Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 5
Umsjón: Jón Ormur Halldórsson Ekki viröist friöur hafa komist á i hinu striöshrjáöa Indókína viö valdatöku kommúnista I löndun- um fjórum, sem landssvæöið mynda. Staöfestar hafa verið fregnir um töluveröa bardaga á landamærum Vietnam og Kambódiu. Útvarpiö i Kambódiu skýrði frá þessum bardögum nokkrum dög- um eftir aö skýrt hafði veriö frá þeim á Vesturlöndum en enn er þó ekki meö fullu ljóst hvert um- fang þeirra var né heldur hvernig bardagarnir hófust. Þvl hefur veriö haldiö fram aö hér hafi ver- ið um að ræöa bardaga Vietnama og Kambódiumanna gegn skæru- liðum, sem á svæöinu starfa en liklegra er þó aö hér hafi veriö um millirikjaátök að ræða. Kambódiumenn hafa einnig átt i bardögum á landamærum landsins viö Thailand. Flóttafólk, sem reynt hefur að flýja Kambódiu hefur veriö skotiö til bana á landamærunum og til smávægilegra átaka hefur komið. Meira áberandi hafa þó verið árásir Kambódiumanna á her- flokka stjórnarinnar I Thailandi. Tugir manna hafa farist i þessum árásum en Thailandsstjórn hefur ekki þoraö að gera neitt i málinu. Kambódiumenn munu nú ráöa lögum og lofum á allnokkru landssvæöi, sem aö nafninu til er innan Thailands. 1 Laos kemur enn til bardaga milli bænda og herja stjórnarinn- ar. Talið er að langur vegur sé frá þvi að stjórnin ráöi landinu öllu en talið að einstaka ættbálkar ráöi stórum landssvæöum. Nýlega var sendur liösstyrkur frá Vietnam til landsins en fyrir voru all margir vietnamskir hermenn. Menn af þvi þjóöerni eru hins vegarlitnir hornauga i landinu og getur þessi ráöstöfun þvi reynst tvieggjuö. Kambódiumenn styöja flokka skæruliöa frá Thailandi sem erfitt hafa átt uppdráttar þar i landi en skæruliðar þessir eru nú taldir hljóta þjálfun i Kambódiu. Taliö er að Noröur Vietnamar styöji einnig þessar hreyfingar en ekki er taliö að Thailandi stafi mikil hætta af þeim I bráð. VOLKSWAGEN og Auói bílarnir eru Vestur-þýzk gæðaframleiðsla Auól 80 Auói ÍOO ALJÖl-bílarnir eru frábœrir að gæðum og með fullkominn tæknibúnað. — Sjón er sögu ríkari. - V.W. 1200 hefir aldrei verið betri og hagkvæmari í rekstri. Golf LT sendibíll fallegur nútímabíll með hagkvæmur og fáanlegur fullkomnum búnaði. af mörgum gerðum. Komið — skoðið og kynnist Volkswagen og Auól — Landskunn viðgerða- og varahlutaþjónusta. — FÁUM BÍLUM ENN ÓRÁÐSTAFAÐ — Volkswagen OCÖDAuAi HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 Paraguay: Kaþólska kirkjan í andstöðu við stjórnina Stroessner, hershöföingi og þjóöarleiötogi Paraguyamanna lýsti því yfir fyrir 23 árum er hann tók viö embætti aö hann myndi gera kommúnisma ónauösynlegan i Paraguay. Hon- um viröist ætla aö dveljast viö ætlunarverk sitt þvi nú 23 árum siöar telur hann aö enn sér þörf einræöis hans um hriö. Stroessner hyggst bjóöa sig fram i sjötta sinn sem forseti landsins en kosningar eru haldnar i landinu meö reglu- bundnum hætti. Sifkt hefur þó takmarkaöa þýöingu þvi meiri- hluti ibúa landsins er ólæs og óskrifandi og býr í heföbundnum ættbálkasamféiögum, þar sem lýöræöi er ekki viötekiö stjórnar- form. Stjórn Stroessners er gerspillt og ráöa smyglhringir og önnur áþekk fyrirbæri miklu i landinu. Stroessner hefur á hinn bóginn tekist að viöhalda nokkuö stöö- ugum hagvexti i landinu og óumdeilanlegt er, ab verulegar framfarir hafa oröið, en i Para- guay rikti steinaldarþjóöfélag fyrir 30 árum. Stroessner leyfir ákveöna tegund stjórnandstöðu, en kemur þvi þannig fyrir að hún á sér m jög erfitt uppdráttar i kosningum. Stjórnaandstaðan heldur þvi fram að allt að 100.000 manns hafi verið fangelsaöir á siöustu árum. Ekki er ljóst hvort þær tölur eiga við mikil rök að styöjast.en hitt er ljóst að stjórnin hefur annaö slagið gripiö til mjög grimmdar- legra herferöa gegn hvers kyns skipulagðrar andstöðu. Einn hættulegasti ardstæðing- ur stjórnarinnar er kaþólska kirkjan, sem er mjög sterk I landinu og hefur gagnrýnt stjórn- ina mjög harölega fyrir virö- ingarleysi sýnt lifi manna og ein- földum mannréttindum. Kaþólska kirkjan tók i fyrra höndum saman við lútersku kirkjuna i landinu og er sam- starfsnefnd þessara kirkna farin aö hafa veruleg áhrif I landinu. Flutningur oliu eftir oliuleiösl- unum miklu i -Alaska stöövaöist á ný i gær. Leki kom að leiöslunni viö dælustöð og flóöi nokkurt magn oliu úr út leiöslunni. Leiðslan hefur ekki reynst vel á þeim nokkrum mánuöum, sem hún hefur veriö notuö og hafa stööug óhöpp átt sér staö meö leiðsluna. Þessi mynd er af oliufiutningaskipi aö lesta olíu úr leiöslunni mikiu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.