Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 2
2 Skipulagsmál Alþýðusambandsins TIMINN FOSTUDAGUR 11. október 1968. ÞÁTTUR ÞESSI hefur nú aft ur göngu sína reglulega eftir nokkuð langt sumarleyfi, og er þess að vænta, að hann birtist reglulega á næstu mánuðum. Um margt er að rita af vett vangi launþega. Atvinnu- ástandið er þegar orðið slæmt, og útlitið í haust og vetur ömur legt. Alþýðusambandsþing ^ skal haldið seinni hluta nó- vember mánaðar, og verða þar m.a. til umræðu tillögur um nýtt skipulag samtakanna. Ég mun í þessum þætti, og fleirum, ræða það nýja skipu- lag, sem Laga- og skipulags- nefnd ASÍ hefur sent frá sér sem „Frumvarp að lögum Al- þýðusambands íslands". Mun ég ræða það mál hlutlægt, skýra frá staðreyndum þess nýja skipulags, sem þar e,r í frumvarpsformi, og geta breyt inga frá núverandi skipulagi, og fyrri lagafrumvörpum. LAGA- OG SKIPULAGS- NEFNDIN sendi í síðasta mán- uði bréf til allra sambandsfé- laga ASÍ, ásamt frumvarpi nefndarin_n*r að nýjum lögum fyrir ASÍ, og hefur það bréf verið birt opinberlega. Nefndin var sem kunnugt er skipuð sjö mönnum, kjörin í framhaldsþinginu í janúar , síð astliðinn. í nefndinni eiga sæti Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jónsson, Óskar Hallgrímsson, Pétur Sigurðsson, Jón Bjarna- son, Selfossi, Björn Jóns- son, Akureyri, og Iíermann Guðmundsson Hafnarfirði. í bréfinu er minnst á helztu breytingar þær sem gerðar hafa verið frá frumvarpi því, sem meirihlúti fyrri Laga- og skipulagsnefndar lagði fyrir framhaidsþingið í janúar. Um þær breytingar segir svo í bréf inu: „HELZTU breytingar frá fyrra frumvarpi eru eftirfar- andi: í. í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir, að fækka veru- lega á þingum ASÍ þannig, að fulltrúar yrðu 150 í stað 370— 380 eins og verið hefur síðustu þing. Nefndin leggur til, að fulltrúum verði ekki fækkað nærri því svo mikið, sömu regl ur og áður gildi um félags- mannafjölda á bak við fulltrúa þó þannig, að ekkert félag, sem hefur færri félagsmenn en 25 fái fulltrúa, og að félög, sem hafa 501 félagsmann eða fleiri fái ekki nema einn full- trúa fyrir hverja 200 félags- menn eða brot úr þeirri tölu sem er hundrað eða meir fyrir þann félagsmannafjölda. sem er umifram fimmhundruð. 2. Þá leggur nefndin til að fulltrúakjör á þing ASÍ fari fram í sambandsfélögunum, en ekki á vegum landssamb- andanna eins og gert var ráð fyrir í fyrra frumvarpi. 3. Þá er það og breyting frá fyrra frumvarpi, að lagt er til að sambandslögin hafi frjálst val um það, hvort þau skipi sór í landssambönd. eða séu beinir aðilar að ASÍ. 4. Það nýmæli er tekið upp í frumvarpið, að Alþýðusam- bandsþing skuli kjósa sjö manna skipulagsmálanefnd, sem hafi það hlutverk - að fylgjast með framgangi sam- þykkta ASÍ í skipulagsmálum, og gera tillögur um þau efni til miðstjórnar og sambands- stjórnar. Auk þess á nefndin að fjalla um inntökubeiðnir nýrra landssambanda og fé- laga, og ágreiningsmál, sem rísa milli félaga og landssam- banda o.fl.“. ÞETTA ERU sem sagt helztu breytingar frá meiri- hlutafrumvarpinu frá í janúar. Aftur á móti eru þýðingar- miklar breytingar aðrar ef mið að er við núgildandi lög Al- þýðubandalagsins, ekki sízt varðandi skipun sambands- stjórnar og varðandi skatt- lagningu. Mun ég ræða þau atriði og fleiri, í síðari þáttum, en hér um frumvarpið í heild, aðild- arákvæðin og kosninga fyrir- komulagið. ÞAR SEM hvað mestum deil um olli á ASÍ-þinginu i jan- úar, var spurningin um aðild að sambandinu. Samkvæmt meirihlutafrumvarpinu, sem lá fyrir því þingi, var ætlunin að einungis landssambönd ættu aðild að ASÍ. Frá þessu hefur nú verið fallið, þótt andinn í frumvarp inu sé augljóslega í þá átt, að landssamböndin verði aðaluppi staða Alþýðusambandsins er fi'á líður. Þó geta félög, sem hafa færri en 50 félagsmenn, ekki fengið aðild að Alþýðu- sambandinu, séu þau ekki ' í því nú, og félög, sem ekki hafa aðild nú, en hafa yfir 50 félagsmenn fá því aðeins aðild, að verksvið þess BÆNDUR ■ BÆNDUR Kynnið ykkur verðin á tækjunum, sem við höfum á lager. Leitið upplýsinga og festið ykkur tæki, meðan þau bjóðast á þessu hagstæða verði. Suðurlandsbraut 6, sími 38540. Söluumboð fyrlr »111. UmboSs- & heildverzlun Kirkjuhvoli - Reykjavlk Síman 21718,42137 IJPI innréttingar. -*■ JP-Innréttingar frá Jóni' Péturssyni, húsgagnaframleiSanda — auglýstar I sjónvarpi. Stflhreinarj sterkar og val um viðartegundir og harCplast- Fram- leiOir einnig fataskápa. A5 afiokinni vlðtækri könnun teljum viö, aö staðlaöar hentl I flestar 2—5 herbergja Ibúðlr. elns og þær eru byggðar nú. Kerfi okkar er þannig gert, að oftast má án aukakostnaðar, staðlæra innréttinguna þannlg að hún henti. I allar íbúðir og hús. VELJUM ISLENIKI ISLENIKKN IÐH.D Allt þetta •*• Seljum staðlaðar eldhús- innréttingar, það er fram- leiðum eldhúslnnréttingu og seljum með öllum. raftækjum og vaski. Verð kr. 61.000,00 - fcr. 68.500,00 og kr. 73 000,00. ie Innifalið I verðinu er eid- húsinnrétting, /5 cub/f. (s- skápur, eldesamstæða með bakarofni, iofthreinsari með kolfilter, sinki - a - matio uppþvottavél og vaskur, enn- fremur söluskattur- ir Þér getið valið um inn- lenda framleiðslu á eldhús- um og erlenda framleiðslu. (Tielsa se'm er stærsti eldhús- framleiðandi á meginlandi ★ Elnnig getum við smlðað Innréttingar eftir teikningu cg éskum kaupanda. ★ Þetta er eina tilraunln, að þvf er bezt verður vltað til að leysa öll ■ vandamál hús- byggjenda varðandi eldhúsið. Fyrir 68.500,00, geta margir boðið yður eldhúsinn- réttingu, en ekki er kupnugt Um, að aðrir bjóði yður. eld- húsinnréttingu, með eldavél- arsamstæðu, viftu, vaski, uppþvottavél og ísskáp fyrir þetta verð- - Allt Innljalið meðal annars söluskattur kr. falli ekki undir eitthvert að- ildar-landssambandið eða fé- lagið. UM ÞETTA segir svo m.a. í 5. grein frumvarpsins: — „Að Alþýðusambandinu geta átt að ild landssambönd, sem skipu- lögð eru í samræmi við sérstak ar samþykktfr Alþýðusam- bandsþinga og fullnægja á- kvæðum laga þessara, svo og einstök verkalýðsfélög, sem eru í ASÍ við gildistöku laga þessara, og ekki skipa sér í landssambönd. Þó getur fé- lag með 50 félagsmönnum_ eða fleiri fengið aðild að ASÍ, ef verksvið þess fellur ekki und- ir neitt þeirra landssambanda eða félaga, sem fyrir eru í Al- þýðusambandinu“. Af þessu er ljóst, að þó að þau félög, sem nú eru í Al- þýðusambandinu, hafi algjört valfrelsi um hvort þau vilja halda þeirri aðild áfram, eða ganga í landssamband, þá er slíkt valfrelsi mjög takmarkað fyrir þau félög, sem ekki eru beinir aðilar að ASÍ, en kynnu að hafa hug á slíkri aðild — eða þá ný félög, sem kynnu að verðn stofnuð. Falli verk- svið slíkra félaga undir eitt- hvert landssambandanna, skulu þau í það landssamband ganga. Ákvæðin um landssam- böndin eru svipuð og í meiri hlutafrumvarpinu. M.a. skulu þau halda þing annað hvort ár. Meðal vðrkefna. þeirra, sem tekin eru fram í frumvarpinu er „að sameina innan vébanda sinna verkalýðsfélög í sam- ræmi við lög þessi og að vinna að stækkun félagseininga og félagssvæða í samráði við við- komandi verkalýðsfélög og skipulagsmálanefnd ASÍ“. SAMPANDSÞING skal hald- ið fjórða hvert ár samkvæmt frumvarpinu. Hvert verkalýðs- félag — hvort sem það er beinn aðili að Alþýðusambandinu eða er aðili að því í gegnum landssamband — skal kjósa beint til þingsins, hafi það 25 félagsmenn eða fleiri. Smærri félög fá engan fulltrúa á ASÍ- þing. Um þetta eru ákvæði í sjötta kafla frumvarpsins, en þar segir í 28. grein: — „Hverju verkalýðsfélagi, sem á aðild að ASÍ beint eða sem aðili lands- sambands og telur 25 félags menn eða fleiri, er skylt að láta fara fram kosningu full trúa á Alþýðusambandsþing úr hopi félaga sinna. Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra félagsmanna, eins og hún er tilfærð á síðustu árs- skýrslu 1. janúar næst á und- an þannig: Fyrir allt að hundrað félags menn eipo fulltrúa, og einn fulltrúa fyrir hvert hundrað félagsmanna. eða brot úr hundr aði, ef þa'ð nemur hálfu hundr aði eða meiru. Fyrir félög með 501 félags mann eða fleiri skal að auki kjósa einn fulltrúa fyrir hverja 200 félagsmenn, eða 'brot. ef það nemur hundraði eða meiru. Nú háttar svo til, að félag á aðild að fleiru en einu lands sambandi og félagsmannafjöldi þess teyfii kosningu fleiri en eins fulltrúa, er félaginu þá heimilt að láta fulltrúakjör til þings ASÍ fara fram í deildum enda raski það ekki heildar- tölu fulltrúa félagsins". ÞETTA skipulag á kosnmgu til ASÍ-þings kemur í stað þess hrærigrauts, sem svo mikla andspyrnu fékk á framhalds- þinginu í janúar. Og þótt þetta skipulag sé vissulega mun skyn samlegra þá má búast við’ að það mæti einhverri andstöðu, einkum þó frá þeim félögum, sem með þessu nýja kerfi ' myndu missa mögulejka á eig in fulltrúa á þingi ASÍ. En bæði hvað aðild að ASÍ, og kosningar til ASÍ-þing varðar, er þó um að ræða mikla bót frá því fyrirkomulagi, sem var í meirihlutafrumvarpinu sem lagt var fyrir framhalds- þingið . Um önnur atriði hins nýja frumivarps mun ég rœða nán- ar í náesta þætti. Elías Jónsson. HÁTÍÐATÓN- LEIKAR Á 75 ÁRA AF- \ MÆLI PÁLS ÉSÓLFSSONAR Tónlistarfélagið gengst fyrir hátíðatónleikuim á 75 ára afmæli Páls ísólfssonar n.k' laugardag 12. þ.m. kl. 3 e.h. í Austurbæjar bíói. Á undan tónleikunum flytur Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, ávarp. Efnisskráin sem eingöngu er skipuð verkum effir Pál, er þannig: Fyrst syngur Þuríður Pálsdóttir með undirleik Jórunn- ar Viðar, þessi lög: Sáum þið hana systur mína; Krossavísur; Heyr, það er unnusti minn; Sum ar; Tveir víkivakar og Vöggu- vísa. Þar næst leikur Jórunn Við- ar einleik á píanó Fimm svip- myndir. Siðan syngur Kristinn Hallsson þessi lög: Fyrr þín gæð in fýsilig; Jarpur skeiðar fljótur frár; Ég reið um háar heiðar; Söknuður og Heimir. Undirleik annast Árni Kristjánsson og loks leikur Rögnvaldur Sigurjónsson' einleik á píanó Tilbrigði um stef eftir ísólf Pálsson. Að tónleikunum loknum munu vinir og aðdáendur Páls ísólfs- sonar hylla hinn dáða organleik ara, stjórnanda, kennara og tón- skáld £ 75 ára afmæli hans, en Páli verður viðstaddur tónleik- ana. Tónleikarnir verða endurteknir á sunnudag kl. 3. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.