Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 6
r / .6 okur nýkomnar i Opel — Skoda Benz — Taunus — Fiat — Renault o. fl. bifreiSar. SMYR'ILL Ármúla 7- Sími 12260. KLÆÐASKÁPAR 1 barna og einstaklingsherbergi ELDHÚSINNRÉTTINGAR og heimilistæki í miklu úrvali Einnig: Svefnherbergissett Einsmanns rúm Vegghúsgögn (pirasistem) Sófaborð Skrifborð o. fl. o. fl. HÚS OG SKIP HF Ármúla 5, simar 84415 og 84416 Augðýsiug Póst- og símamálastjórnin óskar eftir tilboðum í byggingu undirstöðu fyrir 30 metra mastur við stuttbylgjustöðina á Vathsendahæð. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu radíótæknideildar, 4. hæð Landsímahúsinu, gegn 500,oo kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu radíótæknideildar fyrir föstudag 18. október kl. 10, en þá verða þau opnuð. Póst- og símamálastjórnin. TAKIÐ EFTIR - TAKIÐ EFTIR Hausta tekur i efnahagslífi þjóðarinnar. Þess vegna skaJ engu fleygt, en allt nýtt. Talið við okkur, við kaupum alls konar eldri gerðir hús- gagna og húsmuna. þótt þau þurfi viðgerðar við. — Leigumiðstöðin. Laugavegi 33, bakhúsið. Simi 10059. — Geymið auglýsinguna. Royal VÖRUGÆÐUNUM MÁ ÆTÍÐ TREYSTA Straum TÍMINN FÖSTUDAGUR 11. október 1968. Rauða eyðimörkin á frummál- inu II deseerto rosso Leikstjóri: Miehelangelo Antonioni Handrit: M. Antonioni og Tonio Guerra Kvikmyndari: Carlo di Palma Tónlist: Giovanni Fusco, ítölsk frá árinu 1964 Sýningarstaður: Laugarásbíó danskur texti. Myndin fjallar um tauga- veiklaða konu Júlíönnu (Mon- ica Vitti), sem á heima í Rav- enna á Ítalíu. Hún er gift, mað ur hennar Hugo (Carlo Chion etti) er rafmagnsverkfræðing ur og þau eiga lítinn son. Júlí anna er ekki fullkomlega með sjálfri sér eftir misheppnað sjálfsmorð, henni finnst að eng inn þaxfnist hennar, en hiún þarfnist ástar fná eiginmanni og syni. Stöðugur ótti er förunautur hennar og ofskynjanir þjá hana. Skólabróðir manns hennar Corrado Zellner (Richard Harris) námuverkfræðingur verður hrifinn af henni og reyn ir að hjálpa henni. Hún trúir honum fyrir hrellingum sínum og angist um að verða ekki heil "brigð aftur. Myndin er í litum og erlend ur gagnrýnandi hefur sagt um þessa mynd að Antonioni hafi gert það sama fyrir litmyndir og Chaplin fyrír gamanmyndir og er það sízt ofmælt. Hinn frábaej-i lcvikmyndari Carlo di Palma gefur ekki fyrri kvik myndara Antonionis, Gianni de Venanzo, eftir hvað snilldartök ur snertir. Hann gefur í skyn með rangfærðum ,fókus“ og litum, hvernig' áhrif atvik hafa á Júlíönu. Tónlist Fusco er sú eina er hæfir þessu efni og langdreginn eintóna sónninn sem heyrist þegar Júlíanna tal ar undirstrikar tómahljóðið í tilveru hennar. Corrado er óákveðinn og óöruggur, þegar Júlíanna spyr á hvað hann trúi svarar hann: „svolítið á mannkynið, minnna á réttlætið- og meira á fram farir", og á þá við tækniþróun. Hann er á stöðugu flökti frá einum stað til annars og festir hvergi yndi. Antonioni lýsiir frábærlega vel hömlum vélaaldar á tilfinn inganæma konu hún horfir skelfd á hvæsandi vélarnar og angistaraugum á óhreinindin í sjónum. Jafnvel leikföng drengs ins eru vélknúin og vekja ótta hjá henni, róbótinn suðar um nótt. Állinn úr ánni er með steinolíubragði, reylcurinn frá Moníca Vitti í hlutverki Júlíönnu í „Rauðu eyðimörkinni“ — fyrstu litmynd ítalska kvikmyndasnillingsins Michealangelo Antonioni. verksmiðjunni er eitraður, ef fuglar fljúga í gegnum hann drepast þeir, en það eru svo fáir fuglar eftir, segir Júlíanna við son sinn. Hafið hefur mikil áhrif á Júlíönnu allt frá því að hún svamlaði í sjónum áhyggju- laus unglingur og skúta brun aði inn víkina fyrir fullurn segl um og út aftur og til skipsins með gula pestarveifu við hún þegar svallið stendur sem hæst í verkfæraskúrnum. Corr ado minnir hana á hafið, ein- mana órólegur og sterkur. Umhverfið er ekki Ítalía í sól og gleðskap, heldur köld og grá iðnaðarbor|* með þröng um dimmum götum, engin létt músik heldur blístrið í reyk háfunum þegar gufan ryðst út. Þeir sem sáu Richard Harris í hlutverki rugbyhetjunnar í „This sporting life“ leikstjóri Lindsay Anderson, sem var sýnd I Háskólabíói hafa ekki gleymt þvi að hamn er ákaflega fjölhæfur leikari og sýnir blæ brigðaríkan leik í hlutverki Corrado. Vitti er ómissandi í allar myndir Antoniois enda ekki allra færi að túlka persón ur hans, hún kemur til skila hlýju og viðkvæmni þeirri sem einkennir þessa sjúku konu. Chionetti er lang „eðlilegastur“ af persónunum ásamt Xenia Valderi, Rita Renoir og Aldo Grotti sem taka þátt í svallinu í skúrnum. Það er næstum að Júlíanna telji sér til teknar að vera svo „eðlileg" að drýgja hór. Flestir horfa tómlátum augum á mengun andrúmslofts ins, og hafsins svo öfugsnúnar eru tilfinningar þeirra „heil brigðu". Þessi mynd fékk „gullna ljónið" á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 1964 og talin bezta mynd þess árs. Gagnrýn endur hafa talið hana beztu og fegurstu mynd Antonionis til þessa. ,Blow-up“ nýjasta mynd Antonionis sem hann gerði í Bretlandi hlaut „gullna pálm an“ á kvikmyndahátíðinni í Cannes ’66. Vonandi siglir hún í kjölfar þessarar fyrir fullum seglum hingað. LJDSASAMLOKURNAR Heimsfrægu 6 og 12 v. 7” og 5%” Mishverf H-framl.iós, Viðurkennd tegund. BÍLAPERUR — Fjölbreytt úrval — HEILDSALA — SMÁSALA Sendum gegn póstkröfu um land allt. SMYRILL Ármúla 7 — simi 12260.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.