Tíminn - 10.07.1968, Page 15

Tíminn - 10.07.1968, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 10. júlí 1968 TÍMINN HARpINDI Framhald af bls. 16 Mýrar eru gráar enn þá af kali svo að allt hjálpast til að gera útlitið sem verst. Þótt ástand- ið sé verst þegar nær dregur sjónum, er mikið kal uppi á Héraði og hvergi mun von til að fá leigðar slægjur þar eða fengið hey keypt, enda engir bændur í nærsveitum aflögu- færir. Við höfum stundum feng ið keypt hey sunnan úr Lóni, en ekki hefur enn sem komið er verið leitað eftir slíkum kaupum í haust, enda er um langan veg að flytja heyið og dýrt. Enn bætir ekki úr skák, að þar sem á annað borð sprett- ur, er grasvöxturinn að minnsta kosti mánuði á eftir tímanum miðað við það, sem er í meðal- ári. Venjulega er byrjað að slá um mánaðamót júní og júlf, en nú er ekki útlit fyrir að sláttur hefjist fyrr en um eða jafnvel eftir næstu mánaðamót. Erfitt verður að standa undir miklum fóðurbætiskaupum í haust. Við höfum þurft að gefa mjög mikið af kjarnfóðri undanfarin ár, og fæ ég ekki séð, sagði Stefán, hverni-g bænd ur hér geta keypt fóðurbæti í haust. Verður varla um annað að gera en skera niður í haust. DE MURVILLE Framhald aí bls. 3. yfirburðasigurs í nýafstaðinni kosningabaráttu. Að sögn fréttastofunnar Reut ers var mikil beiskja og von- brigði meðal þingmanna á fund inum, þegar Pompidou gekk al- varlegur og sorgmæddur milli manna og reyndi að róa æstustu stuðningsmenn sína með því að segja: „Málið er útrætt, og ekki til umræðu lengur“ Couve de Murville, sem tek- ur við embætti forsætisráð- herra á morgun, var utanríkis- ráðherra Frakka í 10 ár, frá því 1958 . þangað til í ár, að hann hafði skipti á embætti við Mihel Debré, fjármálaráð- herra. Couve de Murville er hagfræðingur að mennt og starf aði lengi í fjármálaráðuneyti Frakklands. Sem utanríkisráð- herra var de Murville mjög handgenginn forsetanum og vinsæll af alþýðu manna í Frakk landi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í París mun Pompi- dou ekki) gegna neinum ríkis- stjórnarembættum á næstunni og ekki verða skipaður forseti þjóðþingsins eins og búizt hafði verið við. Það er helzt að sjá af þeim máta, sem de Gaulle losar sig við Pompidou, að hann hugsi sér nú að sitja út kjörtímabil sitt til 1972, ef ekki lengur. Mikið er rætt í blöðum og á meðal almennings í Frakk landi um brottvikningu Pompi- dous úr ríkisstjórninni. Láta flestir í ljós undrun sína, þar eð Pompidou þykir hafa staðið sig með prýði að undanförnu og var jafnvel talað um að hann væri líklegasti arftaki for setans. STRANDAKIRKJA Framhald aí bls. 16 ann, kom í ljós, að hann var mjög mikill, t. d. reyndist suðurhliðin gjörónýt vegna fúa svo og turn- inn. Enn fremur var allmikill fúi hér og þar í þaki, veggjum og í gólfi. Framkvæmdir að verki þessu voru hafnar í júní 1967 en í októ- ber var svo gert hlé á þar til í maí s. 1. Endurbætur og stækkun eru í stórum dráttum þessar: Utanhúss: Kirkjuhúsið var lengt um 2,8 m., veggir allir klæddir fúavarinni furu. Gluggar allir með tvöföldu gleri. Smíðaður var nýr turn. Þak og turn klætt með eir og ný ytri hurð sett í kirkjuna. Innanhúss: Þak og veggir eru einangraðir með plasti og síðan er klætt með valinni furu sýru- borinni. Gólfið var klætt með furu. Þá var sett söngloft í kirkjuna, sem gefur henni nokkuð gildi til stækkunar. Smíðuð voru ný sæti (bekkir). Lagt var fyrir rafmagni til Ijósa og hitunar. Lögð voru gólfteppi á kór, gang milli bekkja, söngloft, stiga, skrúðþús o.g forkirkju. Til viðbótar því.er hér að fram an getur, var byggt hús fyrir dísil- rafstöð og snyrtingu. Borað var eftir vatni með góðum árangri. Þegar litið er yfir verkið sem heild, má segja, að vel hafi til tekizt og að Strandakirkja hafi hlotið mjög verðugar endurbætur, kirkjan, sem sennilega á hvað mest ítök í hugum margra íslend- inga og það jafnvel með þjóðinni allri. Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, mun endurvígja kirkjuna n. k. sunnudag 14. júlí. 10 LÍTRA Framhald af bls. 16 það selur mjólk á nærliggj- andi firði. Til þessa hefur| mjólk verið seld í eins lítra' pokum, en nú mun vélin, j sem notkuð var til að fylla; pokana, verða í auknum mæli notuð til pökkunar áj rjóma og súrmjólk. í Þ R Ó T T I R Framhald af bls. 13. stig með sigri sínum yfir Víking i 5 mörk gegn 3. Lestina rak Ár- j mann með ekkert stig. Eftir fyrri daginn voru því I sigurstranglegust KR í A-riðli með | 4 stig og Fram í B-riðli einnig j með 4 stig. Mótinu var svo framihaldið á sunnudaginn og hófst kl. 10. Um sjónarmenn mótsins voru því mætt ir upp úr níu. Fyrstar mættu Valsdömurnar til leiks og bauð formaður hand knattleiksdeildar KR þær vel- komnar, Ekki var hann þó lengi að iðrast þess, því að þær byr.juðu á að vinan KR með 5 mörkum gegn 1, og eftir það tókst ekki að forða sigri þeirra í A-riðli. En leikir fóru þannig: Valur — KR, 5-1, KR — FH, 7-2, Njarðvík — FH, 5-1, Njarðvúk — Breiðablik, 2-2, V'alur — Breiðablik 3-2. Framarar voru einnig óstöðv- andi í B-riðli, og sigruðu með 8 stigiim. Leikir fóru þannig: Völsungur — Ví'kingur 8-2, Völsungur — Ármann 7-1, Þór — Ármann 6-3, Fram — Þór 4-2, Fram — Víkingur 9-4. RJöð liðanna var því: A-riðill. Valur K. R. UMFN Breiðablik F. H. B-riðill. Fram Völsungur Þór Vlíkingur I Ármann 7 sti-g 6 stig 4 stig 3 stig 0 stig 8 stig 6 stig 4 stig 2 stig 0 stig Úrslitaleikurinn fór svo fram á Melaskölasvæðinu kl. 7 á sunnu dagskvöldið, milli Fram og Vals, og sigraði Fram þar eftir mjög skemtmilegan og spennandi leik 6-5. Má segija að Fram liðið hafi verið vel að sigrinum komið og er það sögn kunnáttumanna í hand knattleik, að undarlegt sé hversu vel svona ungt lið sé agað, en þjálfari þess er hinn kunni fyrir- liði landsliðsins, Ingólfur Óskars- son. Axel Einarsson formðaur HSÍ af henti Fram síðan bikarinn og verð launapeninga, sem handknattleiks deild KR hafði látið gera til minningar fyrir sigurvegarana. Á VfÐAVANGI Framhald af bls. 5 Náttúruverndamefnd Reykjavík ur til, að eftirfarandi svæði verði meira eða minna friðlýst: Háubakkar við Elliðaárvog, Ár- túnsbrekka, Fossvogsbakkarnir, Nauthóll, Öskjuhlíð, fjaran við Kaplaskjól, Ægissíðu og Skild- inganes, Laugarás, fjaran við Viðeyjarsund, Laugarnesfjara, Viðey, Tjörnin í Reykjavík og fleiri staðir. Gönguleiðir við þéttbýli Þessum tillögum Náttúru- verndarnefndar ber að fagna og vonandi tekur borgarráð og borgarstjórn Reykjavíkur vel í þær og gerir tímanlegar ráð- stafanir til að hrinda þeim í framkvæmd. Minna má á í þessu sambandi, að Kristján Benediktsson hefur í borgar-j stjórn bent á nauðsyn þess að | unnið verði að friðun og komið | í veg fyrir spjöll á Elliðaár-; svæðinu. Einnig kemur í hug- j ann hin merka ræða Eysteins j Jónssonar á síðasta Alþingi um j útivist og ferðalög almennings | og nauðsyn þess að gera í tíma j ráðstafanir til að koma i veg fyrir að gönguleiðir i nágrenni þéttbýlis lokuðust. MhciðOrval Hljúmbvbita 2QAra reyimsla Ponic og Einar, Ernir, Astro og Helga. Bendix, Solo, Sextett Jóns Sig., Tríó, Kátir félagar. — Stuðlar. Tónar og Asa. Mono Stereo. Hljóm- sveit Hauks Mortens, — Geislar frá Akureyri. Pétur Guðjónsson. I Umboð Hljómsveita I Simi-16786. Bless. Bless. Birdie íslenzkur texti. Bráðskemmtileg ný amerísk gamanmynd í litum og Pana- vision með hinum vinsælu leik urum Ann Margaret Janet Leigh ásamt hinni vinsælu sjónvarps stjömu Dick van Dyke Sýnd kl. 5, 7 og 9 WííjSrlPlnv 11544 Ótrúleg furðuferð (Fantastic Voyage) íslenzkir textar Furðuleg og spennandi amerísk CinemaScope litmynd sem aldrei mun gleymast áhorfendum. Stephen Boyd Raque) Welch Sýnd kl. 5 7 og 9 LAUQARA8 Slmar 3207S. 09 38150 I klóm gullna drekans íslenzkur texti sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð bömurp Sim) 11384 Orustan mikla Stórfengileg og mjög spenn- andi ný amerísk stórmynd í litum og Cinemasoope. ísl. texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. T ónabíó Slm 31182 íslenzkur texti TOM JONES Heimsfræg og snilldarvel gerð ensk stórmynd 1 litum. Endursýnd kil. 5 og 9 Bönnuð börnum. Allra síðasta sinn. Auglýsið í Tímanum 15 slmi 22140 Faraó Fræg stórmynd í litum og Dial iscope frá „Film Polskl‘ Leíkstjóri: Jerszy Kawalero- wic. Tónlist: Adam Wa-lacinski Myndin er tekin í Usbekistan og Egyptalandi. Bönnuð innan 16 ára. íslenzkur texti. Aðalihlutverk: George Zelnik Barbara Bryl. Sýnd kl. 5 og 9. Simi 50249. Lestin Amerisk myn-d me& itfV texta. Burt Lancaster Sýnd kl. 9. Slmi «1985 Isienzkur textl Villtir englar (The wild angels) Sérstaæð og ógnvekjandl ný, amerlsk mynd ) litum. Peter Fonda Sýnd fcL 6.15 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Njósnaförin mikla (Operation Crossbow) — Islenzfcm textí — Sýnd kL 9. Bönnuð innan 14 ára. Síðasta sinn. F|ör í Las Vegas með Elvis Prestleý Ann Margaret Endursýnd kl. 5 ^æjarHP Sim) 50184 í hringiðunni (The Rat Race). Amerísk litmynd. Tony Curtis Debby Reynolds í aðaluhverkum. Sýnd kl. 9. Dætur næturinnar j Japöns-k kvikmynd. Sýnd kl. 7. Bönnuð börnum. MRIFNimm t Lokað vegna sumarleytf-a

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.