Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.10.1968, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 11. október 1968. TIMINN DENNI DÆMALAUSI — Af hverju segirðu væni minn þegar þa'ð eru gestir, en steinlþegiðu þegar við erum ein. SJÓNVAR P IÐ Föstudagur 11. 10.1968 20.00 Fréttir 20.35 Nýjasta tækni og vísindi 1. Berklar 2. Eggjahvíturík næring 3. Bergmálsmíðun hjá Ieður* blöku. 4. Áttarma kolkrabbar. Þýðandi og þulur: Örnólfur_ Thorlacius. 21.00 Charlie Drake Brezki gamanleikarinn Char- lie Drake skemmtir. / % l y T 6 d 7 8 m Sff 9 « ÍS m /Z /3 /y ///// /r Lái’étt: 1 Ódauðl'egur 6 Kona 7 Stafrófsröð 9 Mótorskip 1-0 Rúsínu graut 11 Fisk 12 51 13 Kvikindi 15 Lánsfé. Krossgáta 139 Lóðrétt: 1 Ljór 2 Bvíld ist 3 Eyju 4 Tónn 5 Gorgeir inn 8 hrós 9 Foka 13 Tón 14 Fæddi. Ráðnimg á gótu nr. 138. Lárétt: 1 Fjóluna 6 Lit 7 Ar 9 DÐ 10 Mikojan 11 Ró 12 L1 13 Ama 15 Siðsamt. Lóðnétt: 1 Framrás 2 Ó1 3 Liðorms 4 UT 5 Auðnist 8 Ríó 9 Dal 13 Að 14 AA. fsl. texti: Ingibjörg Jónsdótt ir. 21.35 Á hæla ljónsins. (After the lion, jackels) Bandarísk kvikmynd gerð fyrir sjónvarp. Aðalhlutverk: Suzanne Ples hette, Stanley Barker og John Saxon. 22.20 Erlend málefni Umsjón: Ásgeir Ingólfsson. 22.40 Dagskrárlok. Bústaðaprestakall. Munði sjálfboðavinnuna, fimmtu dagskvöld kl 8. Sjáið hvað náttúran er dásam leg, bömin mín. Hafið nú augu og eyru opin. mér til að eyðileggja mig, nei. Hann nötraði af kulda. — Já, en þú hlýtur að sjá það pabbi. . . byrjaði Anna, en hann greip önugur fram í fortölur hennar. — Ert það þú eða ég sem á að ráða því hvernig mér líður? Ég hef aldrei leitað læknis á minni lífsfæddri ævi, og ef þið leiðið svoleiðis náunga inn til mín, sparka ég honum út aftur, að þú vitir það. Æ, æ, æ. . . stundi hann eftir ræðuna. — Heldurðu að þú getir spark að með brotinn fótinn? spurði Kristín. — Og hvorki læknirinn né ég. . . — Þú greip Óli Pétur fram í með fyrirlitningu. — Það væri sjón að sjá, eða hitt þó heldur. Æ, æ, æ. — En pabbi, svona getur þetta ekki gengið mælti Anna óróleg. Hún settist á vota vegarbrún- ina og tók höfuð föður síns £ kjöltu sér meðan Jóhann og drengirnir fengust við börurnar. — Gengið. _ Hver hefur sagt það? spurði Óli Pétur. — Sendið eftir honum Samúel í Holti. Það væri nær. . . og ódýrara í þessu kom Jóhann til þeirra — Samúel í Holti, endurtók hann. — Samúel er ekki svo af- leitur að lækna beljur, en. . . Hann fékk ekki heldur að ljúk setningunni. — Samúel eða engan, sagði Óli Pétur þvermóðskulega. Síðan fór um hann hríðskjálfti. — Mér er skítkalt. . . eins og kvikindi. Almennilega í staupinu, það er sem ég þarf Tennurnar gnötruðu svo í hon- um að hann átti erfitt með að koma upp nokkru orði, en nú komu drengirniir með börur. Óli Pétur stundi hástöfum meðan ver ið var að koma honum fyrir á þeim, og Anna grét af meðaumk- un. — Nú skalt þú halda heim og taka Tóna með þér, sagði Jó- hann og sneri sér til hennar. Við Malín skulum sjá til að vel verði að honum búið, og við erum fjög- ur til að bera hann. — En ég vil... — Nei, þú verður líka að hugsa um það sem þú átt heima fyrir. — Já, en. . . — Þú verður að gegna_ þessu, manneskja, tuldraði Óli Pét- ur uppi á börunum. — Ætlarðu ekki að gegna þínum skyldum. — Hugsaðu líka um mömmu mælti Jóhann. — Hún veit ekk- ert. — Já, og það er afmælisdagur- inn hennar ömmu, sagði’ Anna í hálfum hljóðum. — Þá verð ég vist að fara. En í öllum bænum, berið hann varlega. — heyrið þið það drengir Gangið samstíga Og segið Malín að hita mjólk með liunangi í. . . — Já, já, svaraði Jóhann óþol- inmóður. — Farðu nú heim og fáðu þér mjólk að drekka s.iálf. — Og stóran bolla af sterku afmæliskaffið bætti Kristín við. Nálægt elliheimilinu lá afleggj ari heim að Neðrabæ. Þar nam Jóhann staðar. — Þú getur skroppið heim að Neðrabæ Krist ín oe spurt Knút fyrir mie hvort hann viljj lána mér hálfan lítra af koníaki Þeir eiga það ævinlega heima hjá sér. ^ — Og flýttu þér, stelpa, bætti Óli Pétur við óþolinmóður. Kristín fór. Hér var ekki út af eins dimmt og í skóginum, en þó svo að öðru hvoru þurfti hún að þreifa fyrir sér með fætin- um, hvar vegurinn væri. Hún sá ljósið í glugganum, hlýtt og vina- legt, milli hlynviðartrjánna sem uxu umhverfis hlaðvarpann, Marg ir gluggar voru uppljómaðir í þessu stóra, hvíta húsi, og Kristínu fannst gestirnir hljóta að vera komnir, fyrst það var líka ljós í „stóru stofunni“. Bæjarhús- in voru, að henni fannst, enn meir aðlaðandi eftir einsemdina myrkrið og ömurleikann í Skóg- inum. Það kunni að búa um sig á Neðrabæ. Við dagsbirtu hafði Kristínu ætíð fundizt stóra stofan dálítið stirfin og ópersónu- leg þrátt fyrir djúpa og þægilega hægindastóla, stóra og mjúka gólf ábreiðu og daufa liti. En þegar kveikt hafði verið á öllum lömp- um með gulu silkihjálmunum, ljómaði hún af unaði og heimilis hlýju. Húsgögnum var fyrir kom- ið af sérfræðingum og Amalía var sérlega upp með sér af henni. Þessa stofu gat Kristín eignazt, ef hún vildi . . . Annars var inn- búi í öllu íbúðarhúginu raðað nið- ur á myndarlegan og hagkvæm- an hátt, með alls konar vinnu- sparandi tiltektum. Það var ekki mikil raun að vera húsmóðir hér Kristín hafði sagt — og það með sannfæringu — að það ætti ekki við hana að taka neitt'að sér, sem væri altilbúið, og gert af annarra höndum. En sem hún staulaðist nú hingað éftir leirugri heimreiðinni, að þessari ógeðs legu skógarferð lokinni, fannst henni það nú samt geta verið ó- sköp inndælt að eiga svo áhyggju laust líf í vændum, sem það gæti orðið á Neðrabæ. Það var nokk- urs virði, ekki var fyrir það að synja. Og henni féll vel við Hinrik. Það skipti mestu máli, og tilfinningar hennar í Hinriks garð hlutu að nægja til að tryggja hamingjusamt hjónaband. Kristín fór inn eldhúsmegin. Lóa var þar ein að fást við kjöt- stönglana sem hún steikti á hverju kvöldi. — Hvað er nú um að vera, fyrst þú kemur um þetta leyti dags? spurði hún. Kristín sagði sem var. — Eru gestir hjá ykkur? spurði hún svo. — Bara. Hilmar og Bergur. Gerðu svo vel að ganga inn. Kristín var húsakynnum ná- kunnug. Hún fór gegnum forsal- inn rúmgóða án þess að kveikja ljós og drap á dyrnar að „stóru stofu“. Það var að vísu þarfleysa, en hún gætti þess vandlega að gera sig ekki of heimakomna. — Kom inn! hrópaði Knútur með eftirvæntingu í rómnum. Hinrik tók hurðina opna áður en henni vannst tími til þess og það glaðnaði yfir honum. þegar hann sá hver komin var. — Nei, Kristín! sagði hann og það var bæði undrun og ánægja í rómnum. — Hvernig stendur á komu þinni? Kristín skýrði frá því í stuttu I máli, sem gerzt hafði og bar fram [ erindi sitt. Knútur fór þ»jar og sótti koníaksflösku fram í skáp. — Segðu föður þínum, að hann þurfi ekki að borga þetta. Ef ég gæti gert Óla Pétri svolít- inn greiða með þessu, langar mig að leggja minn skerf til þess. Kristín þakkaði og kvaddi. Þeg- ar hún rétti Hinrik höndina, hristi hann höfuðið. — Ég skal fylgja þér til hælisins. Það er svo dimmt og ófýsilegt í kvöld, en við verðum fljótari að ganga þenn an spöl. heldur en fara að taka út bílinn. Þetta var satt, og hversu fegin sem hún hefði viljað láta fallast niður á mjúk hægindi bifreiðar- innar, svo þreytt sem hún var, þá féllst hún á það, sem Hinrik sagði Henni var enn dimmra | fyrir augum, þegar út kom, vegna viðbrigðanna eftir ljósbirtuna notalegu inni fyrir Það var ekki kalt í veðn — sem betur fór vegna Óla Péturs — frekar mollu- legt, en haustraki og þokuloft. Hinrik tók undir handlegg Kristínar og gekk henni samstíga. — Það liggur við að maður skamm ÚTVARPID Föstudagur 11. október. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há desisútvarp 13.15 Lesin IHSilRtJ djaskrá næstu viku 13.30 Við vinnuna: Tón leikar 14.40 Við. sem heima sitjum: Kristmann Guðmunds- son les 15,00 Miðdegisútvarp. Fréttir Tilkvnninsar. Létt lög. 16.15 VeðurfregnÞ íslenzk tón list 17 00 Fréttir Klasslsk tón list 17 45 Lestrarstund fyrir litlu börnin 18 00 Þióðlög. Til kynningar 18.45 Jeðurfregnrr. Dagskrá kvöldsins 19.00 Frétt- ir Tilkvnninsar 19 30 Efst á baugi- Elías Jónsson og Magnús Þórðarson tala um erlend mál- efni. 20.00 Óperetttulög eftir Fall. Lehár Strauss og Heu- berger. 20.30 Sumarvaka 21.35 „Commotio" op. 58 etftir Carl Nielsen 22.00 Fréttir og veð urfreenir 22.15 Kvöldsagan — 22.35 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar tslands. 23.05 Fréttir í stuttu máli. Dagskrár lok. Laugardagur 12. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Óskalög sjúkl inga. Kristín Sveinsbjörnsdóttir kynnir 15,00 Fréttir 15.10 Á líðandi stund. Helgi Sæmunds son rabbar við hlustend- ur. 15.30 Laugardags syrpa. í umsjá Baldurs Guð- laugssonar. 17 15 Á nótujn æsi unnar Dóra tnavadóttir og Pétur Steingrímsson kynna nýj ustudiæeurlögin 17.45 Lestrar- stund fyrir litlu börnin. 18 00 Söngvar í léttum tón. 18 20 Tilkynningar 18.45 Veðui fregnir. 19.00 Fréttir 19.30 Daglegt líf. Árni Gunnarsson ^ frétta’vaður sér um þáttinu 20 00 Klassíok’’- iansar og fcór Iöp 1 “vndaraón urinn i \mberwood“ eftir Dinr er og Morum. Leikstjóri: Bald vin Halldórsson. 22.00 Fréttii og veðurfregnir 22.15 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dag- skrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.