Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 18.05.1977, Blaðsíða 19
VÍSIR d Miðvikudagur 18. mai 1977 ÚTVARP KLUKKAN 19.30:' Bjarni FeUýs- ir frá London Bjarni Felixson er nú staddur i London og mun i kvöld klukkan 19.30 lýsa alþjóðlegu frjálsiþróttamóti, þar sem Hreinn Halldórs- son Evrópumeistari i kúluvarpi keppir svo og Ágúst Ásgeirsson og Vilmundur Vilhjálms- son i hlaupum. Meðal keppenda eru margir heimskunnir íþrótta- menn. Það getur engan veginn talist algengt menn geri sér ferð utan til að lýsa frjálsiþróttakeppni, en ástæðan fyrir þvi að það er gert nú, er að sjálfsögðu hinn frábæri árangur sem Hreinn hefur náð i iþrðtt sinni. Ólikleg- ustu menn fyllast þjóðarremb- ingi þegar islenskir iþrótta- menn gera garðinn frægan á er- lendri grund, og nú ætla margir að Hreinn geri stóra hluti i keppni sinni við Bretann Geoff Capes og fleiri af bestu kúlu- kösturum heims. Væntanlega mun svo Bjarni Fel.gera einhverjar ráðstafanir til að fá kvikmynd af mótinu til sýninga i fþróttaþætti sjón- varpsins. — GA - verður sterkari með hverjum deginum. Sjónvarp klukkan 21.50: „Skœruliðar'' í S-Ameríku Franski frétta- og fræðslu- myndaflokkurinn „stjórnmálin frá stiðslokum’’ hefur vakið verðskuidaða athygli, sérstak- lega sá siðasti en þar var fjaliað um hörmungarnar i Biafra. 1 kvöld verður hinsvegar Suður Amerika tekin fyrir, og kallast þessi þáttur „Skæru- liðar”. I honum er rekin þróunin i nokkrum Suöur-Ameriku rikj- um, Columbiu, Argentinu og fleirum. Þá verður að sjálfsögðu fjall- að um Kúbudeiluna og sýnd afar sjáldséð fréttaviðtöl við Fidel Castró, og sum þessara viötala voru jafnvel tekin áður en hann komst til valda. f einu viðtalanna lýsir hann þvi meira að segja yfir að hann og stuðn- ingsmenn hans séu hvorki kommúnistar né marxistar. Che Guevara og Réges de Bray koma einnig við sögu i þættinum, sem endar á þvi að minnst er á Salvadore Allende og örlög hans. Þýðandi og þulur er Sigurður Pálsson. —GA. Castró og félagar taka völdin i Havana áriö 1959. SJÓNVARP KLUKKAN 20.30: „EG ER AÐ SPRINGA AF REIÐI"! „fcg er að springa af reiði”, heitir sænsk mynd um rciðina, orsakir hennar og cðli scm sýnd vcrður i kvöld. „Þctta eru stuttir fræðslumyndaþættir” sagði Hallvcig Thor- lacius, þýðandi myndarinnar, I samtali við Visi, „sá fyrri vcrður sýndur i kvöld cn sá scinni á föstudaginn. i þáttunum cr gcrð grcin fyrir likamlcgum orsökum rciðinnar og áhrifum hcnnar til góðs og ills”. Sýndar verða myndir af bæði börnum og fullorðnum i leik og starfi, en eins og allir vita er það næsta algengt að fólk reiöist. Einnig verður rætt við iþróttamenn og þeir spurðir hvernig reið- in virki i keppni. Reiðin getur verið til góðs, t.d. getur hún aukið mönnum kraft i augnablik, en hún getur lika orðið til þess að menn gera van- hugsaða hluti. Reynt er að svara spurningum um reiðina, hversu hollt sé að bæla hana niður og hvaða sáiræn og likamleg áhrif hún haf'.” Myndirnar eru sendar út i lit. —GA Miðvikudagur 18. mai 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Nana” eftir Emile Zola Karl tsfeld þýddi. Kristin Magnús Guðbjartsdóttir les (8). 15.00 Miðdegistónleikar . 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir. 17.10 Litli barnatiminn Guðrún Guðlaugsdóttir sér um hann. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.30 Útvarp frá Crystal Palace I Lundúnum Bjarni Felixson lýsir alþjóðlegu frjálsiþrottamóti, þar sem Hreinn Halldórsson Evrópumeistari i kúluvarpi keppir, svo og Agúst Ás- geirsson og Vilmundur Vilhjálmsson i hlaupum. Meðal keppenda eru margir heimskunnir iþróttamenn. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Ólafur Þorsteinn Jónsson syngur isiensk lög Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Ferðast i vestur- veg Þórður Tómasson safn- vörður i Skógum segir frá ferö sinni til Bandarikjanna í fyrra: — annar hluti. c. Kvæði eftir Jóhann Gunnar Sigurösson Knútur R. Magnússon les. d. Hann sér fyrir dauða manna. Ágúst Vigfússon flytur frásögu- þátt. e. Haldið til haga. Grfmur Helgason forstöðu- maöur handritadeildar Landsbókasafns Islands flytur þáttinn. fl. Kórsöngur: Þjóðleikhús- kórinn syngur iög eftir Jón Laxdal Söngstjóri: Dr. Hallgrimur Helgason. 21.30 Útvarpssagan: „Jómfrú Þórdis” eftir Jón Björnsson Herdís Þorvaldsdóttir leik- kona les (20) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöidsagan: „Vor I verum ” eftir Jón Rafnsson. Stefán ögmundsson les (10) 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 18. maí 18.00 Bangsinn Paddington Breskur myndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sig- urðsson. 18.10 Mcrkar uppfinningar Sænskur fræðslumynda- flokkur fyrir börn og ung- linga. GufuvélinÞýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.25 Rokkveita rikisins The Incredibles. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. Illé 20.00 Fréttir og vcður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Ég er að springa af reiöi. (L) Sænsk mynd um reið- ina, orsakir hennar og eðli. Fylgst er með hegðun. barna og fulloröinna, sem reitt hafa verið til reiði. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Siðari hluti myndarinnar verður sýndur föstudagskvöld 20. mai kl. 20.30. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö) 21.00 Tálmynd fyrir tieyring ( L) Breskur framhalds- myndaflokkur. Lokaþáttur. Sambúð Júliu og Herberts versnarstöðugt. Hún verður barnshafandi og lætur eyða fóstrinu. Leonard Carr hvetur Júliu til að fara frá eiginmanninum, en hún færist undan þvi og kvöld eitt ræðst Carr á Herbert, þegar hjónin eru að koma úr leikhúsi. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 21.50 Stjórnmáiin frá striðs- lokum Franskur frétta- og fræðslumyndaflokkur. Suð- ur-Amerika 1945-1970 Þýð- andi og þulur Sigurður Páls- son. 22.40 Dagskráriok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.