Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 8
8 r Fimmtudagur 18. ágúst 1977 VÍÖIR Rafmagnstœki Búsáhöld Leikföng Gjafavörur Ferðabúnaður Minjagrípir m.a. frá Isafirði Hafnarhúsinu ísafirði Simar 94-:5112 og 94-3416 á faraldsfœti Umsjón: Anders Hansen Vísir kynnir óningarstaði ferðamanna FERÐAFOLK A VESTFJÖRÐUM Hentugasta leiðin til þess að sjá sig um á Vestfjörðum er að sigla með M/S FAGRANESI um Isafjaröardjúp — hvort heldur ferðinni er heitið til eða frá ísafirði. Skipið flytur bifreiðar í öllum ferðum. Vinsamlegast pantið með fyrirvara. Veitingar um borð — matur, kaffi, smurt brauð, sælgæti, gosdrykk- ir o.fl. Atli. Aukaferðir I Dalbæ á Snæfjaliaströnd, (dansleikur) föstudag 1». ágúst kl. 19.30. í Jökulfirði (10-12 tima Terð) laugardag 20. ág. kl. 10.00 f.h. Hf Djúpbóturinn Hafnarstræti 1, ísafirði. Simi 94-3155 HA FJÖLL 0G ÞRÖNGIR FIRÐIR LITAST UM VIÐ ISAFJARÐARDJÚP VELK0MIN TIL ÍSAFJARÐAR Gisting - matur - brauð - kaffi - grillréttir * Opið frá kl. 7.30 til 11.30 HÓTEL MÁNAKAFFI Simi 94-3777 ÍSAFIRÐI Hótel Edda, Isaf irði, en i þessu húsi er heimavist Menntaskólans til húsa að vetrinum. t dag leggjum við land undir fót og höldum vestur á tsafjörð, lang stærsta kaupstaðar á Vestfjörð- um, og eins konar höfuðstaður þessa hluta landsins. Staðurinn hét áður Eyri viö Skutulsfjörð en nafnið breyttist slðar I tsafjörður og hefur það haldist sfðan. Hefur verið mikil verslun á tsafirði allt frá árinu 1788, er Danakonungur ákvað að kaupstaðurinn skyldi vera einn sex staða á landinu sem einokunarverslunin skyldi hafa aðsetur sitt á. tbúar tsafjarðarkaupstaðar eru nú talsvert á fjórða þúsund. Hafa þeir aðallega atvinnu af útgerð, þjónustustarfsemi ýmiskonar og einnig er þar talsverður iðnaður. Af mikilvægum þjónustustofn- unum á tsafirði má nefna Menntaskólann, Sjúkrahúsið, Byggðasafnið, Sundhöllina, Hótel Eddu, Mánakaffi og margar fleiri. Þarna er sýslumannssetur og læknissetur, og allstór flug- völlur er i grennd kaupstaðarins. Þá er þarna Sjómannaskóli auk hinna venjulegu grunnskóla. Hvað ættu ferðamenn að skoða? Vegna þess hve kaupstaðurinn er gamall, er þar allmargt gam- alla húsa, og eru sum hinna gömlu timburhúsa meö elstu uppistandandi húsum á landinu. Feröamenn munu vart komast hjá þvi að taka eftir landslaginu á ísafiröi, en það er að mörgu leyti dæmigert fyrir Vestfjaröakjálk- ann. Há og brött fjöll risa hátt yfir kaupstaðnum, og milii fjalls og fjöru er þvi ákaflega litiö undir- lendi. Kaupstaðurinn hefur lengst af staðið á eyrinni sem gengur út i Skutulsfjörð, en eftir þvi sem byggðin hefur vaxið hefur byggö- in teygt sig upp I hliöarnar ofan eyrarinnar. Vegna þess hve brött fjöllin þarna eru, er all mikil snjóflóöa- hætta á Isafiröi, og þar hefur orö- ið manntjón I snjóflóðum. Mestu snjóflóðin á siðustu áratugum hafa orðið ofan úr Eyrarfjalli, til dæmis árin 1941, 1947 og 1965. I kyrru veðri er fallegt aö litast um viö sjóinn á Isafirði, en höfnin þar nefnist Pollur, likt og á Akur- eyri, enda aöstæöur ekki ósvipað- ar. Sund heitir útsiglingin úr höfninni, og er hún nokkuö þröng stórum skipum. Ferðir til isafjarðar Isaf jarðarkaupstaður við Skutulsfjörö i Isafjarðardjúpi er nokkuð afskekktur, og þangað er langt að fara frá flestum lands- hlutum. Það þarf þó alls ekki aö þýða að það sé að sama skapi erf- itt að komast þangað, þvert á móti eru greiðar samgöngur við Isafjörö, einkum að sumarlagi. Flugfélag Islands er meö ferðir frá Reykjavik til Isafjarðar tvisv- ar á dag alla daga vikunnar. Þá fljúga Flugleiðir eða Flugfé- lag Islands einnig til tveggja ann- ara staða á Vestfjörðum, til Þing- eyrar tvisvar i viku og til Patreksfjarðar þrisvar i viku. Aætlunarferöir eru einnig farn- ar til Isafjarðar á landi, og eru þær samgöngur greiðar yfir sum- armánuðina, en oft er þungfært á veturna. Eru meðal annars ak- vegir inn og út með Djúpi, og yfir Botnsheiði og Breiöadalsheiði til Súgandafjarðar og önundar- fjaröar. Þá hafa verið gerð jarð- göng milli Súðavikur og tsafjarö- ar. Bila- og fólksflutningaferja gengur um Djúp viðsvegar, og þess má geta aö i Isafjarðardjúpi eru tvær eyjar I byggð. Eru það Æöey og Vigur, þar sem talsvert umfangsmikill búrekstur er enn stundaður. Þá er næsta auðvelt aö komast sjóleiöina til Isafjarðar, og þar er meöal annars viökomustaður strandferðaskipanna Heklu og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.