ■ i * ■. > :V. -.-1 ÍImB m I ■ í Kópavoci ars sem á rætur sinar i skaphöfn manna. Það er nánast skilgrein- ingaratriði að sérhver er einn um sina skaphöfn, allt sem af henni sprettur hlýtur þvi að vera bundið einstaklingnum, þ.e. sjálfstætt. Hér er engrar kennslu þörf. Að visu má beina vilja og tilfinning- um i mismunandi áttir.'venja menn af einu og á annað. Jafn- framt má temja vilja og tilfinning- ar, styrkja þær eða veikja, án til- lits til þess að hverju þær beinast. Einu sinni voru, að ég held, isköld böð og hrjúf handklæði talin mikilvæg tæki til þess að efla vilja en lama tilfinningar. Þjóðverjar kváðu hafa náð undraverðum ár- angri i þessa átt frá 1933 til 1945 og fóru þeir þá mjög að fordæmi spartverjanna fornu, en þeir voru álika andstyggilegt fólk og þjóð- verjar á fyrrgreindum tima. Hvorugir voru þó sérstaklega sjálfstæöir i skoðunum. Það er greinilega til hinnar mestu óþurftar að viljakenndar skoðanir séu mjög margar og ólikar, einkum ef viljinn sem að baki þeim býr er mjög sterkur. sem hver má hafa sina vilja- Ekkert er liklegra til að koma af kenndu skoðun samkvæmt skil- stað timafrekum deilum og greiningu. I stað þess að efla leiðinlegum mannvigum um efni sjálfstæða skoðanamyndun ætti sem greinilega skipta engu þar að reyna að milda viljann og samræma sem mest skoðanir sem til hans verða raktar. Það sem hér hefur verið rakið stappar nærri þvi að sýna að orðasambandið sjálfstæftar skoft- anir feli i sér mótsögn ef gengið er að þvi visu að mönnum sé hent og eðlilegt að lifa friðsamlega i fé- lagi. Heyndar virðist hér engu skipta hvaða skilningur er lagður i orðið skoðun. I stað orðsins skoðun mætti setja nafn sér- hv^rrar mannlegrar afstöðu sem annað hvort verður að lúta dómi raunveruleikans eða er einungis háð skaphöfn hvers einstaklings. Sé sjálfstæði yfirhöluð mögulegt, þ.e. þegar fyrirbærið er einstak- lingsbundið, þá er það óæskilegt. Verði fyrirbærið hins vegar að lúta dómi raunveruleikans er sjálfstæði ekki einu sinni mögu- legt nema ganga jafnframt gegn skynseminni. Morgunblaðsmenn Ef unnt er að finna einhverja nothæfa merkingu orðasam- bandsins sjálfstæðar skoðanir þrátt fyrir það sem hér heíur ver- ið sagt. er rétt að geta þess að engar likur eru til þess að þessari merkingu fylgi nokkrar augljósar leiðir til að leiða menn til slikrar skoðanamyndunar Er það ekki mótsögn að ætla sér að leiða ein- hvern til að láta ekki leiðast? Ef til vill róar þetta morgunblaðs- menn. Það eru engar likur til að mótherjar þeirra hafi fundið þær leiðir sem þeir þykjast hafa fund- ið. Jafnframt ætti það að letja mótherjana leitar að slikum leið- um. Að lokum má geta þess að orðasambandið ósjálfstæðar skoðanir hefur greinilega merk- ingu. Jafnframt eru til margar leiðir tíl að mtíta mönnum slikar skoðanir. Sumar þessara leiða eru all-grimmilegar. aðrar mildi- legri. einna mildilegust er mennt- un. H.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.