Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 11. október 1968. TIMINN í SPEGLITIMANS Eins og kunnugt er af heims fréttuni «• hinn frægi leikari Peter Selilrs nýlega skilinn við sína sænskættuöu eiginkonu, leikkonuna Britt Eklund. Pétur virðist hafa tekið skilnaðinn mjög nærri sér, því hann ein- angrar sig frá öðru fólki, um- gengst engan nema sína nán- ustu vini og svo dóttur sína sem hann skilur varla við sig. Þau feðginin dveljaist nú um borð í snekkju Péturs, sem ligg ur við festar undan ströndum Mónakkó. Britt skildi við mann sinn meðal annars af þeim ástæðum að hún kærði sig ekki lengur um að vera gift trúð. Trúðsnafnið virðist samt illa hæfa Pétri núna, hann röltir aðeins um með grafarsvip, hef ur meira að segja skýrt snekkju sína upp, hún nefnist núna „Victoria“ í höfuðið á einkadótturinni, en áður nefnd ist hún einfaldlega „Bo Bo“. Nú mun loksins vera séð fyrir endann á áframhaldandi framleiðslu hinna sí vinsælu ,Angeliqe“ kvikmyndum, en nú mun svo komið að framleið endur og leikarar eru orðnir hundleiðir á blessaðri stúlk- unni. Reyndar mun alltaf hafa staðið til að halda framleiðsl- unni áfram talsvert lengur en nú er ákveðið, að aðstandendur myndarinnar telja sér það ekki fært lengur. Svo skyndileg enda lok geta náttúrulega ekki þýtt nema eitt: Angeliqe og hinn marghrjáði eiginmaðurinn henn ar Joffrey ná saman að lokum en eins og íslenzkum aðdáend um þeirra hjóna er kunnugt hefur þeim ekki hingað til tek izt að búa saman í friði fyrir ýmsum vondum mönnum. Þessi síðasta Angeliqe kvikmynd á svo að bera nafnið „Angeliqe og soldáninn“. Þau hjónakornin Ríkarður Burton og Elísabet Taylor hafa af sumum verið nefnd stór- stjörnur. Samfcvæmt því er Elísabet stór-stjörnueigitnkona og Ríkharður stór-stjörnueigin maður. Og þegar stór-stjörnu eiginmaður ætlar að vera góð ur við sína stór-stjörnueigin- konu og gleðja hana með ein- hverri smá gjöf, en slíkt gerist svona einu sinni í mánuði, þá getur hann naumast verið þekkt ur fyrir að gefa henni neitt sem kostar minna en 300.000 dollará, eins og demantshring urinn sem hann gaf henni í síðasta mánuði, eða listisnekkj an þar áður, eða þá þotan sem hann gaf henni í vor. En hvað getur Elísahet þá gert fyrir mann sinn í staðinn? Jú hún veit sem er að Ríkharður þolir ekki að ganga í öhreinum nær fötum, hann verður að geta skipt um nærföt að minnsta kosti þrisvar á dag, svo Elísa- bet reynir að vera góð eigin kona, og þvær nærföt manns síns hvenær sem tóm gefst frá kvifcmyndaleik og ferðalögum. Hún gætir þess að hafa ávallt litla þvottaskál ásamt sápu í veskinu sínu, og síðan hamast hún við að skrúbba á kvöldin þegar hún er komin upp á hótelherbergi. Nærfötin þurrk ar hún síðan á hitarörunum sem hún segir að séu í loftinu á flestum baðherbergjum vest an hafs. Bf maður er handlaginn og hugmyndaríkur, eru varla tak mörfc fyrir því sem hægt er að gera. Það sannaði nýlega bandarískur verkfræðingur, sem tók sig til á dögunum og smíðaði sér hraðlbát úr göml um geimi undan flugvélabenz íni. í þennan bát sinn lét verk fræðingurinn síðan fimmtíu hestafla mótor, en það vélar afl er svo yfirdrifið fyrir „benzíntankinn“ að fáir hafa við honum. Þegar svo verk- fræðingurinn fór sína fyrstu reisu á bátnum olli hann upp- þoti hjá bandarísku strand- gæzlunni, því gæzlumenn könn u'ðúst alis ekki við þennan sér kennilega hlut sem þaut með ógnar hraða aðeins ofan við vatnsyfirboffðið. Strandgœzl- unni þótti því tryggara a'ð senda varðbát til að athuga málið, og komst að hinu sanoa. Þáð fór iUa fyrir honum Jens karlinum Mauritz um daginn. Hann ætlaði eins og venjulega eftir vinnutíma að fara og spila það göfuga spil keiluepil með nokkrum kunn ingjum sínum. En kona hans sem var orðin frem.ur þreytt á þessu endalausa keiluspili manns síns, hafði eimitt ásett sér áð binda endi á þessa spila fíkn hans. Þegar Jens hafði gleypt í sig kvöldmatinn í flýti eins og hann var vanur, hljóp hann fram í forstofuna og kallaði upp til konu sinnar, og bað hana að kast til sín spila kúlunni sinni, en hán-n spilaði mjög oft með þessari sömu kúlu, taldi að hún yki á heppni sína. Fiúin var viðbúin þess ari bón manns síns og kastaði kúlunni — af afli beint ofan á hviril Mauritz gamla og hann féll við höggið og hefur ekki stáðið upp síðan. Það var ekki nema tveggja mánaða gamalt, hrossið hér á myndinni, þegar það varð fyrir því óláni að brjóta á sér annan framfótinn. Eigandinn sem 'vildi ekki eiga nerna heil- brigða hesta, alveg sama þó hinn Óheppni foli væri af frægu kyni, seldi slátraranum þegar í stað hrossið. Slátrarinn hefur sennilega verið eitthvað frá- brugðinn því sem almennt ger ist með slátrara, því hann drap ekki folann heldur lét smíða á hann tréfót, og nú sprangar folinn, sem reyndar heitir „Audaee“ um græna akra slátr ans, rígmontinn yfir þvi að vera eini hesturinn í heiminum með tréfót. Þessi unga og bráðfallega franska kvifcmiyndaleikkona, heitir Mireille Darc. Hún hef ur bitið það í sitt fallega höfuð að sigra í samkeppni við Birgittu Bardot urn vinsældir, en Mireille álítur að Birgitta hafi se-ti'ð helzt til lengi í há- sæti sínu. Mireille álítur sig hafa flest til að bera sem nægi til a'ð bola Birgittu gömlu frá, en hún hefur að minnsta kosti útlit og línur til þess, röd'd og hæfileika ásamt næg um viljia. í sjónvarpsviðtali sagði hún nýleg-a, að alveg eins og Marilyn Monroe, svæfi hún alltaf í „Ohanel nr. 5“ og að naumast gæti hún hugsað sér að ganga til hvílu, nema með karlmann í fanginu á sér. Þeg ar stúlkan lét sér þessi orð um munn fara, var útsendingunni hætt, en of seint, því yfirlýsing in heyrðist nú samt. A VlÐAVANGI „Líkurnar fyrir mynd- un þjóðstjérnar hafa minnkað7' Styrmir Gunnarsson, þing- fréttamaður Morgunblaðsins rit ar í blað sitt í gær pistil er hann nefnir „Bréf um Al- þingi“. f bréfi þessu ræðir hann nokkuð um þær vanga veltur, sem ‘hafa verið um það síðustu vikur, hvort við ræður stjórnmálaflokkanna um efnahagsástandið myndu leiða til myndunar stjómar allra flokka, þjóðstjórnar. Em þetta segir Styrmir m. a.: „Miklar vagnaveltur hafa verið um það síðustu vikurnar að viðræður stjórnmálaflokk- anna myndu leiða til myndunar þjóðstjórnar spm tæki áð sér að koma í framkvæmd nauð synlegum ráðstöfunum og síð an myndi efnt til kosninga að ári liðnu. Mér virðast líkurn ar fyrir myndun þjóðstjórnar hafa minnkað að undanförnu. Um túna í fyrra mánuði virt ist töluverð hi-evfing vera fyr ir þjóðstjórn, aðallega úti á landi og fullvíst er, að þing menn landsbyggðarinnar hafa orðið varir við sterkar óskir um þjóðstjórn vegna ótta fólks við atvinnuástandið í vetur. f Rcykjavík hefur á hinn bóginu verið sterk andstaða gegn þjóð stjórn. Ástæða er til að ætla, að áhrifamikil öfl í stjómar- andstöðuflokkunum hafi um skeið haft vemlegan áliuga á þjóðstjórn og þá virtist dæmið standa þannig, að það ylti nokk uð á undanvillingunum í Al- þýðubandalaginu, hvort af henni yrði eða ekki. Nú hefur heldur dregið úr áhuga stjórn arandstöðunnar á þjóðstjórn og byggist það á því, að henni þykir fullmikil samheldni vera milli Sjálfstæðisflolcksins og Alþýðuflokksins í ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið hafa nefnilega gert sér vonir um, að þeim munj. takast að komast «pp á milli stjómarflokkanna í þjóð- stjórn og brjóta þannig niður valdakerfi þessara tveggja flokka, sem brátt verður nær 10 ára gamalt. Nú eru stjórn arandstöðuflokkarnir hins veg ar orðnir vondaufir um, að þetta muni takast en óttast að gangi þeir inn í þjóðstjórn muni Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur sparka þeim út, þegar þeim hentar. f þessum efnum geta nýjar sveiflur orð- ið á næstu vikum, en óhætt er að fullyrða, að nú, þegar Al- þingi kemur saman til fundar, séu litlar líkur á að þjóðstjórn verði mynduð.“ Skólamálin og Gylfi Alþýðumaðurinn á Akureyri málgagn Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, segir svo í forustugrein sinni nm ekólamálin eftir 12 ára feril Gylfa Þ. Gíslasonar sem menntamálaráðherra „Sá skólahúsnæðisskortur, sem við eigum nú við að glíma hér í kjördæminu, færir okkur heim sanninn nm, að aldrei má láta löng aðgerðar- leysistímabil ganga yfir í skóla byggingarmálum, svo sem því miður ríkti hér á árum áður sums staðar, og nú kemur okk ur grimmilega í koll, en við þurfum að vera samhent um úr að bæta.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.