Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 9
VISIR Fimmtudagur 18. ágúst 1977 Séö yfir isaf jörð, en kaupstaðurinn stendur við Skutulsf jörð sem gengur inn úr isa- f jarðardjúpi. Matur og gisting Esju á hringferðum þeirra um landið. A Isafirði eru starfandi tvö hót- el yfir sumarmánuðina, Hótel Edda og Hótel Mánakaffi, en það siðarnefnda er opið allan ársins hring. Á Mánakaffi eru 15 herbergi, og er þar rúm fyrir um 30 manns. Þar er ekki svefnpokarými, en þess munu dæmi að hópar hafi fengið inni á ísafiröi i skólahús- næði ef mikið liggur við. Matsalur er á Mánakaffi, og er þar framreiddur heitur matur allan daginn, auk þess sem þar er selt kaffi og brauö. Hótelstjóri á Hótel Mánakaffi er Bernharð Hjaltalin. A Hótel Eddu eru 36 tveggja manna herbergi, og 8 eins manns herbergi. Hóteliö er 1 heimavist Menntaskólans, og er húsnæðið nýtt og glæsilegt, og er allur að- búnaöur með þvi betra sem gerist hér á landi. I hverju herbergi er handlaug, en baöherbergi er sameiginlegt fyrir hver sex herbergi, en hótel- inu er skipt niður i eins konar ein- ingar. Svefnpokapláss er unnt að fá á Hótel Eddu. Matsalur er á hótelinu, og þar er unnt að fá þrlréttaðan mat allan daginn, auk þess sem þar er selt kaffi og smurt brauð og kök- ur. Hótel Eddu stýrir af röggsemi Sigurbjörg Eiriksdóttir. Um önnur hótel eða matsölu- staöi er ekki aö ræða á Isafiröi. Bilaleiga/ hjólbarða- bifreiðaviðgerðir og A Isafirði er ein bilaleiga, og þar eru nokkur bifreiöaverkstæði sem leysa fljótt og vel úr vanda ferðalanga ef eitthvaö óvænt hendir farkostinn. Að lokum mun svo hiklaust vera unnt að mæla með Isafirði sem feröamannastað, og þeir sem enn hafa ekki komið til Vestfjaröa ættu ekki að láta það dragast öllu lengur úr þessu. Þar er ótal margt að sjá, og þar er viða að finna landslag sem ekki á sér hliöstæðu hér á landi. Raunar eru þessi sannindi aö renna upp fyrir æ fleirum, og má i þvi sambandi nefna að ferða- mannastraumur hefur aldrei ver- iö eins mikill og i sumar á þessum slóðum. —ah KAUPFELAG ISFIRÐINGA AUSTURVEGI2 HLIÐARVEGI 3 HAFNARSTRÆTI 6 ISAFIRÐI leysir langflestar verslunarþarfir ferða- mannsins á (safirði. Mikið úrval margskonar ferða- og viðleguút- búnaðar, fatnaður allskonar o.s.frv. I matvöruverslunum okkar fást allar mat-, mjólkur- og nýlenduvörur. A ISAFIRÐI: Verslun að Austurvegi 2, Hlíðarvegi 3 og Hafnarstræti 6. I HNÍFSDAL: útibú að (saf jarðarvegi 2 I BOLUNGARVIK: útibú að Hafnargötu 83 I SÚÐAVÍK: útibú miðsvæðis. Þér eruð ávallt velkomin í Kaupfélagið Innanlandsflug með afslætti Fljúgir þú í hópi áttu rétt á afslætti. Einnig í hópi fjölskyldu þinnar. Láguraldur þinn, eða hár. veitir þér sama rétt. AthugaÓu afsláttarmöguleika þína FLUGFÉLAG ÍSLANDS INNANLANDSFLUG Gisting í 1 og 2ja manna herbergjum fyrir allt að 80 manns, í nýjum vistlegum herbergjum. Veitingasalur, opinn frá ki 8 - 23.30. Stœrri og smœrri hópar einnig velkomnir. jötumynd frá Isafirði, höfuðstað Vestfjarða MENNTASKOLINN ISAFIRÐI Simi 94-3876

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.