Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 7
ÁSKORENDAMÓTIÐ 1968 FÖSTTJDAGVR H. október 1968. Einvígíð: Larsen — Portisch Porec í Júgóslavíu, 8. — 24. maí 1968. Hér var tvímælalaust um að rœða hörðustu viðureignina í 1. umferð ' áskorendamótsins. Larsen, þessi ókrýndi skák- kóngur áranna 1967 og 1968, var að sjálfsögðu álitinn sigur Stranglegri, en andstæðingur hans var til alls líklegur, ekki sízt, þegar hafður var í huga margur óblíður skellurinn, scm Larsen hafði orðið að þola frá hans hendi í fyrri viðureignum. Raunin varð líka sú, að sigur Larsens í einvíginu hékk á blá þræði og úrslitin voru ekki ráð in fyrr en í 10. skákinni. Hefði sigurinn alveg eins getað fallið Portisch í skaut, en forlögin voru ekki á hans bandi að þessu sinni. Einvígið hófst 8. maí og stýrði Portiseh hvítu mönnunum í fyrstu skákinni. Beindist skák in inn á farveg nimzo-indverskr ar varnar, og gafst Larsen færi á að beita þar afbrigði, sem hann hefur endurbætt og notað mikið dð undanförnu. Portich reyndi að endurbæta tafl- mennsku hvíts en mistókst, og náði Larsen þá frumkvæðinu. Varð Portisch að láta af hendi peð til að verjast meiri háttar áföllum, en tókst í leiðinni að einfalda svo stöðuna að Larsen fékk ekki fært sér liðsyfirburð ina í nyt. Var jafntefli samið í 40. leik eftir árangurslausar vinningstilraunir af hálfu Lar sens. Annarri skákinni lyktaði með sviplegum hætti fyrir Portisch sem náði undirtökunum eftir lit lausa byrjunartaflmennsku and stæðingsins. Tókst honum að knýja fram hagstætt endatafl og koma Larsen í mjög erfiða aðstöðu. En staðan krafðist að gæzlu — þó sérstaklega þolin mæði, og þar skorti nokkuð á hjá Portisch. Með ótímabærri peðsfórn skapaði hann Larsen gagnfæri, sem hann notfærði sér út í yztu æsar. Portisch rat aði í tímaþröng, gerði hverja vitlausuna á fætur annari og tapaði að lokum skákinni. — Þarna fór sannarlega forgörð um gott tækifæri fyrir Portisch tilað ná forystu í einvíginu. í 3. skákinni var nimzo-ind verska vörnin aftur á ferðinni og enn reyndi Poi-tisch að end urbæta taflmennsku hvíts. Við fáum nú að sjá, hvernig til tókst að þessu sinni. 3. sk'ákin. Hv.: Portisoh. Sv.: Larsen. Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4, e6 3. Rc3, Bb4 4. e3, 0—0 5. Bd3. (Ýmsir hafa álitið 5. Rgc2 ná- kvaímasta leikinn hér. Reshev sky beitti honum í 1. og 3 sKák inni í einvíginu vi'ð Korchnoj, en varð lítið ágengt) ó. —, c5 6. Rf3, d5 7. 0—0, Rc6 8. a3, dxc4. (Venjulegasta framhaldið er 8. —. Bxc3t 9. bxc3 dxc4 10. Bxc4, Dc7) 9. Bxc4 (Hinn kosturinn er 9. axb4, cxd4 10. Bxc4, dxcíá 11. DxD HxD 12. bxc3, Re4, sem varla getur talizt hvíti rmjög hagstæð ur). 9. —, Ba5 (Larsen hefur mj’ög fengizt við að rannsaka þetta afbrigði að undanförnu og með endurbót um sínum hefur hann glætt það nývju lílfi). 10. Dd3 (Álitið skarpasta svarið, þó að eftirtekijiurnar verði að teljast rýrar). 10. —, a(> 11. a4? (1. skákin tefldist á þeasa leið: 11. Hdl, b5 12. Ba2, c4 13. Eþ>2 De8 14. Bd2 (14. Bdl, sem Gligoric lék í 8. einvígisskák sinni við Tal, breytir litlu um gang má'lanna). 14. —, Bb6 16. Bbl, e5 16. dxe5, Rxe5 17. Re4 Rxe4 18. Bxé4, Rc6 og svartur stendur vel. Með 11. a4 hefur Portisch hugsað sér áð endur bæta taflmiennsku sína í 1. skák inni, en þar skjöplast honum illilega. Hvita staðan verður mjög losaraleg, einku.m vegna hins viðsj’árverða veikleika á b4). 11. —, Bd7 12. dxc5, De7 13. e4. (Hvítur hefur engin tók á því að halda c-peðinu. 13. Dd6 væri einfaldlega svarað méð —, Hac8, ásamt 14. —, Bb4, ef þörf krefur). 13. —, Dxc5 14. Be3? (Það er óþarfi að neyða svart til að leika beztu leikiunum. Betra var 14. Bf4, Hfd8 15. Hacl o.s.frv.) 14. —, Dh5 15. Bf4 * (Sbr. athugasemd við 14. leik SVarta drottningin stendur bet- ur á h5 en c5) 15. —, Hac8 16. Hacl, Hfd8 17. Bg3? (Nánast afgerandi afleikur. Biskupinn á c4 er i hættu staddur og hvitur hefði því átt áð að draga hann til baka til b3. T. d. 17. Bb3. e5 18. Bg5, Bg4 19. Rd5 og hvítur stendur ekki illa að vígi. Eftir 17. Bg3 gerir svartur út um skákina með nokkrum vel völdum leikj um). 17. —, Be8 18. Dbl (18. De2 mundi einnig svarað með 18. —, Rd4 og hvitur kemst ekki hjá a.m.k. peðstapi eftir 19. Rxd4, Hxd4. Hvítur reynir því að flækja taflið, en svartur er vel á verði og leiðir skákina örugglega til sigurs). 18. —, Rd4! 19. Rxd4, Hxc4 20. Rde2. (Enn virðist töluvert hald í hvitu stöðunni, en Larsen sýn ir fram á, að máttarstoðirnar eru veikar). 20, —, Rxc4! (Þetta peðlsnán skapar hvíti nokkur gagnfæri, en gagnvart nákvæmri taflmennsku Larsens mega þau sín lítils). 21. Rxe4, Dxe2 22. Rd6, IIxcl 23. Dxcl, Bc6 24. Dg5, Dd2! 25. Bf4, Dd5 26. Rc4, DxD 27. BxD, Hd5 28. Rxa5, Hxa5. (iHvíta staðan er nú gijörtöpuð og eftirleikurinn þarfnast ekki skýringa). 29. Bd2, Hxa4 30. Bc3, h5 31. Hdl, Hg4 32. g3, Ha4 33. f4, Kh7 34. Hel, Bd5 35. Kf2 f6 36. h4l, Kg6 37. He3, Kf5 38. Hel, b6 39. Hdl, a5 40. Hel, b5 41. He2. Hér fór skákin í bið, en hivítur gafst upp nokkrum leikjum seinna enda er staðan vita vonlaus. Með 2Vz vinning að þremur skákum loknum, var Larsen búinn að tryggja sér öruggt for skot, og maður sikyldi því ætla, að hann færd sér að engu óðs lega í framhaldinu. En slíkur hugsunarháttur er Larsen fram andi. Hann áleit baráttuþrek andstæðing'sins lamað vegna ó- sigranna í 2. og 3. skákinni og tefldi þess vegna óhikað til vinnings í,4. skákinni. Eftir 20 leki var staðan í jafnvœgi og Portisch bauð jafntefli Larsen hafnaði, en gekk skiömmu síðar of langt í vinningstilraunum sín um. Portisch náði yfirhöndinni og nú kom í Ijós, að ^Larsen hafði vanmetið andstæðing sinn. Portisch hélt vel á stö'ð unni, jók í sífellu yfirburði sína og neyddi andstæðing sinn til uppgjafar í 39. leik, en þá var mát óumílýjanlegt. Nú var munurinn aðeins 1 vinningur og Larsen hlaut að endurskoða afstöðu sina. 5. skákin var vel tefld af beggja há'lfu, sannkölluð bar- áttuskák. Eftir miklar svipting ar í miðtaflinu leystist skákin upp í friðsamlegt cndatafl, þar sem hvorugur komst no.kkuð áleiðis. Jafntefli samið í 34. leik. í 6. skákinni var staðan í jafnvægi allan tímann.Portisch virtist þó heldur vera að ná yfinhöndinni þegar líða tók á miðtaf’lið. Larsen, minnugur málalokanna í 4. skákinni, hafði vaðið fyrir neðan sig að þessu sinni og cinfaldaði stöð una með snjallri drottningar- fórn. Jafntefli samið í 32. leik. í 7. skákinni kom pað greini lega í ljós, að Larsen átti erfitt með að hafa hemil á sigurlöng un sinni. Að vísu hafði hann heldur yfirhöndina mestan hluta skákavinnar, en Portisch tókst að jafna metin um síðir og blasti þá ekkert v>ð nems jaftefli. — Larsen strettist við engu að síður og lenti að lokum í óhagstæðu endatafli. Þegar skákin fór í bið, virtist Larsen eiga möguleika á jafn tefli, en Portisch tókst að út’kljá skákina sér í hag me'3 n'ák’vœ'mri taflmennsku. ,— Þar með var forskot Larsens að engu orðið og allt gat skeð. Það verður að teljast ein- stakur klaufaskapur hjá Port- isch að fá ekki nema 1 vinn- ing úr 8., og 9. skákinni. í báðum þessum skákum var hann búinn að koma andstæð ingi sínum í alvarlega klípu, en lét hann sleppa fyrir hreina handvömm. Eflaust hafa von- brigðin út af þessum mála- lokum orkað að því að Port- isch gat lítið sem ekkert við- nám veitt í 10. skákinni og Larsen fagnaði því sigri í ein- víginu, hlaut 5% vinning gegn AV*. Úrslit: Larsen: V2 — 1 — 1 — 0 — Vz i/2 _ 0 — % — % — 1 = 5%. Portisch: Vz — 0 — 0 1 — V2 y2 — 1 — V2 — 1/2 — 0 = 4%. Friðrik Ólafsson. FAY KAFFI OG MATARSERVÉTTUR MARGIR LITIR, FALLEGAR, ÓDÝRAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.