Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 9
TÖSTUDAGUR 11. október 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — f lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Verkefni Alþingis Alþingi, sem hóf störf sín í gær, fær tvíþætt verkefni. í fyirsta lagi þarf Það að gera ráðstafanir vegna þess vanda, sem þrengir að atvinnuvegunum og getur valdið stöðvun þeirra að óbreyttum aðstæðum. Jafnhliða þarf svo að gera ráðstafanir til að tryggja næga atvinnu. í öðru lagi þarf svo að undirbúa skipulega sókn til að tryggja markvissa uppbyggingu atvinnuvega og þjón- ustustarfsemi í framtíðinni, eins og í skólamálum, vega- málum og byggingamálum. Segja má, að hið fyrra verkefni sé meira aðkailandi skyndiverkefni, en hið síðara framtíðarverkefni. Af hálfu stjórnarblaðanna er boðað, að óhjákvæmi- legt sé að grípa annaðhvort til gengisfellingar eða stór- felldra uppbóta, ef útflutningsatvinnuvegirnir eigi ekki að stöðvast. Líti stjómarflokkarnir þannig á málin, mega þeir ekki vera lengi í vafa um, hvorn kostinn eigi held- ur að taka. Allir sjá þá hættu, sem Því fylgir, ef menn eru látnir vera lengi 1 vafa um, hvort gengið verði fellt eða ekki. Af því hlýtur að leiða spákaupmennska. Frá sjónarmiði Framsóknarflokksins skiptir það höfuð máli, að áður en til slíkra örþrifaráða er gripið, verði ekkert látið ógert til að koma á ýtrustu hagnýtingu og sparnaði í rekstri atvinnuveganna, svo að kjaraskerðing verði sem minnst, er almenningur þarf að taka á sig. Jafnframt þarf að athuga allar leiðir til að draga úr kjaraskerðingu þeirra, sem lakast eru settir. Ríkis- stjórn og Alþingi verða að gera sér ljóst, að almenningur er þegar búinn að taka á sig mikla kjaraskerðingu. Það þurfa menn svo að gera sér vel ljóst, að lítil bót er til frambúðar að slíkum ráðstöfunum, ef ekki verður hafizt handa um miklu skipulegri uppbyggingu en átt hefur sér stað seinustu árin. Fjárráð þjóðarinnar eru takmörkuð og því má ekki láta handahóf og spákaup- mennsku ráða því, hvað framkvæmt er. Það er ekki hægt að gera allt í einu og því verður að tryggja for- gangsrétt þess, sem nauðsynlegast er. Öðru vísi verður ekki annað þeim verkefnum, sem bíða framundan í atvinnumálum, skólamálum, vegamálum og bygginga- málum. Þjóðin stendur nú ekki í ólíkum sporum og í árslok 1946. Þá var búið að eyða öllum stríðsgróðanum sam- kvæmt lögmálum spákaupmennsku og handahófs. Nú er búið að eyða öllum gróða góðu áranna, sem hér hafa verið undanfarið, og þó bíða flest verk óunnin. Nú verður ekki lengur byggt á slembilukku. Enginn hvetur til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn taki upp haftastefnu sína frá 1947—49. En það þarf eigi að síður skipulega og hagsýna notkun fjármunanna, ef vandinn á ekki að verða enn meiri í framtíðinni. Iðnþingið Þrítugasta Iðnþing íslands situr nú að störfum. Mörg vandamál þrengja nú að iðnaðinum og horfur eru á verulegu atvinnuleysi hjá iðnaðarmönnum. Vafalaust verður það aðalverkefni Iðnþingsins að ræða þessi mál og ætti að mega vænta þess, að Það láti fara frá sér skeleggar og ákveðnar ábendingar um lausn þeirra. Ekki mun af veita, ef undirtektir Alþingis eiga að verða Jákvæðari en þær hafa verið seinustu árin. Afstöðu ríkissfjórnarinnar má nokkuð ráða af því. að í ræðu sinni á Iðnþinginu ræddi Jóhann Hafstein öllu meira um erlenda stóriðju en iðnrekstur íslendinga sjálfra. TIMINN Úr ræðu Hannesar Kjartanssonar á þ’iíTg. S. þ.: Gildandi réttarreglur eru ðfullkomnar og úreltar Nauðsynlegf að halda bráðlega sérstaka ráðstefnu um þau mál Síðastliðinn Þriðjudag flutti Hannes Kjartansson, ambassa- dor ræðu á allsherjarÞingi Sam íinuðu Þjóðanna, Þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu ís- lenzku ríkisstjórnarinnar til ýmissa alÞjóðamála, sem nú eru efst á baugi. í inngangi ræðunnar ræddi hann um Sam einuðu Þjóðirnar almennt, en vék síðan að einstökum mál um. Hér fara á eftir nokkur aðal atriði úr ræðu Hannesar. Tékkóslóvakía. Um innrásina í Tékkóslóva- kíu sagði Hannes: „Ríkisstjórn íslands fordæm ir alla valdbeitingu í samskipt um ríkja. Við teljum Það vera skyldu Sameinuðu Þjóðanna að lýsa yfir ugg sínum og áhyggj um, hvar sem og hvenær sem slík valdbeiting á sér stað, ,og án tillits til Þess hvort Sam- einuðu Þjóðirnar geta hindrað valdbeitinguna eða sett niður Þau átök, sem hafin eru. Framkvæmdastjóri Samein- uðu Þjóðanna hefur lýst Því yfir, að hann telji að atburða rásin í Tékkóslóvakíu sé enn einn hnekkir Því friðarsamfé- iagi Þjóðanna, sem um er get ið í sáttmálanum, og hljóti einn ig að spilla hinni batnandi sam búð austur og vesturs. En jafnframt Þessu getur ís- lenzka ríkisstjórnin ekki verið sammála Þeim, sem telja að hinir hörmulegu atburðir í Tékkóslóvakíu séu gild ástæða til þess að hætta þeim friðar viðræðum, sem átt hafa sér stað milli austurs og vesturs og miða að því að draga úr spenn unni í heiminum. Þótt við verð um stundum að hörfa í sókn okkar til að byggja friðvæn- legri heim, þá ætti slíkt að- eins að herða okkur í barátt- unni fyrir lyktum kalda stríðs ins. Framkvæmdastjóri Sam einuðu þjóðanna hefur bent á, í innganginum að ársskýrslu sinni, hve mikilvægt það ein- mitt er, að þær stofnanir Sam einuðu þjóðanna, sem fást við friðargæzlu verði styrktar mjög til starfa sinna frá því sem nú er.“ Útbreiðsla kjarnorkuvopna. Varðandi samninga um kjarn orkuvopnin, sagði Hannes: „Þrátt fyrir þau skaðvænlegu áhrif sem nýliðnir atburðir hafa haft á samvinnu þjóða og ef til vill einmitt vegna þeirra, er það sérlega mikilvægt að sem allar flestar þjóðir staðfesti samninginn um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna. Sam einuðu þjóðirnar ættu ennfrem ur að hvetja öll ríki, og þá sér í lagi stórveldin, til að fram kvæma þær skuldbindingar skjótt, sem þær tókust á herð ar við gjörð samningsins, og halda áfram samningaviðræð um um afnám kjarnorkukapp hlaupsins og um algjöra af- vopnun. Þá myndu mjög skip ast veður í lofti til hins betra í heimsstjórnmálunum." Vietnam. Um Vietnam sagði Hannes: Hannes Kjartansson „Það hefur reynzt Sameinuðu þjóðunum um megn að stöðva ’hið mi'kla eyðiileggingarstríð, sem nú geisar í Vietnam. Bar dagar og eyðilegging halda áfram í stórum stíl og mannfall ið er geigvænlegt. Við vitum, frá fyrri umræðum um ;málið hér á veftvangi Sameinuðu þjóð anna, að meirihluti ríkja verald ar er mjög uggandi yfir því hve styrjöldin færist sífellt í aukana. Þó hefur Sameinuðu þjóðunum ekki tekizt að stöðva vopnaviðskiptin, eða koma á sáttum, þrátt fyrir samvizku samlegar tilraunir og frum kvæði framkvæmdastjóra Sam einuðu þjóðanna til þess að fá deiluaðila til þess að setjast við samningaborðið. Vonir glæddust þó, er friðarviðræð urnar hófust í París milli Norð ur Viet Nam og Bandaríkj- anna. Þótt þær samningaviðræður hafi nú staðið í nokkra mán- uði, án nokkurs sjáanlegs árang urs, er það von ríkisstjórnar ís lands að þær muni senn leiða til vopnahlés, sem greiði götuna til friðarsamninga.“ Rhodesía, Þá lýsti Hannes stuðningi íslenzku ríkisstjórnarinnar við sáttastarf Gunnars Jarrings í deilu Arabalandanna og ísra- els. Einnig stuðningi íslenzku stjórnarinnar við hjálparstarf semi í Biafra. Þá lýsti hann andstöðu ísl. ríkisstjórnarinnar við kynþáttastefnu Suður-Afríku stjórnar en fullum stuðningi við ályktun Öryggisráðsins um refsiaðgerðir gegn Suður- Rhodesíu. Um Rhódesíumálið sagði Hannese m. a.: „Þær refsiaðg’erðir, sem Öryggisráðið samþykkti að beitt skyldi gegn Suður-Rhódesíu, hafa verið að litlu gerðar, og verða ef til vill árangurslausar vegna 7 þeirrar aðstoðar, sem Suður-Afríka og Portúgal hafa veitt Suður-Rhódesíu. Þó von ar íslenzka ríkisstjórnin, að þær víðtæku refsiaðgerðir, sem felst í ályktun Öryggisráðsins nr. 253. sem samþykkt var 29. maí 1968, muni ná árangri. ísland hefur lýst sig fúst til þess að fara í einu og öllu eftir ákvæðum ályktunarinnar “ Þá ræddi Hannes nokkuð um aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum. Hann hvað það álit íslenzku ríkisstjórnarinnar, að Alþýðulýðveldið Kína ætti að fá aðild að S. Þ. en sú aðild mætti þó ekki kosta brottrekst ur Formósustjórnar úr sam- tökunum. Auðæfi hafsins. Þá ræddi Hannes nokkuð hefði enn tekizt að veita þró unarlöndunum næga aðstoð né gera nægar ráðstafanir til að útrýma hu-ngri í heiminum. í framhaldi af því sagði Hannes: „Land mitt framleiðir og flytur út matvæli. Það eru að allega sjávarafurðir, en þær eru mikilvæg matvælategund, sem kunnugt er, og sérlega rík ar af eggjahvítuefnum. Land mitt vonast til þess að verða áfram stór útflytjandi þessarar mikilvægu tegundar matvæla og geta þannig lagt fram sinn skerf í baráttunni við hungur og skort. En það verður að nýtta auðævi hafsins með gætni og fyrirhyggju, til þess að af- rafcsturinn verði sem mestur en ofveiði þó hindruð. Þörf er á mjög aukinni alþjóðlegri samvinnu á þessum vettvangi. Utanríkiaráðherra íslands vakti athygli á þessu viðfangs efni í ræðum sínum á 21. og 22. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ályktunartillaga, sem samþykkt var á 21. þinginu, var grundvöllur rannsókna á auð- ævum hafsins og á hvern hátt væri unnt að nýta þau sem bezt. Skýrsla um málið verður lögð fyrir þetta allsherjarþing, sem nú situr, en þar er einnig fjallað um nauðsyn aukinnar al- þjóðasamvinnu varðandi rann sóknir og nýtingu þessarra auð æva. íslandi er það gleðiefni að þessi mál verða nú tekin til rækilegrar umræðu og athug unar á því allsherjarþingi, sem nú situr.“ Ilafsbotninn. Þá ræddi Hannes um Möltu tiliöguna svoiiefndu: „Annað mikilvægt mál, sem snertir auðlindir hafsins, er sú tillaga, sem ambassador Möltu flutti á síðasta allsherj arþingi, og varðar friðsamlega notkun auðæva hafsbotnsins. Nefnd 35 ríkja var sett á lagg irnar til þess að framkvæma frumrannsókn á þessu sviði og skila skýrslu um málið til 23. allsherjarþingsins. Það er skoðun íslenzku sendi nefndarinnar, að friðsamleg notkun auðæva hafsbotúsins sé hið mikilvægasta mál. Ekki eru til neinar fullnægjandi þjóðrétt arreglur, sem kveði á um sam skipti ríkja og lögsögu á þessu nýja og lítt kannaða sviði. Því er nauðsynlegt að settar séu nýjar þjóðréttarreglur í þessu efni og alþjóðasamningar um málið gerðir. ^sland hefur tek ið þátt í undirbúningsstarfi því, sem bráðabirgðanefnd alls herjarþingsins vann á þessu sviði fyrr á þessu ári. Við höf um freistað þess að leggja þar okkar lóð á metaskálarnar og Framhald „ bls 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.