Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 11. oktéber 1968. TÍMINN 3 ÁVARP FORSETA ÍSLANDS, DR. KRISTJÁNS ELDJÁRNS VIÐ SETNINGU ALÞINGIS Forsetinn, dr. Kristján Eldjárn, flytur ræSu viS setningu Alþingis. (Tímamynd Gunnar) vorrar næst landnáminu sjálfu var stofnun Alþingis, sem vér höfum fyrir satt að yrði árið 930 á Þingvöllum við Óxará, og cru þá liðin 1038 ár síðan. En frá því Alþingi var endurreist hér í Reykjavík eftir að hafa iegið niðri um skeið, eru 123 ár. Frá þeim tímamótum er þetta 104. samkoma Alþingis, en síðan Alþingi fékk löggjaf arvald 1874 er þetta hið 99. þing í röðinni, en 71. aðalþing. Hálf öld er nú liðin, síðan ís laad varð fullvalda ríki. Árið 1918 ber hátt í sögu þings og þjóðar, og vér minnumst þess sérstaklega á þessu ári. Upprifjun nokkurra áratala við setningu Alþingis er til þess fallin að minna á hina iöngu og merku sögu,_ sem þessi stofnun á að baki. í þjóð félagi voru eru flestar stofnan ir ungar að árum, þar á meðal margar af mikilvægustu og virðulegustu stofnunum lands- ins. Alþingi er hins vegar nokk um veginn jafngamalt þjóð- inni sjálfri. Þótt saga þess sé ekki með öllu í órofnu sam- hengi og gengið hafi á ýmsu um völd þess og virðjingu á ýmsum skeiðum þessa langa tíma, er það eigi að síður sama stofnunin frá uppihafi vega og fram á þennan dag. Hlut- verk þess nú er hið sama og þá, að setja þjóðinni lög, greiða veg hennar í hverjum vanda, sem að höndum ber og finna nýjar leiðir henni til heilla í veraldlegum og menningarleg- um efnum. Til Alþingis lítur þjóðin um úrræði og forustu, og þeirrar ríkisstjórnar, sem á- byrgð ber fyrir því, til þess sækja aðrar stofnanir styrk sinn. Hjá Alþingi vonast þjóð in eftir frumkvæði að góðum málefnum og stuðningi við góð málefni, sem fram koma utan þingsala. Störf og áhrif Alþing is varða líf og hag hvers manns í landinu, þau ráð, sem það ræður, eru samtvinnuð öllu þjóðlífinu. En hagur og viðgangur þjóð ar á hverri líðandi stund er und ir ýmsu kominn. Margt er í því efni, sem mannlegur máttur fær ekki við ráðið. Veður ræð- ur akri, sögðu fornmenn, og það gerir það enn. Auðlindir nýt- ast misjafnt frá einu skeiði til annars og frá ári til árs, og um það getum vér íslendingar úr flokki talað, sem búum við harla misjafnt árferði til lands og sjávar. Liggur í augum uppi, hve mjög heill og gengi þjóð arinnar er háð áhættusömum at vinnumvegum vorum. Þótt nú ári ekki vel, kennir sagan oss, að harðari veðráttu geti verið að vænta en nú er þessi árin, og er rétt að láta sér ekki sjást yfir það. En sagan kenn- ir einnig, að góð og vond ár, erfið og hagsæl tímabil skipt ast á. Góðu árin eiga að bæta hin upp og það er stjórnvizka að stuðla að því, að svo verði. Veður ræður akri, en vit syni kváðu fornmenn og vissu að hvort tveggja gat brugðið til beggja vona. Það vitum vér einnig og reyndar meixa. Vér vitum, að vit sonarins, í víðri merkingu á að bæta úr þeim misbresti sem óhjákvæmilega verður á akrinum öðru hverju. Vér eigum að vísu mikið und ir veðri og vindum en þó á þjóðin, þegar á allt er litið, mest undir sjálfri sér hvernig hún vinnur verk sín, að hver hönd njóti sín að hagnýtu starff og njóti sín sem bezt. Það skipt ir mestu máli. Búið þarf margs við, og störfin eru margvísleg, en öllum er þeim það sameigin- legt að svo farnast búinu bezt, að þau séu vel' unnin. Til þess þarf menntun og kunnáttu í starfi, hvert sem það er, og það siðferði að vilja vinna verk sitt vel og kunna að meta það sem vel er gert. En þótt satt sé að vel unnin verk, hverju nafni sem þau nefnast séu undirstaðan að góðu gengi þjóðarinnar, er því ekki að neita að misjafnlega miki'l ábyrgð fylgir störfum manna. Þeir sem hljóta að taka mikilsverðar ákvarðanir, sem varða hag allrar þjóðarinnar, eru í sérstöðu að þessu leyti, því að árangurinn af góðri við leitni hinna getur farið eftir því, hvernig þeim tekst til. Al- þingismenn eru öðrum fremur í slíkri ábyrgðarstöðu. Þjóðin hefur kjörið yður, góðir alþing ismenn, sem fulltrúa sína og trúnaðarmenn til vandasamra starfa í eþitu og virðulegustu stofnun sinni. Þar vinnið þér yðar verk. Stundum er á orði haft, að Alþingi njóti ekki þess álits í vitund almennings, sem það ætti að gera og eitt sinn var. Úr því held ég að sé of mikið gert. Hitt er heldur, að menn hafa ef til vill ekki til hlítar áttað sig á, að Alþingi vinnur nú öðru vísi en áður, meðan viðfangsefni voru færri og fábreyttari en nú. Alþingi styðst nú í ríkara mæli en áð ur var við sérfræðilega þekk- ingu utanþingsmanna, og störf þingmanna gerast fullt eins mik ið á umræðufundum og í nefnd um eins og í málstofum þings ins. Þótt þannig beri minna á einstökum alþingismönnum en áður var, hygg ég að fólk viti, að þeir skilja veg sinn og vanda, pg líti í trausti til þeirra um forustu mála sinna. Ég veit, að alþingismenn þurfa engrar brýningar við eða áminningar. um þær skyldur, sem á þá eru lagðar. En það getur aldrei verið ófyrirsynju að minna á, hve mikið þjóðin á undir þ^í, að Alþingi og ríkis stjórn farnist giftusamlega störf sín. Og allra sizt er það ófyrir synju nú við setningu þessa þings, sem á fyrir höndum að glíma við alvarlegri vandamál en við hefur verið að etja lengi. Um þau vandamál hafa ráða- menn þjóðarinnar rætt opin- skátt mánuðum saman. Engum dylst, að þjóðin á í miklum efnahagsörðugleikum og þarf mikils með til að verjast stór- áföllum. Og það dylst heldur engum, að þetta þing verður að takast á við vandann. Þá bjart- sýni verður að leyfa sér, að vona að því auðnist að finna þær leiðir, sem færastar eru, eftir öllum málavöxtum. Sú er von þjóðarinnar og sú er ósk mín þessu þingi til handa. Eins og yður er kunnugt, er ég fyrir skömmu kominn til þess embættis, sem færir mér þá skyldu og virðingu að hönd um að setja^Alþingi íslendinga. Margir yðár, sem ég nú stend frammi fyrir, eigið að baki yðar langan feril í þessari stofn un. En þó að ég sé nýliði hér, er mér það ánægjuefni að hafa um langt skeið verið persónu- legur kunningi margra alþingis- manna, þar á meðal margra yð ar, sem nú eigið sæti á Alþingi. Og vegna þess embættis, sem ég gegndi áður, hef ég átt góð samskipti við marga yðar, al- þingismenn úr öllum stjórn- málaflokkum. Það embætti, sem þjóðin hefur nú kjörið mig til, felur í sér nýtt og annars konar samstarf við yður Til þess samstarfs hygg ég gott eitt. Ég býð yður alla heila til þings komna. Ég óska þess, að heill og blessun megi fylgja störfum Alþingis, Ég bið yður að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar. SURPRISE VERR EN AÐUR KJ-Reykjavik, fimmtudag. Á dögunum, þegar fyrsta vera- lega tilraunin til að ná togaran- um Surprise af strandstað, var gerð tókst að þoka honum um þrjátíu metra, og hefur hann set- ið þar síðan. Talið er, að togarinn sé nú vérr settur en áður, þar sem skrúfan er nú í kafi í sandi, og aðstæður til björgunar verri. Skipinu tókst að þoka þessa þrjátíu metra, fyrir eigin vélarafli, og það, sem gerði, að ekki tókst að þoka því lengra, var vélarbilun, en rafall í vélar- rúmi mun hafa brunnið yfir. Skurðgráfa var fengin til að grafa frá skrúfunni, en hún er nú far- in af staðnum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hafa björgunarmennirnir þó ekki gef- izt upp, og eru þeir enn á strand staðnum. Ef vélarbilunin hefði ekki orðið á dögunum, er vel lík- legt að togarinn he#fði náðst út. Vér morðingjar 50. sýning. N. k. laugardag þann 12. þ. m. vcrður leikrit Guðmundar Kambans Vér morðingjar sýnt í 50 sinn hjá Þjóðleikhúsinil, af þeim sýningarfjöld<a er leik urinn sýndur 35 sinnum úti á landi og 15 sinnum á sviði Þjóð leikhússins. Leikurinn var frumsýndur þann 20. apríl s. 1. á 18 ára afmæli Þjó'ðleikhúss ins. Sýningin^ hlaut mjög góða dóma allra gagnrýnenda dag dagbiaðanna. Myndin er af Gunnari Ey jólfssyni og Kristbjörgu Kjeld í aðalhlutverkunum. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.