Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 8
3 TIMINN FOSTUDAGUR 11. október 1968. Karlsson ÁRÓDURSSTOFN KOLLUÐ // HAGRAÐ // Þegar „Hagráð“ var sett ó laggirnar var stofnun þess al- mennt fagnað. Mönnum hafði fundizt með réttu að ráðherrar væru að slitna um of úr líf- rænum tengslum við atvinnu- lífið og vinnnustéttirnar og öf mikið vald væri því að færast í hendur sérfræðinga og emb- ættismanna, sem sannarlega hefðu reynzt misvitrir. f Hag- ráði áttu liins vegar fulltrúar atvinnugreina og stétta að ræða saman við rólega yfirveguu á- stand og horfur, skiptast á skoð uuum og ltoma þannig sjónar- miðum sínum á framfæri við æðstu stjórnvöld landsins, því formaður ráðsins skýldi vera sjálfur viðskipta- og bankamála ráðherrann, og varaformaður- inn fjármálaráðherrann. Töldu menn að Hagráð gæti því orð ið spor í þá átt að meira yrði hlustað á þá, sem hagnýta reynslu hefðu hlotið í atvinnu rekstrinum og þekktu þar vel til vandamála og hvernig þau yrðu helzt leyst. Þá átti ráðið að fá sérfræðiaðstoð Efnahags- stofnunarinnar til að afla . þeirra upplýsinga, sem það ósk aði. Ráðið skyldi fyrst og fremst vera vettvangur þai’ sem full- trúar atvinnuveganna og stétt anna í landinu gætu komið sjón armiðum sínum á framfæri við æðstu stjórnvöld landsins og jafnframt skipzt á skoðunum innbyrðis og þannig leitað að samstöðu og samvinnu um lausn lielztu vandamála í atvinnulífi og á vinnumarkaði. Þessu Hag- ráði var því fagnað við fæð- ingu. Nú er komin tveggja og hálfs árs reynsla af starfi Hagráðs. Sú reynsla er því miður ömur- leg. Hún er algerlega neikvæð. Hefur haft þveröfug áhrif, þ. e. fremur hraðað þeirri óheilla þróun, að sérfræðingar og emb- ættismenn taki hinar raunveru- legu ákvarðanir, en ekki hinir þjóðkjörnu fulltrúar í samráði við fulltrúa atvinnulífs og stétta. Skýrslur um fortíðina Fundum Ilagráðs hefur verið þannig háttað, að þar hafa nær eingöngu verið til umræðu skýrslur Efnahagsstofnunarinn ar um efnahagsþróun fortíðar arinnar, en minna rætt um það, hvað sé framundan og livað gera beri til að bæta hag þjóðarinn- ar sem hraðast og mest á kom- andi tímum. Þessar skýrslur hafa verið hrein áróðursplögg til stuðnings því að stefna rík- isstjórnarinnar í öllum greinum væri hin eina rétta og að hag- fræðivísindin teldu fullsannað að önnur stefna kæmi ekki til greina fyrir íslendinga. Megin hluti skýrslanna hefur verið útskýringar og afsakanir á því, af hverju ýmislegt hefur farið öðru vísi á undanförnum árum, en talið var að hin ágæta efna- hagsstefna myndi leiða af sér. Þar til viðbótar hafa verið nokkrar framtíðarspár í véfrétt- arstíl, sem hafa verið í fullu samræmi við þann áróður, sem ríkisstjórnin og málgögn henn- ar hafa talið sér henta á hverj- um tíma, sbr. hina svokölluðu „verðstöðvunarstefnu" og allar blekkingarnar og falsanirnar misserið áður en kosið var til Alþingis vorið 1967. Allar þess ar spár og útreikningar um fram tíðina hafa reynzt að mestu marklaust þvaður og staðlaus- ir stafir. Þegar síðasta skýrsla Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs var til umræðu í vor, skrifaði aðalmálgagn ríkisstjórn arinnar, Mbl., af miklum fjálg leik um hagnýti Hagráðs og þeirra skýrslna, sem Efnahags- stofnunin legði fyrir ráðið. Orðaði blaðið þetta eitthvað á þá leið, að það væri með öllu fyrir ofan skilning þess, hvern- ig ríkisstjórnir fyrr á árum hefðu farið að við stjórn efna- hagsmála, án þess að hafa í höndum, sem traustan og full- komin vegvísi að fara eftir við stjórn efnahagsmálanna, sem skýrslurnar til Hagráðs væru. Ég hef setið nokkra fundi Ilagráðs sem varamaður Helga Bergs, fitara Framsóknarflolcks ins, og er ég las þessi orð aðal- málgagns ríkisstjórnarinnar með síðustu skýrslu og hinar fyrri og reynslu mína af fundum Ilag ráðs í huga, fannst mér skörin vera að færast upp í bekkinn og tólfunum kastað. Ég ákvað þó að sitja á mér, því að ég vissi að tilefni myndi gefast síð- ar til að segja örfá orð um Hagráð og skýrslUr Efnahags- stofnunarinnar. Nú finnst mér þetta tilefni fyrir hendi og því mun ég draga hér örfáa drætti í þcirri mynd af Hagráði og skýrslugerð Efnahagsstofnunar- innar, eins og hún blasir við mér. Til skammar Ég verð að segja það hrein- skilnislega, að mér hefur blöskr að, hve lengi menn hafa þag- að um það hneyksli sem skýrsln gerðin til Hagráðs og umræður þar hafa verið, en þar hefur „há yfirspekingur“ ríkisstjórnarinn- ar haft sig mest í frammi, en iítið hlustað á fulltrúa atvinnu- Ufs og stétta.Tilefnið nú er það að enn einu sinni virðist eiga að leika sama skollaleikinn. Við ræður eiga að hafa staðið með fulltrúum stjórnmálaflokkanna um lausn þess efnahagsvanda, sem nú er við að glíma, í nær 5 vikur. Viðræðurnar eru þó raunverulega alls ekki hafnar. Það kom í ljós, að ráðherram ir töldu sig ekkert vita ákveð ið um efnahagsástandið, ekk- ert, sem byggjandi væri á, fundu aðeins að þeir voru komnir með allt niður um sig og lýstu yfir að þeir gætu ekki girt sig hjálparlaust og væntu liðsinnis stjórnarandstöðunnar. Á að leika sama Eeikinn áfram? Ráðherrarnir ætla sér held- ur ekki eða viðræðunefnd stjórnmálaflokkanna að brjóta málin til mergjar og kynnast þeim af eigin raun með því að takast á við vandamálin. Nei. Það eiga sérfræðingarnir áð gera. Það hvarflar ekki að þeim nú að kalla saman Hagráð og hlusta á skoðanir atvinnulífs og stétta, sem hafa á reiðum hönd um ýmsar mikilvægar upplýs- ingar, tillögur og hugmyndir sem ráðherrum væri áreiðan- iega hollt að hlusta á og kynna sér. Nei það er beðið eftir nýrri „skýrslu“. Hagráð er nefnilega aldrei kallað saman, nema þegar áróðursskýrslan er tilbúin. Og nú á kannski há- yfirhagspekingurinn erfiða daga, því að ríkisstjórnin er ekki búin að móta „Iínuna“ enn þá. Hinir heiðvirðu „vísindamenn". En hvað um það, hafið þolin mæði, herrar mínir hún vinnur þrautir allar. Því það skulu menn vita, að þegar stóra skýrslan loksins kemur, þá verð ur hún hinn eini, óræki sann- leikur um efnahagsástandið og orsakir erfiðleikanna. Og til- lögurnar munu verða hina einu sönnu vísindalegu niðurstöður byggðar á hlutlægum og traust um grunni vísindanna, unnar af mönnum, sem hlotið hafa frama hjá framandi þjóðum, grand- vörum og heiðarlegum vísinda mönnum, sem ekki mega til þess vita að blettur falli á hinn skæra vísindaskjöld þeirra! At- hugasemdir stjórnmálamanna í stjórnarandstöðu hljóta að verða markleysa ein og hjóm við hlið slíkrar skýrslu, sem verður að einskonar helglriti eftir að stjórnarmálgögnin hafa slegið henni vel upp í nokkra daga. „Stöðvunarstefnan". Þar sem nú er beðið eftir næsta helgiriti háyfirspekings- ins, er ekki úr vegi og gæti orðið einhverjum til nokkurs lærdóms að glugga svolítið í „gamla testamenti spámanns- ins“. Óþarfi er að fara langt aft ur í tímann í þessari stuttu blaðagrein. Örfáir meginþættir frá síðasta ári og þessu ættu að duga. Vorið 1967 nokkru áð ur en kosið var lýsti háyfir- spekingurinn því yfir, að allt væri í stakasta lagi, stefnan hin eina rétta og unnt að halda á- fram „stöðvunarstefnunni“ næstu ár. Allir, sem nokkurt skyn bera á þessi mál vissu þá, hvflík blekking og fölsun það var. Það kom líka í ljós áþreif anlega áður en langt um leið, en þá var líka búið að kjósa og það var mergurinn málsins. Nú veit hvert mannsbarn hvers eðl is stöðvunarstefnan var. Hin vísindalega „stöðvunarstefna“ var kynnt í Hagráði með viðeig andi hætti. Skýrslan sem ekki mátti birta Þegar þing kom saman í fyrrahaust og greinilegt var orðið öllum sjáandi mönnum að atvinnuvegirnir voru að komast í þrot, taldi ríkisstjórnin er hún lagði tillögur í efnahagsmálum fyrir þingið um að hætta „stöðv unarstefnu“-niðurgreiðslunum, að alls væri óvíst, hvort nauð- synlegt væri að gera eitthvað fyrir atvinnuvegina en sennilegt að þeim myndi duga vel í bráð sams konar stuðningur og þeir höfðu haft árið 1967. Sam- kvæmt þeirri línu samdi há- yfirhagspekingurinn „Skýrslu til hagráðs um ástand og horf- ur i efnahagsmálum 1967“. Skýrsla þessi er dagsett 30. október 1967 og var tekin til umræðu í Hagráði í nóvember. Umræðum um þessa skýrslu varð hins vegar aldrei lokiff. „Vinargreiði" Wilsons. Við fyrstu umræður um þessa skýrslu, sem hélt því fram að líklega þyrfti ekkert að gera fyrir atvinnuvegina, skv. ritúali ríkisstjórnarinnar, en með undirskrift og formála og skýringum hins æruverðuga og heiðvirða embættismanns, yfir manns óháðrar og hlutlægrar stofnunar, var m. a. spurt um það af einum fulltrúa í ráðinu, hvaða áhrif t. d. 25% gengis- lækkun myndi hafa á þjóðar- búið og atvinnUvegina. Því svaraði formaður ráðsins á þann veg (ég hripaði það nið- ur) að gengislækkun myndi ekki leysa þau vandamál, sem nú væri sérstaklega við að glíma. Og tónninn var sá, að sú leið væri ófær. Þetta var á föstudegi. Og næsta mánudag Tómas Karlsson skyldi komið saman að nýju til framhaldsviðræðna. Af þeim varð ekki. Daginn áður, sunnu- dag, höfðu gerzt tíðindi, sem breiddu bros yfir ásjónur ráð- herra á íslandi og gerði þá létta í spori. Wilson feUdi gengi sterlingspundsins gagn- vart dollara um 14,3%. Skýrsl unni, sem hugmyndin var að nota vel í málgögnum ríkis- stjómarinnar að venju, var þegar stungið undir stól og harðbannað að birta hana og höfðað til trúnaðar fuUtrúa í Hagráði! „Fullkomnasta geng- islækkun" á íslandi Þegar er fréttir bárust af gengisfalli pundsins lýsti for- maður Hagráðs því yfir opin- berlega að íslenzka krónan yrði felld. En það tók sinn tíma. Reiknimeistaramir undir yfir stjórn háyfirhagspekingsins tóku sér heila viku til að finna hina hárnákvæmu prósent tölu, sem tryggði það að aUir gætu unað glaðir við sitt. Eftir viku var erlendur gjaldeyrir hækkaður í íslenzkum bönkum um 33.5% miðað við gengi doUars. Þessi gengisfeUinging var, eins og margoft hefur ver ið sannað, margföld á við það, sem gengisfall pundsins gaf beint tilefni til til áhrifa á ís- lenzkan þjóðarbúskap. Háyfir- hagspekingurinn lét hafa það eftir sér í lok „gengisvikunnar“ að þessi „gengisfelling væri hin fullkomnasta sem gerð hefði verið á íslandi“ — og var þá mikið sagt, því talsverða æfingu erum við nú búnir að fá í þeirri iðju. Og menn á íslandi virðast hafa alveg ótrúlega hæfUeika til að trúa og treysta þessum manni og í rauninni var það ekki nema von, að menn þætt- ust þess vissir, að eftir jafn stórfellda lækkun krónunnar myndi verða tryggður áfram- haldandi og snurðulaus rekstur útflutningsatvinnuveganna! Svo var mönnum lofað 250 miUjón- um í tollalækkunum tU OfS draga úr verstu afleiðingunum af gengislækkuninni á kjör laun þega. Ekki hlustað á athugasemdir Þegar skýrslan, sem engin má tala um lengur (dagsett 30. okt. Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.