Vísir


Vísir - 18.08.1977, Qupperneq 2

Vísir - 18.08.1977, Qupperneq 2
/~9í m Fimmtudagur 18. ágúst 1977 VISIR Þorsteinn Einarsson, skipstjóri: — bæreru allavega miklu fallegri og huggulegri en þær útlensku. Mér finnt þær lika hreinskiptari i viðræðum og það er meira að marka það sem þær segja. Ég hef kynnst svolitið útlensku kvenfólki á Norðurlöndum, i Þýskalandi, Hollandi og Belgiu, og byggi skoðun mina á þeim kynnum. Ilaukur Snorrason: — Þær eru miklu betri. Þær hafa einhvern- veginn miklu sterkari persónu- leika og meira i þær varið al- mennt. Mér finnst islenskt kven- fólk á allan hátt miklu skemmti- legra en það sem ég hef kynnst i útlöndum. Svavar Þ. Þórhallsson, versiun- armaður: — Ég hef bara aldrei haft kynni af útlensku kvenfólki. Hitt veit ég að mér finnst islensk- ar konur alveg dásamlegar. En þó ég hafi verið að flækjast i út- löndum hef ég alltaf verið með konunni minni á þeim ferðum. Unnið við iöndun úr Siglunesi sem kom með 70 tonn af fallcgri sfld I gær. Síldinni landað sitt á hvað í Ólafsvík og Grundarfirði „Það eru nokkrir bátar hér fyrirvestan sem fengu leyfitil að veiða siid í beitu nokkra daga og hafa þeir fengið ijómandi fal- lega sild. Hér er Sigiunesið að landa 70 tunnum i dag og i gær var einnig landað 70 tunnum úr bátnum”, sagði Hringur Hjör- leifsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar i samtali við Visi i gær. Auk Sigluness eru einir þrir bátar frá Ólafasvik á sildveið- um þessa dagana og hafa aflað vel. Var aflinn allt upp i 200 tunnur i veiðiferð svo ekki ætti ■ að skorta beituna fyrir vestan. Sildin hefur einkum veiðst vestur af Malarrifi og sagði Hringur að þetta væri svipuð sild og hefði sést meðan að sild- veiðar voru stundaðar i reknet hér áður fyrr. Af li Sigluness fer allur i fryst- ingu i Grundarfirði en Ólafsvik- urbátarnir landa I heimahöfn. „Annars er allt á kafi hér i fiski. Skuttogarinn Runólfur var að landa hér 135 tonnum í fyrra- dag eftir átta daga útivist. Það er þvi nóg að gera þótt erfitt sé að reka frystihúsin um þessar mundir,” sagði Hringur Hjör leifsson að lokum. — SG Endurskoðun stjórnarskrár- innar stendur yfir. Þótt hún bæri merki frjálslyndis á sinum tima, þegar Kristján konungur nlundi færði okkur hana árið 1874, er orðið eðlilegt og tfma- bært fyrir löngu að við fáum nýja stjórnarskrá, og þá I sam- ræmi við þarfir og getu ungs lýðveldis. t rauninni er ný stjórnarskrá ekkert vandamál i sjálfu sér. Hitt mun vera meira vandámál hverjir eigi um að véla og bera heiðurinn af hinu nýja plaggi. Þótt Aiþingi samanstandi af friðsemdar- mönnum munu þeir ekki unna neinum úr sinum hópi þess að vera höfundar að slfku framtlð arpiani. Einnig koma þar til hugsanlegar breytingar á kosn- ingafyrirkomulagi, en eins og kunnugt er, þá er það sniðið að þörfum flokka en ekki einstakl- inga — kjósenda, og hefur svo iengst af verið. Þrátt fyrir þessa viðkvæmni og nokkurn öfundarótta dylst engum að illt er að þurfa að búa við stjórnarskrá frá timum kon- ungdæmis. Að visu mun það ekki haida vöku fyrir neinum, og vlst er að við förum okkar fram I samtlmanum hvað sem hin aidargamla stjórnarskrá segir. Sé tekið mið af sálmabók- inni og bibliunni, þá hefur sálmabókin verið endurskoðuð tvisvar eða þrisvar sinnum á öldinni, og þykir engum mikið. Þetta hefur m.a. leitt til þess að nú fyrirfinnast sálmar, sem ort- ir eru eftir 1880. Hundavinir fagna mjög dýra- spltaia I grennd viö borgina, sem gefinn hefur verið hingað af kaliforniskum hundavini, og var þessi sýning haldin til ágóða fyrir spitalann. Bæði sýningin og spltalinn eru raunverulega fyrir utan reglugerðarákvæði um bann við hundahaldi I borg- inni. Um eigendur hunda á bannsvæðum skal það eitt sagt, að þeim er ekki fisjaö saman, enda virðast þeir nú hafa haft fullan sigur á reglugerðinni. Er þá komið að þeim þætti málsins sem eftirtektarverðastur er I fari okkar. Fyrst er sett bann við hundahaldi. Nokkur dæmi verða þess að hundur biti börn. Ekki er hægt að ná þeim hundi, þvi hann gerir sig liklegan til að blta lögregluna og jafnvel eig- endur hans gera sig Hklega til að bita. Hundavinir mynda samtök og spitali fyrir hunda er þeginn að gjöf, þótt engir hund- ar eigi að vera fyrir hendi til lækninga. Reglugerðin stendur óbreytt. Til að geta rekiö spital- ann er efnt til árlegrar hunda- sýningar. Af þvi reglugerðin bannar hundahald eru leyni- hundarnir ekki hreinsaðir og geta þvl dreift bandormum eins og áburöarvélar. Einstöku undantekningar geta haldiö á- fram að bita börn. En reglu- gerðin kemur jafnvel I veg fyrir að þeir séu fjarlægðir vegna þess að enginn gefur eftir hund meöan hún er I gildi. Svarthöfði Sfldin er fryst I beitu I Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar. — (VIsis- myndir — Bæring) Annars vekur það nokkra furðu hvað lög skipta okkur ts- lendinga litlu. Helst litur út fyrir að þau séu sett til að brjóta þau. Áður fyrr voru dómstólar upp- teknir við landamerkjaþrætur, vegna þess að eftir að bændur hættu að „fljúgast á” með deig- svo sem hámarkshraðareglur i þéttbýli og reglur um hunda- háld. Ekki er vitað annað en á Stór-Reykjavlkursvæðinu sé bannaö að hafa hunda. Samt er nýlokið einhverri mestu hunda- sýningu I samanlagðri kristni, þar sem hin afbrigöilegustu kyn um vopnum fornaldar, hófu þeir málaskak út af hólmum og rind- um, barneignum og hlunnind- um. Nú ber orðið minna á þessu, en I staðinn eru settar reglu- gerðir handa almennum borg- urum til að brjóta átölulaust, sýndu listir slnar, svo sem stökk og afturfótagöngur. Engum dettur I hug að allir þessir hund- ar hafi veriö af bannsvæðum. En samt hefur hundahald aukist mikið I nágrenninu sé þessi fén- aöur ofan úr Kjós. Guðjón Guðjónsson, verslunar- stjóri: — Ég hugsa að Islenskar konur séu heimsins bestu konur og passa náttúrulega best hér hjá okkur. Allavega hafa þær alltaf verið góðar við mig þessar elsk- ur. ¥ISŒ $pyr* t Reykjavik: ------y------ Heldur þú að islenskar konur séu betri eða verri en útlenskar? Stefán ólafsson, stórbóndi: — Ég hef enga reynslu af útlensku kvenfólki. Þó býst ég við að það sé ósköp svipað þvi islenska, hvorki betra né verra. Ofar stjórnarskrá og reglugerðum

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.