Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 18. ágúst 1977. 199. tbl. 67. árg Sími Vísis er 86611 VERÐUR EINVIGI SPASSKYS OG KORCHNOIS HÁÐ HÉR? Ekkert því til fyrirstöðu ef fjórmagn fœst ,,Ég tel það fullvist að einvigi Spassk>s og Korchnois yrði haldið hér á landi ef við óskuðum eftir þvi Enn viö getum ekki gengið um með betlistaf i hendi tvisvar á sama árinu svo fjárhagshliðina þyrfti að tryggja á einhvern hátt”, sagði Einar S. Einarsson forseti Skáksambandsins i sam- tali viö Visi I morgun. Eftir sigur Spassky i 14. ein- vigisskákinni við Portisch er nær fullljóst að Spassky og Korchnoi munu keppa um rétt- inn til að mæta heimsmeistar- anum Karpov. Það þarf að liggja fyrir á næstu vikum hvar Spassky og Korchnoi munu tefla þvi einvigi þeirra þarf að vera lokið fyrir áramót. Einar S. Einarsson sagöi að báðir myndu þeir vera tilbúnir að tefla hérlendis og Skákasam- bandið gæti tekið að sér fram- kvæmdina ef einhver gæti tryggt fjármagn. Skáksam- bandiö heföi ekki yfir stórum sjóðum að ráða og auk þess stæði það fyrir stóru alþjóðlegu móti hér i fcbrúar á næsta ári. Er Einar var spurður hvort Skáksambandið hyggðist bjóða i sjálft heimsmeistaraeinvigið taldi hann að þar væri um nokkuð stóran bita að ræða. Upphæð verðlauna gæti numið tugum milljóna. —SG Rússneskur ísbrjótur kominn til norðurpólsins á yfirhorðið á pólnuin sjálfum. Sovéski isbrjóturinn braut sér hins vegar leið beint til noröur- pólsins frá Rússlandi. Ahöfnin skildi eftir skjaldamerki Sovétrikjanna og minningar- skjöld á pólnum. Að sögn Moskvuútvarpsins tileinkaði áhöfnin árangur sinn 60 ára afmæli byltingunnar I Kússlandi. Aðrar erlendar fréttir er aö finna á fjórðu siðu VIsis undir yfirskriftinni „Útlönil i morgun”. „Hreinn ó að geta varpað 23 metra" — segir Geoff Capes um Hrein v Halldórsson — sjó íþróttaopnu j ,/Úff,þetta endar með skelfingu," sagði Hreinn Hall- dórsson og greip um höfuðið eftir eitt af hinum til- þirfamiklu köstum hans í kringlukastinu í gærkvöldi. Vísismynd: Einar. __________________________J Sovéskur isbrjótur knúinn kjarnorku komst i gær aö norð- urpólnum. Þetta er I fyrsta sinn I sögunni að skip siglir til norður- pósins ofansjávar, Isbrjóturinn, sem er rúmlega 18.000 lestir aö stærð er knúinn 75.000 hestafla vélum og er stærsti fsbrjótur heims. Bandariski kafbáturinn Nautulus sigldi undir norðurpól- inn árið 1958 og braut sér leið upp „EKKERT AÐ KVARTA, EN FÖR- UM ÞEGJANDI Á HAUSINN" (—' ! ^ Vandi frystihúsanna nokkuð mismunandi eftir landshlutum: V___________________J „Þessir erfiðleikar ganga alveg yfir okkur eins og aðra landsmenn. Við höfum hins vegar ekki verið að kvarta yfir því við ríkisstjórnina, heldur tökum við því og förum þegjandi á haus- inn," sagði Einar Guð- finnsson, forstjóri í Bolungarvík, við Vísi í morgun. Einar sagöi að þaö væri alveg augljóst mál, aö enginn rekstr- argundvöllur væri fyrir fisk- vinnslufyrirtæki i dag. Þaö væri hreinn áróöur i blööum og sjón- varpi að Vestfirðingar seldu ónýtan fisk i stórum stil og á honum ættu þeir aö græöa stór- fé. Vandinn væri sá, sagöi Einar, aö fiskveröiö væri sett hærra innanlands en hægt væri aö fá á erlendum markaöi. Viö yröum aö gera okkur grein fyrir að viö gætum ekki breytt verðinu erlendis og út frá þvi þyrfti að reikna fiskveröiö. Sömu framtiðarhorfur alls staöar. „Ég veit ekki hvort viö eigum viö sömu erfiöleika aö etja i dag og frystihús sunnan- og vestan- lands, en ég geri ráö fyrir aö þeir veröi þeir sömu áöur en langt um liöur,” sagöi Vilhelm Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri útgeröarfélags Akureyr- inga hf. I samtali viö Vísi i morgun. Vilhelm sagöi aö erfiöleikarn- ir væru ef til vill eitthvaö mis- f — sagði Einar ^ Guðfinnsson forstjóri i Bolungarvík i sam- tali við Visi í morgun V J munandi i hinum ýmsu lands- hlutum, en framtiöarhorfurnar væru þær sömu. Sagði hann aö af hálfu Útgeröarfélags Akur- eyringa yröi aö sjálfsögöu tekiö þátt i umræöum um vanda fisk- verkenda, en eins og Visir skýröi frá I gær munu fiskverk- endur koma saman til fundar i Reykjavik I dag. -SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.