Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN FÖSTUDAGUR 11. október 1968. Leeds aftur á toppinum Leeds United hefur nú tekið forustuna í 1. deildarkeppninni ensku, því á miðvikudaginn vann liðið enn einn góðan sigur á úti- velli sigraði Sunderland 1:0 og skoraði miðherjinn Mike Jones eftir varnarmistök hjá Sunder- land. Annars var aðalleikurinn á mið vikudaginn á leikvelli Tottenham i Lundúnum, Wihite Hart Lame, en Evrópumeistarar Manch. Utd. komu í heimsókn. Meðal hinna 58 þúisund áhorfenda voru leik- menn Estudiantes frá Argentínu, en þeir komu til Englands sama dag, og leika síðari leikinn gegn Manch. Utd. í heimsimeistara- keppni félagsliða n.k. miðvikudag Leikurinn var afmælisleikur fram kvæmdastjóra Tottenham, Bill Nichiolson, en þennan dag voru 10 ár frá því hann tók við liðinu, ög hefur síðan fagnað mörgum, stórum sigrum með því. Og framan af leit út fyrir, að T-otteniham myndi sigra auðveld- lega Cliff Jones — sem sennilega lék þarna sinn síðasta leik með Tottenham — skoraði fljótlega og Gilzean bætti síðan við öðru marki Én leikmenn Manchester létu það ekki á sig fá, Crerand skoraði fyr ir hlé, og strax í byrjun síðari hálfleiks jafnaði Law. Fleiri urðu mörkin ekki í að mörgu leyti frá- bærum leik. Radford skoraði snemma fyrir Arsenal í ieiknum gegn ensku meiisturunum, Manoh. City, og reyndi Arsenal síðan að halda því forskoti. Það tókst ekki, .því Bell jafnaði fyrir City í síðari hálfleik. Coventry, sem sigraði WBA í báð um leikjunum í fyrra, hlaut nú slæman skell í West Bromwich (útborg Birmingham), Bftir jafn an fyrri hálfleik skoraði WBA fimm mörk í þeim síðari og vann 8-1. í 2. deild var merkilegast, að Hull City sigraði Derby County 1:0, og er komið í þriðja sæ-ti i deildinni. Hull byrjaði mjög illa — tapaði tveimur fyrstu leikjun Framhald a bls. 15. Einn af bandarisku körfuknatt. Iciksmönnunum, sem leikur með Gillettc-liðinu í Lauganctalshöllinni f kvöld gegn úrvalsliði KKÍ. Körfuknattleikur í kvöld: Fyrsti stórleikurinn á keppnistímabilinu Alf-Reykjavík. — í kvöld fer fram fyrsti stórleikurinn í körfu knattleik á hinu nýbyrjaða keppn 'istímabili körfuknattleiks- manna. Þá leikur tilraunalandslið ið á móti, bandaríska úrvalslið- inu frá Gillette-verksmiðjunum. KKÍ hafa ekki enn bortz upp- lýsingar um einstaka leikmenn bandaríska liðsins en þeir eru: Rod Mcdonald Dave Wagnon, Joe Franklín, A1 Skakely, Glen- don Toreen, George Hicker, Bobby Lewis, Joe Portier. Bill Langheld og Ken Morehead. Allir hafa þeir leikið með vel þekktum háskólaliðum og er ekki að efa að þetta er sterkt lið enda eru hálfatvinnumannalið sem þetta stökkpallur fyrir körfuknatt leiksmenn er hafa í huga að ger- ast atvinnumenn í íþróttinni. Þjálfari bandaríska liðsins, Jim Mcgregor, er ekki heldur neinn aukvisi og vel þekktur bæði Evrópu og Bandaríkjunum. Hef ur hann m.a. þjálfað nokkur landslið í Evrópu á undanförnum árum. Fyrir tveimur árum var hann þjálfari liðs Gulf olíufélags ins og fór með það í keppnis- ferð til Evrópu. Nokkrir leik- manna þess liðs eru nú atvinnu- Framhald á bls. 15 Allir þurfa marga af þessum Þejr eru svo góðir og ódýrir. Þægilegir til notkunar, á heimilum, í skólum og við ýmis störf. BIC fine liggur rétt og þægilega í hendi og gefur jafna og hreina skrift. Þér þurfið að eignast marga BIC. IR hefur tekið forystuna Alf-Reykjavík. — Með sigri sínum yfir KR, 13:10, hafa ÍR- ingar tekið forystuna í meistara- flokki karla í Rvíkurmótinu í handknattleik. ÍR-liðið leikur mjög skemmtilegan handknattleik, enda eru margir góðir einstaklingar í liðinu. Þeirra beztir eru Vilhjálm- ur Sigurgeirsson, Ásgeir Elíasson og Brynjólfur Markússon. En það er einhver dejrfð yfir KR-liðinu. Það er eins og vanti baráttuneistann. Vissulega er það tnikil blóðtaka fyrir liðið að missa Gísla Blöndal, en það er engin ástæða til að leggja árar í bát vegna þess. í hálfleik hafði ÍR yfir 7:4, en lokatölur urðu 13:10, sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. Mörk ÍR skoimðu: Vilhjálmur 5, Brynj- ólfur 4, Ásgeir 2, Þórarina T. og Þórainn Kl. 1 hvor. Mörk KR: Karl Jóh. 4, Hilmar og Sigurður Ó. 2 hvor, Sigmar og Steinar 1 hvor. Staðan í meistaraflokk karla í Reykjavikurmiótinu í handtonatt- leik: 1 3 0 0 43:34 6 2 0 0 30:22 4 1 0 1 0 1 0 1 0 IR Fram Valur Þróttur Víkingur KR Ármann Góður leikur Víkings Víkings-liðið sýndi á miðvikudag inn hvað virkilega býr í því. Þá sigraði það Val með fjögurra marka mun, 12:8, og sýndi mjög góðan leik, Að vísu var Valíi-Iiðið frekar dauft, en enginn er betri en mótherjinn leyfir. Það voru einkum risarnir, Jón H. og Einar M., sem sköpuðu usla. Jón skoraði 6 mörk og Ein- ar 3. Flest markanna voru gull- falleg. En hvenær ætla þeir fé- lagar að sýna slík tilþrif leik eft ir leik? Víkings-liðið stendur og fellur með þeim, það er vitað mál, og þegar Víkingur á lélegan leik, stafar það af því, að annar hvor þessara leikmanna, eða báð- ir eiga slæman dag. Annars brá fyrir skemmtilegu línuspili hjá Fram í vandræðum Fram átti í miklum erfiðleikum með Ármann í fyrri hálfleik. Á fyrstu 16 mínútunum komst Fram ekki á blað, en Ármann skoraði 3:0. í síðari hálfleik náði Fram sér á strik og skoraði þá hvert markið á fætur öðru og sigraði 15:8. Mörk Fram: Gunnlaugur 6, Gylfi J. 3, Sigurbergur og Sig. E. 2 hvor. Björgvin, Ingólfur og Gylfi Hj. 1 hver. Mörk Ármanns: Björn og Ragnar 3 hvor, Hreinn og Ástþór 1 hvor. Víkingum og ættu þeir að beita því meira. Knattspyrnuhetjur Vals, sem einnig stunda handknattleik, Her mann Gunnarsson & Co. voru ekki kornnir úr Portúgalsreisunni, þegar þessi leitour fór fram. Bergur Guðnason var sá eini, sem sýndi tilþrif. Hann skoraði 6 mörk og Jón K. og Ágúst 1 hvor. Fyrir Víking skoruðu auk Jóns og Einars, þeir Ólafur Fr., Þórar inn og Jón Ól. 1 mark hver. Forsala hefst á morgun Danmerkurmeistararnir i handknattleik, HG, eru væntanlegir til landsins á mánudaginn, en í næstu viku leika þeir fjóra leiki liér, þann fyrsta á þriðju- dáginn. H Forsala aðgöngu- miða hefist á morgun, laug ardag, í bókaverzlun Lárus- ar Blöndal. Verð aðgörigu- miða er kr. 100 og kr. 50 fyrir börn. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.