Vísir - 18.08.1977, Side 3

Vísir - 18.08.1977, Side 3
VISIR Fimmtudagur 18. ágúst 1977 3 Tefur kostnaðurinn við nýtt fyrirkomulag kjöt- matsins framgang mólsins? Landbúnaðarráðuneytið hefur haft til meðferðar tillögu að lagafrumvarpi frá Búnaðarþingi í þrjú ár Landbúnaðarráðu- neytið hyggst innan skamms taka til athug- unar frumvarp til breytinga á lögum um kjötmat, en Búnaðar- þing sendi ráðuneytinu þetta frumvarp fyrir nokkrum árum. Eins og Visir skýröi frá fyrr i vikunni verður óbreytt kjötmat á komandi hausti þar sem til- lögur Búnaðarþings til breyt- inga hafa legið óhreyfðar í land- búnaðarráðuneytinu i ein þrjú ár. Nú eru þrir gæðaflokkar á dilkakjöti en bændur fá sama verð fyrir kjötið hvort sem það fer I fyrsta eða annan flokk og feitt kjöt fer undantekningarlit- ið i fyrsta flokk. Vill Búnaðar- þing meöal annars aö komið verði á sérstökum úrvalsflokki magúrs kjöts með mikla vöðva. í samtalivið Visi sagði Svein- björn Dagfinnsson ráðuneytis- stjóri landbúnaðarráðuneytis- ins, aö ýmsar ástæður lægu að baki þess að frumvarpið heföi ekki veriö afgreitt áfram til Alþingis ennþá. Meöal annars myndi þetta þýða aukinn kostn- að fyrir rikissjóð, þar sem gert væri ráð fyrir aö hann stæði undir kostnaöi við kjötmatið, en bændur greiða nú þann kostnað. „En það hefur verið rætt um að skoða þetta itarlega með þaö fyrir augum að koma nýskipan áþessi mál”, sagði Sveihbjörn. Hann vildi þó ekki fullyrða að málið kæmi til kasta Alþingis næsla vetur, en sagði það á valdi ráðherra. —SG ÞÝÐIR EDDU Á GRÍSKU Flytur fyrirlestur í kvöld 1 kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30, mun Apostolos Athanassakis prófessir halda fyrirlestur sem hann nefnir: , .Drengskapur: The Herioc Ethos in Norse and Homeric Epic Literature” i Ameriska bókasafninu að Neshaga 16, i Reykjavik. Athanassakis sem er pró- fessor i klassiskum bókmennt- um viö Kaliforniuháskólann i Santa Barbara, hefur stundað rannsóknir hér á landi i sumar á styrk frá Fulbrightstofnun- inni. Á siðasta ári var hann styrkþegi Harvardháskólans við deild skólans i Washingt- on, D.C. i griskum fræðum. Hann hefur einnig stundað rannsóknir i Grikklandi og Þýskalandi. Athanassakis vinnur um þessar mundir aö þýðingu á Eddu á grisku. Nœr tvö þúsund manns samtímis í suðurlöndum á vegum Sunnu Að venju efnir ferðaskrifstof- an Sunna til hátiöahalda fyrir farþega sina sem dvelja erlend- is á þessum tima árs. Hátiöa- höld veröa á þrem stööum á Spaiíi um næstu mánaðamót og einnig veröur nú haldin Sunnu- hátíð i Grikklandi i fyrsta skipti. Um mánaðamótin verða um 800 Islendingar á vegum Sunnu á Mallorka, nálægt 500 á Costa Del Sol, 250 á Costa B rava og 300 i Grikklandi. Samtals munu þvi hátt I tvö þúsund manns taka þáttiSunnuhátiöinumer verða I Aþenu 31.ágúst, Costa Del Sol 1. september, Mallorka 2. septem- ber og á Costa Brava 2. septem- ber. Þar munu islenskir og erlendir listamenn koma fram og skemmta farþegum Sunnu. —SG Norrœn myndlistarsýning vœntanleg hingað í september: íslenska framlagið lofað en sýningin í heild talin vera „norrœn ringulreið" Norræna myndlistarsýningin „Augliti til auglitis” er væntanleg hingaö til lands I haust. Sýningin mun standa yfir á Kjarvalsstöðum dagana 10.-25. september aö báöum dögum meðtöldum. Hún kemur hingaö á vegum Norræna myndlistar- bandalagsins og Félags islenskra myndlistarmanna, sem er aðili aö þvi. Alltfrá árinu 1946 hefur banda- lagiö gengist fyrir meiriháttar samsýningum myndlistarmanna frá öllum Noröurlöndum. Fyrst voru þær haldnar á hverju ári i höfuðborgum landanna, siöar annaöhvert ár og þá einnig I öör- um borgum. Siðasta stóra samsýningin var á Kjarvalsstöðum i tengslum við Listahátiö 1972. Aö henni lokinni var ákveðið aö gera hlé á sllku sýningarhaldi um sinn og freista nýrra leiða. Á aðalfundi myndlistarbanda- lagsins 1974 var endanlega ákveð- ið að fela Staffan Cullberg list- fræðingi I Stokkhólmi að setja saman norræna samsýningu myndlistarmanna af nýrri gerö. Þessi sýning sem Cullberg hef- ur skipulagt var lengi I mótun. Hann ferðaðist milli landa árin 1975-76 og kynnti sér stefnur og leiöir i myndlist skoðaði sýningar og heimsótti marga myndlistar- höfunda. Hingað til lands kom hann tvi- vegis I þessu skyni. Arangurinn af þessu starfi Cullbergs ersýningin Auglititilauglitis, á sænsku „Oga mot öga”. Sýningin Augliti til auglitis” hefur nú verið sýnd i Stokkhólmi, Osló, Bergen, Helsingfors og Kaupmannahöfn. í sumar hefur hún auk þess verið sýnd I Alaborg i Danmörk'u áður en hún kemur hingað. Framlagi íslands vel tekið Þar sem sýningin hefur verið sýnd hefurmikið verið rættog rit- að um hana og eru menn sist á einu máli um ágæti hennar, list- rænt gildi eða hittni boðskapar- ins, ef hann er þá einhver. í norskum blöðum er talið aö sýningin eigi einkum að kenna mönnum að sjá og uppgötva að nýju hluti eða staðreyndir sem þeir eru fyrir löngu hættir aö skynja sakir hraða og vélvæðing- ar nútimans. Samkvæmt fréttum hefur sýningin hlotið góða og sennilega besta dóma i Sviþjóð og framlagi Islands verið hrósað. I listdóm úr danska stórblaðinu Politiken eftir B.E. Honum fylgja m.a. myndir af listaverkum eftir Tryggva Ólafsson. Þar segir að Tryggvi fari sinar eigin leiðir, sem séu flókið sambland abstraktsjónar, popplistar og al- gengs natúralisma. ,,Að öðru leyti gleðja nokkrir Islendingar hjörtu okkar með finum myndvefnaöi. Óskari Magnússyni, Blómeyju Stefánsdóttur og Hildi Hákonar- dóttur gleymir maður seint” seg- ir hinn danski gagnrýnandi sem lýsir sýningunni hins vegar i heild sem „norrænni ringulreið”. —H.L. Sjalfhreinsandi ofn Innbyggður „Steikar hitamælir", Griflteinn fylgir. Mjög góður* Hita- og steikaraofn í eldavél. Husqvarna heimílistæki þekkja allir og að góðu einu ☆ ELDAVÉLAR ☆ HELLUR—OFNAR ☆ UPPÞVOTTAVÉLAR ☆ KÆLISKÁPAR ☆ FRYSTISKÁPAR ☆ ELDHÚSVIFTUR o.fl. LEITIÐ UPPLÝSINGA K0MIÐ - HRINGIÐ - SKRIFIÐ Husqvarna er heimilisprýði UTSALAN heldur ófram í nokkra daga Buxur frá 1.000.- kr. Bolir frá 1.000.- kr. Skyrtur frá 1.500,- kr. Samfestingar frá 5.000 kr. Peysur frá 2.000 kr. Jakkar frá 2.500 kr. Skór frá 1.000. kr. j póstsendum Bergstaðastræti 4a Sími 14350 i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.