Tíminn - 30.07.1968, Qupperneq 13

Tíminn - 30.07.1968, Qupperneq 13
ÞRBMIjBAGUR 30. Júlí 1968. ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 Frá leik Fram og Keflavíkur urmarkinu. í gærkvöldi. Fram sækir að Keflavik- (Tímamynd: Róbert). Valsmenn skoruðu úr 2 vítaspyrnum — og náðu jafntefli á Akureyri, 2:2 í spennandi leik. ÁI—Akureyri. — Tvisvar sinn um benti dómarinn, Baldur Þórð- arson, á vitaspyrnupunktinn hjá Akureyringum, í leik þeirra gegn Val á sunnudaginn. Og í bæði skiptin skoruðu Valsmenn og náðu þar mcð jafntefli, eai leiknum lauk 2:3. Þrátt fyrir þessi úrslit, eru Akureyringar enn í efsta sæti 1. deildar, með 10 stig. Auðvitað þótti heimamönfnum súrt í broti að fá tvær vítaspyrn- ur á sig i sama leiknum, en í báð- um tilvikum hafði Baldur Þórð- arson á réttu að standa, þó að mér hafi fundizt fynri vítaspyrnu- dómurinn full strangur. Ævar Jónsson, bakvörður, snerti knött- inn með hendi út við vitateigis- línu. Knötturinn var á ieið frá marki og var Ævar á auðum sjó, engin hætta. Síðari vítaspyrnan var óumflýjanieg, þar sem Gunn- ar Austfjörð, beinlínis forðaðl marki með þvi að fara í veg fyrir knöttinn, þegar skotið var að marki, og snerti hann með hendi. Reynir Jónsson skoraði örugglega úr báðum spymunum, þeirri síðari á 21. mín. síðari hálf- leiks. Akureyringar, sem mættu til leiks án nokkurra sinna beztu manna, en Skúli Ág., Jón Stefáns son og Guðni Jónsson voru allir forfallaðir, skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleik. Fyrra markið skoraði Kári Árnason á 15. mín. FRAM 12. SÆTIEFTIR SIGUR GEGN KEFLAVlK Fram jafnaði úr vafasamri vítaspyrnu og vann 2:1 Alf-Reykjavík. — Fram sigraði Keflavík með 2:1 í slökum leik á Laugardalsvellinum x gærkvöldi. Þar með hefur Fram náð 2. sæti í deildinni á nýjan Ieik, hefur hlot- ið 9 stig. Það gekk á ýmsu í leikn um í gærkvöldi. Keflvíkingar urðu fyrri til að skora, en Fram jafn- aði úr vítaspyrnu 3 mínútum síð- ar, vafasamri vítaspyrnu, svo að ekki sé sterkara að orði kveðið. Knötturinn hrökk í höndina á Karli Hermannssyni, þar sem hann stóð á vítateigslínu. Strangt til tekið mátti Magnús Pétursson dæma vitaspyrnu, en það er einu sinni hlutverk dómarans að vega og meta aðstæður. Þarna hefðu fáir dæmt víti. Hvað um það. Helgi Númason jafnaði fyrir Fram úr vítaspyrn- unni, en í fyrstu hálfvarði Skúli, markvörður Keflavíkur, skot hans. Knötturinn hrökk út til Helga aft ur og nú tókst honum að skora. En hafi Magnús gefið Fram vítaspyrnu í fyrri hálfleik, tók hann aðra af þeim í síðari hálf- leik, þegar Einari Árnasyni var hrint illþyrmilega, þar sem hann var í gýðu færi. Það brot færði Magnús út fyrir vítateig. Keflvíkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik, og skoraði Jón Ólafur eina mark þeirra á 31. mín. Hins vegar voru Framarar mun sterkari í síðari hálfleik og sóttu nær látlaust að Keflavíkurmark- inu. Skall þá hurð oft nærri hæl- um og komst Ágúst Guðmundsson, miðherji Fram, hvað eftir annað I dauðafæri, en brást bogalistin jafn oft. Það var ekki fyrr en á 34. mín. að Fram skoraði sigurmarkið. Enn var Helgi Númason á ferð. Hann skoraði nær viðstöðulaust eftir hornspyrnu frá vinstri. Allra síðustu mínúturnar sóttu Keflvíkingar fast og litlu munaði, að einn af varnarmönnum Fram skoraði sjálfsmark. Þorbergi Atla- syni tókst á síðustu stundu að bægja hættunni frá. Slakur leikur. Það er ekki hægt að gefa aðra einkunn. Keflvíking- ar voru öllu slakari en Fram — og enn jókst fallhætta þeirra. Karl Hermannsson var eini leikmaður þeirra, sem sýndi jákvæð tilþrif. Fram-liðið var heldur ekki sann færandi. Að vísu lagaðist liðið mikið, þegar Ásgeir Elíasson kom inn á sem tengiliður, en hann er mjög leikinn og útsjónarsamur. Baldur Scheving, Helgi Númason og Sigurður Friðriksson sýndu all ir þokkalegan leik Magnús Pétursson dæmi leikinn og gerði það yfirleitt vel, nema hvað telja verður, að honum hafi orðið á í messunni í sambandi við vítaspyrnuna. Akranes í úrslit- um í 2. delldinni — en mátti þakka fyrir að vinna Selfoss 4:3 á sunnudaginn. S. I. sunnudag léku Skagamenn og Selfyssingar síðari leik sinn í 2. deild og fór leikurinn fram á Selfossi. Það er skemmst frá því að segja, að leikurinn var mjög jafn og spennandi og fengu Skaga- menn meiri og harðari mótspyrnu en þeir höfðu átt von á. Lauk leiknum með sigri þeirra, 4:3. Með þessum úrslitum hafa Skaga- menn sigrað í riðlinum og eru komnir í úrslit í 2. deild. í fyrri hálfleik sóttu Skagamenn mun meira og á 20. mínútu skoraði Hreinn Elliðason. 1:0, eftir að hafa fylgt fast eftir skoti frá Matthíasi Hallgrímssyni, sem markvörður Selfyssinga náði ekki að halda Á 30. mínútu sækja Skagamenn upp hægra megin og Matthías gef ur vel fyrir markið Þar var fyrir hinn markheppni Hreinn Elliða- son, sem skoraði óverjandi með skalla, 2:0. Selfyssingar gerðu áhlaup við og við. en án árangurs. Urðu mörkin í fyrri hálfleik ekki fleiri, þrátt fyrir góð tilþrif Skaga manna, en þess má geta, að vörn Selfyssinga þéttist eftir því sem lengra leið á leikinn. Fyrstu mínúturnar í síðari hálf- leik urðu Selfyssingum örlagarík- ar, því að á 2. minútu var dæmd réttilega á þá vítaspyrna, sem Guðjón Guðmundsson skoraði úr 3:0. Virtist ekki blása byrlega fyrir heimaliðið. en nokkrum mínútum síðar skoruðu Selfyssingar þó sitt fyrsta mark. Vörnin ..hreinsaði" frá markinu og baut knötturinn inn fyrir vörn Akraness. Tryggvi Gunnarsson kom aðvífandi og náði að spyrna að marki. Einar Guð- leifsson, markvörður Akraness, hálfvarði skotið, en missti knött- inn fyrir fætur Þorvarðs Júlíusson- ar, sem skoraði 3:1. Skagamenn voru ekki lengi að svara fyrir sig, þvi að á 8. mínútu hófu þeir mikla skyndisókn, sem lauk með því, að Matthías skoraði með föstu lágskoti, 4:1. Og þegar hér var komið, fóru menn að tala um tölur eins og 8:1, sem hafa verið í miklu uppá haldi hjá Skagamönnum í síðustu leikjum, en ekkert slíkt átti eftir að ske, bvert á móti Leikurinn tók aljt aðra stefnu og er vart hægt að segja. að Skagamenn hafi komizt fram fyrir miðju það sem eftir var leiksins. Sóttu Selfyss- ingar nær látlaust og höfðu öll tök á miðjunm Á 20 mín var dæmd vítaspyrna á Akrancs, ,sem Sigurður Eiríksson skoraði örugg- lega úr, 4:2. Færðist nú fjör í leikinn og var alltaf stanzlaus pressa á mark Akraness, t. d. komst Tryggvi einn inn fyrir og skaut í stöng. Og Sverrir Einarsson vár í góðu færi, þegar hann komst framhjá mark- verði og ætlaði síðan að lyfta knettinum yfir varnarmann, en knötturinn fór í slá. Á 32. mínútu skoraði Sverrir 3. mark Selfoss eftir góðan undirbún ing Jakobs og Þorvarðar. Staðan 4:3 og spennan á hápunkti. Var Skagamönnum farið að hitna i hamsi, enda allir komnir í vörn. Á 40. mín. var einum Skagamanni vísað af leikvelli fyrir gróft brot. Hófst nú lokasóknin að marki Akraness og skail hurð oft nærri hælum, en ekki vildi knötturinn í netið. Segja má, að Akranes hafi verið heppið að hljóta bæði stigin. Sel- fyssingar voru óheppnir að hljóta ekki annað stigið eða jafnvel bæði. Liðið sýndi nú sinn bezta leik á sumrinu og var barátta allra liðsmanna aðdáunarverð Akranes-liðið, sem nú er komið í úrslit. lék létta og skemmtilega knattspyrnu. en átti í erfi.ðleikum gegn sterkri vörn Selfoss. Leikrnn dæmdi Ragnar Magnús- son vel. — BG. eftir ævintýralegt úthlaup Sigurð ar Dagssonar. Kári sótti upp hægra megin og var um það bil að hrista tvo varnarleikmenn Vals af sér, þegar Sigurður hljóp úr markinu. Hefði Sigurður staðið kyrr, hefði Kári eflaust aldrei reynt markskot. En þarna reyndl hann skot að marki og með að- stoð vindsins hafmaði knötturinn í netinu. Akureyringar léku und- an sterkum vindd í fyrri hálfleik og er vart hægt að segja, að um gott knattspyrnuveður hafi verið að ræða. En miðað við það, var leikurinn góður, einhver sá bezti, sem sézt hefur hér á Akureyri í sumar. Annað mark sitt skoruðu Akur- eyringar skömmu síðar. Kári lék upp vinstra megin og gaf fyrir á Valstein, sem var með á nótun- um og fylgdi inn, en Valsteinn skoraði örugglega, 2:0. Eins og fyrr segir, var leikur-' inn nobkuð góður. Akureyringar léku furðu vel miðað við, hve margir af föstu leikmönnunum voru forfallaðir. En ungu leik- mennirnir, sem komu inn á fyrir þá, stóðu sig vel. Sérstaka athygli vöktu Eyjólfur Ágústsson — yngri bróðir Skúla — og Aðalsteinn Sigurgeirsson. Annars var Kári Framhald á bls. 14. STAÐAN Akureyri 7 3 4 0 12: 5 10 Fram 7 3 3 1 13:10 9 KR 6 3 2 1 16: 8 8 Valur 7 2 3 2 13:11 7 Vestm. 6 2 0 4 8:16 4 Keflavík 7 0 2 5 3:16 2 Bikarkeppnin Bikarkeppni KSI verður haldið áfram á Melavellinum í kvöld kl. 20 (ath. breyttan tíma) með leik Vikings a og Akraness b. FRI í Reykjavík Undanrás fyrir Reykjavík í Bik arkeppni FRÍ verður á Laugardals veDinum í Reykjiavik 31. júlí og l. ágúst n. k. og skulu þátttökutil kynningar berast til Karls Hólm í síma 38100. Fyrri daginn verður keppt í þessum greinum. Karlar: 200 m. hlaup, 800 m. hl., 3000 m. hl., langstökk, hástökk, kúluvarp spjót kast 4x100 m. boðhlaup. Konur: 100 m. hl., spjótkast, kúiuvarp, há stökk, 4x100 m. boðhiaup. Síðari dagur. Karlar: 110 m. grindahl., 100 m. hl., 400 m. M., 1500 m. hl. 5000 m. hl., stangar- stökk, þrístökk kringlukast, sleggjukast, 1000 m. boðhlaup. Konur: 80 m. grindahl., 200 m. hlaup, langstökk. Kringlukast.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.