Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 1
Þrá setningu Alþingis. Forseti íslands í ræSustól. (Tímamynd Gunnar) 89. þingið sett í gær riv-Reykjavík, fimmtudag. Alþingi ísléndinga, 89. lög- gjafárþing, var sett í dag að lokinni guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. Forseti íslands dr. Kristján Eldjárn setti þingið með snjallri ræðu og er ræða hans birt j heild á bls. 3. Þing heimur hyllti forsetann og fósturjörðina að i^æðu lokinni Aldursforseti þingsins, Sig- urvin Einarsson, 1. þingmað- ur Vestfirðinga, tók við fund- árstjórn. í upphafi minntist aldursfor- seti þriggja látinna alþingis- manna, sem létust í sumar, þeirra Sigurðar Kristjánssonar, Jónasar Þorbergssonar og Jónasar Jóns- sonar ( frá Hriflu. Minningaroi’ð Sigurvins Einarssonar um þessa merku alþingismenn verða birt í heild í blaðinu á morgun. Þá var þingheimi skipt í þrjár kjördeildir, þar sem rannsaka Framhald á bls. 14 Úr þingflokksherbergi Framsóknarflokksins. Talið frá vinstrl: Einar Ágústsson, Halldór E. Sigurðsson, Þórar- inn Þórarinsson, Eysteinn Jónsson, Bjarni Guðbjörnsson, Ingvar Gíslason, Páll Þorsteinssi. og Ólafur Jóhann- esson, formaður flokksins. (Tímamynd Gunnar) Geta flutt OL um loft- bru í skyndi EKH-Reykjavik, fimmtudag. Það hefur komið til tals að aflýsa eða fresta Ólympíuleik unum vegna hinna blóðugu stúd entaóeirða í Mexíkóborg að undanförnu, en forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar hefur ný lega lýst því yfir að leikarnir muni fara fram samk\'æmt á- ætlun. Nú hefur flugher Banda ríkjanna hafið undirbúning að því að koma á fót loftbrú, sem gæti ineð stuttum fyrirvara flutt Ólympíuleikana frá Mex íkó til Los Angeles í Bandarikj unum. Brjótist stúdentaóeirðir á ný út Mexíkó er þvi mögu legt að leikarnir verði í Los Angeles í ár . Komi enn á ný til blóðugra á taka milli stúdenta, almennings og lögreglu Mexíkóborg, verða Ólympíuleikarnir einfaldlega fluttir til Los Angeles. Banda ríski flugherinn ér fær um að flytja íþróttamenn, farastjóra og starfsfólk leikanna til Banda rikjanna á tiltöluleg stuttum tíma. í Los Angeles hafa áður ver ið haldnir Ólympíuíeikar. Var það árið 1932 svo að keppnis völlur með áhorfendapöllum, hjólreiðabrautir, sundlaugar og annað eru til reiðu. Undirbúningur að því að koma á fót loftbrúnni — Mexí- kóborg — Los Angeles er þeg ar í fullum gangi og svo vel á veg kominn að allt má heita tilbúið.^ Hvort af þessum flutn igum verður veltur á stjómmála þróuninni í Mexíkó. Verði leikirnir fluttir frá Mexíkóborg til Los Angeles hafa forráðamenn íþróttamála í Los Angeles beðið um 14 daga’ Framhald á bls. 14 IÐNÞINGINU AD LJUKA 2730 sjúkra- rúm í landinu EJ-Reykjavík, fimmtudag. í nýútkomnum Hagtíðindum er skrá um heilbrigðisstofnan ir og sjúkrarúm í þeim í árs- lok 1967, en í því sambandi eru barnaheimili, elliheim- ili og slíkar stofnanir ekki taldar til heilbrigðisstofnana. Samkvæmt þessari skrá voru til staðar í árslok á síðasta ári 2730 sjúkrarúm á landinu öllu. Flest sjúkrarúm voru í Land spítalanum í Reykjavík. 310 talsins, en síðan koma Geð- veikrahælið á Kleppi með 280 sjúkrarúm og Elliheimilið Grund, hjúkrunardeild, með ( 200 sjúkrarúm. Sjö aðrar heilbrigðisstofnan Framhald á bls. 14 Hluti af fulltrúum á Iðnþínginu. EJ-Reykjavík, fimmtudag. Fundum 30. Iðnþings íslend- inga var haldið áfram í dag í Félagsheimilinu Stapa í Ytri- Njarðvík, og gerði þingið ýmsar ályktanir um innflutnings- og tollamál iðnaðarins, cndurkaup framleiðsluvíxla iðnfyrirtækja, Iðnlánasjóð og Iðnaðarbanka fs- lands h.f. Var meðal annars þeim tilmælum beint til bankaráðs Iðnaðarbankans, að hlutafé bank- ans yrði aukið til þess að gefa fleiri iðnðarmönnum kost á að gerast hluthafar í bankanum. Þingiiiu lýkur síðdegis á morgun. föstudag. Iðnþingið hófst í gær, eins og blaðið hefur skýrt frá áður, og voru þá flutt erindi um ýmis mál efni iðnaðarins. A fundinum í dag voru tekin fyrir álit nefnd- anna. Álit allsherjarnefndar um er- indi Félags réttingamanna um að hifreiðaréttingar verði gerðar að sérstakri löggiltri iðngrein var Framhald á bls. 14 ;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.