Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 11
VISIR Fimmtudagur 18. ágúst 1977 11 MENN MUGUR Óvinsœlar athuganir Af þeim fjölmörgu ráö- stefnum, sem setiö hafa á rök- stólum hér á landi, þaö sem af er árinu, má óefaö telja aö tvær hafi skoriö sig úr, einkum sökum þess, hversu gjörólik viöfangsefni, vinnubrögö og mannvai, markmiö og niöur- stööur blöstu viö frá upphafi til enda. Hér er átt viö lifsháttar- ráöstefnu Sameinuöu þjóöanna, er starfaöi hávaöalaust i sjö daga (5.-11. júni),og sam- kembing svokallaöra aöila íslenska vinnumarkaöins, sem haföi hátt i margar vikur eöa nánast mánuöi. Visindaleg málsrök og gamlir tilburðir Verkefni fyrrnefndu ráöstefn- unnar var að gera úttekt á stöðu mannkynsins i veröldinni og leita svara við þeirri áleitnu spurningu, hvort framtiö manns og heims gæti orðiö öllu lengri en 50-100 ár að óbreyttu hátta- lagi — og, ef svo sýndist ekki, hvaða Urræði væru liklegust til þess að bægja háskanum frá. Deiluefni „aöilanna” var, hvemig heppilegast væri að skipta 100 á miili sin, þannig aö hvor fengi sem næst 75 I sinn hlut. Störf lifsháttaráöstefnunnar voru unnin á grundvelli alda- langra, óumdeildra visinda- legra málsraka, sem engum kom til hugar að véfengja. Til- burðir vinnusala og vinnukaup- enda voru að mestu með sama hætti og viðgengist hafa um nokkra áratugi, og þvl flestum kunnir. Að þessu sinni reyndist þó þaulsætni þátttakenda og skrafkraftur drýgri og ending- arbetri en stundum áður. Astæðan kann að einhverju leyti að hafa verið sú, að dómsmála- ráðuneytið sá sér ekki fært að stifla eina gjöfulustu tekjulind rikissjóðs meö þvi að setja hömlur við áfengissölu aö þessu sinni. Allir barir borgarinnar áttu þess vegna liflegum við- skiptum að fagna. Lifsháttaráðstefna Samein- uöu þjóðanna skipuðu 130 við- kunnir sérfræöingar og vfsinda- menn frá 20 rikjum, þ.á.m. r T ^ Jón Þ. Arnason skrifar um lífshátta- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og tilburði vinnukaupenda og vinnuseljenada margir, sem lengi hafa staðið i fararbroddi á hinum ýmsu svið- um mannlegrar þekkingarleitar og hlotið heimsfrægð, heimsað- dáun fyrir afgrek sin. Reyndar vantaði nokkra, sem ómetan- legur fengur hefði hlotið að verða af að lagt hefðu sitt til málanna. I þvi sambandi ber t.d. að nefna prófessor Robert L. Heilbroner, dr. Herbert Gruhl, C.D. Darlington, Gunth- er Schwab og Dennis Meadows. A samkundu kjarabótafólks vantaði hin vegar sárafáa, sem þaráttu heima. Þar voru mættir en masseallir þeir, sem við stfk og þvllik tækifæri hafa haft mest til brunns að bera af fá- fræði og þjösnaskap. Jafn ólikar og nótt er degi Markmið lifsháttaráöstefn- unnar var i aðalatriðum fólgið i að finna leiðir til þess að opna augu ráðandi stjórnmálamanna i heiminum fyrir þeirri heljar- þröm, sem mannkyniö hefir an- að fram á, koma rökstuddum upplýsingum á framfæri við rikjastjórnir og skora á ,,öll samfélög, allt fólk aö hefjast þegar i stað handa til að forða frá þeirri ógæfu, sem biður framundan”. Keppikefli hinnar ráðstefnunnar var þveröfugt: Að sefja sjálfa sig, blekkja al- þýðu og hræða málamynda- stjórnvöld landsins — allt I þeim tilgangi að dylja þá staðreynd, að 500-900% hækkun vinnuverðs á 6-12 mánuðum umfram áætl- aða aukningu þjóðartekna aö bjartsýnustu manná yfirsýn, hlýtur að hefna sin grimmilega. Sér i lagi á heiðarlegu verka- fólki strax, og æskufólki siðar. Að framangreindu verður ljóst, að niðurstöður ráðstefn- anna hlutu að verða jafn ólikar og nótt er degi. Þar skilur hyl- dýpið eitt á milli. Nærgætni viðlifrikið og gömul ihaldsúrræði 1 boöskap fulltrúa hugsandi stéttanna er meginþungi lagður I nærgætni og undirgefni við llf- rikið. Hann er reistur á þeirri fullvissu, að „ákvaröanir, sem teknar eru núna og á næstu 30 árum, munu ráða úrslitum um framtið mannkynsins og heims- ins”. Hann er strlðsyfirlýsing á hendur ofátsstefnunnar. Þvl að- eins á manneskjan von um bærilega framtið, aö hún gæti hófs og stjórnsemi, skrúfi bruöl- fýsnir sinar niður um allan helming og vakni til meðvitund- ar um, aö kynfærin og melting- arfærin eru ekki þýðingarmeiri i tilveru hennar en hjarta, heili og taugakerfi. Gömul Ihaldsúr- ræði — sparsemi, nýtni, heil- brigðir lifnaðar- og sambúöar- hættir — eru enn sem áður mergur máls. Ef þeim veröi hafnað, verði brunið niður til vinstri ekki stöðvað. Fulltrúar vinnandi stéttanna — sumir kalla þá verkalýösrek- endur — og samsektarbræður þeirra, ábyrgðarsljóvir at- vinnurekendur, sem „Morgun- blaðið” gefur ófeimið i skyn, að séu I rauninni verðbólgubrask- arar og skuldaprakkarar, en al- menningur nefnir gjarnan pen- ingajúða sáu hins vegar ekkert annað en himneskt sólskin framundan. Færustu sérfræð- ingar, en þó e.t.v. heldur bjart- sýnir, höfðu spáð um 5% hækk- un þjóðartekna. Á þeirri for- sendu reiknaðist múgamanna- þinginu svo til, að þjóöinni væri leikur einn aö hækka kaup sitt strax um málægt 30% — og allt að 20% að auki siðar, ef t.d. er- lendar vörur hækkuöu duglega i verði. Og samt höldum við að við séum með fullu viti. Til að vekja athygli á sjónarmiði Bryndisar Schram I grein, sem frú Bryndis Schram skrifar i „Visi” 7. þ.m., og er ágæt að öðru leyti en þvi, að hún nefnir Hriflu-Jónas á meðal valinkunnra sæmdar- manna (áhrif frá Indriða?), harmar hún, hversu algengt er, að þeir vægi, sem vitið hafa meira, og efast um, að „dóm- greind almennings” sé þaö bjarg,sem traustrikiverði reist á. Þessi greinarstúfur minn er tilraun til þess að vekja athygli á stjónarmiði hennar. Málin skýrast sem kunnugt er oftast nýtilegast meö þvi aö fylkja andstæðunum hverri gegn ann- arri. Vilhjálmur Egilsson viðskiptafrœðingur skrifar um þátttöku ríkisins i atvinnu- rekstri og segir, að hlutverk þess sé að skapa almenn skilyrði fyrir atvinnulífið og að skatttekjurnar sitji eftir þar sem verðmœtin eru sköpuð vegna. I upphafi var ekki ætlunin hjá rikinu að staldara lengi viö I sildarútvegnum, og voru sölu- heimildir á slldarverksmiöjunum til samvinnufélags sjómanna og útvegsmanna i lögunum um þær. Einnig var reiknað með þvi, að sildin væri unnin fyrir reikning útvegsmanna en ekki keypt af þeim nema með sérstöku ráð- herra leyfi. Eru ákvæði um þessi atriði ennþá I lögum og i fullu gildi. Umsvif ríkisins I þessari at- vinnugrein jukust samt ár frá ári og urðu mest á Siglufirði og Raufarhöfn. EKKI AUÐVELT AÐSNUAVIÐ Þegar rikiö var einu sinni byrj- að á beinni þátttöku I atvinnulífi sildarplássanna, varð ekki svo auðveldlega snúið til baka, enda auðveldara að gera kröfur á hendur rikinu um óarðbæra starf- semi en einkaaðila. Fór svo að rikiðkom fót tunnuverksmiðjum, er voru reknar með nokkurs kon- ar atvinnubótafyrirkomulagi. Ennfremur kom rikið á fót niður- suðurverksmiðju á Siglufirði, sem átti að ryðja brautina fyrir stórfelldan niöursuðuiðnað I land- inu. Sú forysta hefur auðvitað veriö með endemum slöpp, og Austantjaldsþjóðir hafa keypt framleiðsluna mestan part. Þar ráða hins vegar örfáir menn þvi, hvað fólkið hefur sér til matar erlendis frá og liklegt, að þeir hafi keypt af Sigló til að tryggja til- veru riikisfyrirtækis fremur en vegna sérstakra gæða framleiösl- unnar. RIKIÐ RÉÐI HVERSU MIKIÐ SAT EFTIR Það má eflaust þakka rikinu fyrir að gegna lykilhlutverki við að koma útlendingum út úr sildarútvegnum, en hins vegar voru áhrifin á munstur at- vinnullfsins sildarplássunum óæskileg, ef plássin áttu að vera varanlega i fullri byggð. Þá verö- ur einnig að lita á það, að rlkið gat með útflutningsgjöldum og öðr- um skattalögum ráöið afkomu fyrirtækjanna og verkafólksins og þar með hvað sat eftir af pen- ingum i sildarplássunum. Þaðgat verið hagstætt fyrir rikiö að leggja há útflutningsgjöld á sildarafurðir, þótt það tapaöi þar meö á síldarverksmiðjunum. 1 ljósi þess hve rlkið haföi mikið upp úr verðmætasköpuninni á Siglufirði á sinum tlma má e.t.v. lita á brölt rikisins nú I atvinnulif- inu þar sem nokkurs konar endurgreiðslur. Hins vegar er óhætt að fullyröa það, aö þar má margt betur fara og æskilegra að styðja við atvinnulífið eftir öðrum leiöum. Til dæmis má nefna, aö rikiö haföi forystu um aö byggja á Siglufiröi frystigeymslu á við heilan fótboltavöll. Síðan var öll- um áætlunum breytt og leikvang- urinn orðinn að saltfiskverk- unarhúsi. Ef þessi mál eru skoðuö af ein- hverri skynsemi, hlýtur það að verða niöurstaðan, að rikiö sé aðalorsakavaldur hinnar miklu deyfðar, sem varð I sildarpláss- unum eftir að hún hvarf og miklu meiri sökudólgur I þessum efnum en einkaframtakiö. Og til að fyrirbyggja að öll sömu mistökin hendi aftur ef sildin skyldi nú birtast á ný hlýtur það aö verða frumskilyrði, að rikið dragi sig út úr þessum rekstri, en skapi þess i stað almenn skilyrði, sem tryggi auðveldari fjármagnsflutninga milli atvinnugreina, og að skatt- tekjurnar sitji eftir þar sem verð- mætin eru sköpuö. „Rikið gaf, rikið tók” á ekki aö vera graf- skrift atvinnulifsins i sildarpláss- unu,. Hlutverk ríkisins f atvinnurekstri er að skapa almenn skilyrði fyrír atvinnulffið og að skatttekjurnar sitji eftir þar sem verðmœtin eru sköpuð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.