Vísir - 22.08.1977, Side 1

Vísir - 22.08.1977, Side 1
„FRYSTIHÚSIN OF MÖRG ÞEGAR AFLI MINNKAR" — segir Ólafur B. Ólafsson, framkvœmdastjóri Miðness hf. í Sandgerði Kynna sér nú stöðu þeirra er kvarta mest „Viö viljum kynna okkur sem gleggst stööu þeirra, sem hæst hafa haft”, sagöi Jón Sigurösson, forstööumaöur Þjóðhagsstofnunar, I viötali við Visi i morgun. Hann sagöi, aö enn i væri ekkert hægt að fullyröa um, hvenær athugun þeirri á stööu og rekstri frystihúsanna, sem Þjóðhagsstofnun vinnur að, yrði lokiö. Hann lagði jafnframt á- herslu á, aö hér væri i raun um hluta af regíubundnu starfi Þjóðhagstofnunar að ræða, þótt það hefði vakið meiri at- hygli nú en oftast áður. ESJ „Þetta er sjálfsagt allt rétt hjá Páli en það vantar inn i sög- una hjá honum með netafiskinn að þetta er allt saman fiskur sem fer í salt og frystihúsin ráða litlu um verðið á honum”, sagði Ólafur B. ólafsson fram- kvæmdastjóri Miðness h/f i Sandgerði um þau ummæli Páls Andreassonar framkvæmda- stjóra Meitiisins i Þorlákshöfn að frystihús á Suðurnesjum yf- irborgi fisk þar á meðal humar, með fyrirfram umsamdri flokkaskiptinu á fiskinum. ÓÍafur sagði að á humarnum tiðkuðust allar útgáfur á verði sem stafaði m .a. af þvi að þegar aflinn á vertiðinni minnkaði væri þetta fyrirkomulag einn fylgifiskurinn, húsin reyndu að halda sér gangandi. Aðspurður hvort hluta vand- ans mætti ekki rekja til þess að frystihús á Suðurnesjum væru of mörg, sagði Ólafur að þegar aflinn drægist saman væri það vitaskuld afleiðing að frystihús- in sem byggð væru til að geta mætt toppunum bæði á vetrar- og sumarvertíðum ættu i erfið- leikum þegar aflinn minnkaði. Frystihúsarekendur á .Suður- nesjum hefðu haldið fund með þingmönnum svæðisins i vor og m.a. komið með þær tillögur að hluta húsanna yrði lokað á með- an aflaleysið varir. „Það hefur ekki staðið á okkur i þeim efn- um”, sagði Ólafur. „Auk þess hefur það marg- komið fram að aflasamsetning- in er óhagkvæmari hér, og húsin ná þarafleiðandi ekki sama á- rangrí.” Það er aftur á móti ekki hag- kvæm lausn að láta húsin fara á hausinn, en við höfum eins og ég segi komið með tillögur um lok- un á hluta húsanna meðan þetta ástand varir”. Vfsismenn heimsóttu Vilhjálm Hjálmarsson mennta- málaráðherra um helgina og eins og sést á myndinni var hann ekki i vandræðum með að bjóða gestunum upp á kaffi þótt hann sé grasekkjumaður þessa dagana. Hann heliti að sjálf- sögðu sjálfur upp á könnuna. Margt skemmtilegt kemur fram í viðtali við ráðherrann, sem birt erá annarri siðu Visis I dag, meðal annars það, aö kon- ur i sundlaugunum töldu ófært að hann kæmi með sundfötin sín i laugarnar i Sláturfélagspoka, og til þess kð bæta úr þvi gáfu þær Vilhjálmi forláta tösku. NÚ SÉR VIL- HJÁLMUR SJÁLF- UR UM KAFFID Hreinn setti Ækx < skoskt met í Edinborg! '11'jyjHK Hreinn Ilalldórsson setti skoskt met i lóöakasti i Edinborg i gær og varð annar i kúluvarpi eftir mikið sentimetrastrið við Pól- verjann Wladislav Komar. *L $ Í| Allt um íþróttaviðburði helgarinnar i fjögurra síðna íþróttablaði í dag. Helmingur landsmanna hefur komið ó iðn- kynningarnar á árinu Meira en hundrað þúsund manns hafa komið á sýningar og fundi sem íslensk iðnkynning hef- ur haldið undanfarið ár, að sögn Péturs Sveinbjamarsonar, fram- kvæmdastjóra. Er þá ótalinn sá fjöldi fólks sem hefur haft kynni af iðnkynning- unni i gegnum fjölmiðla. Er þetta mun meiri þátttaka en forráða- menn iðnaðarins höfðu þorað að vona að sögn Péturs. Þegar iðnkynningunni lýkur með sýningu i Reykjavik nú í haust er áætlað að meira en hundrað og fimmtiu þúsund manns hafa komið og kynnt sér islenskan iðnað á sýningum þess- um og fundum. Dagur iðnaðarins hefur nú ver- ið haldinn á Akureyri, Egilsstöð- um Selfossi, Sauðárkróki, Borgarnesi, Kópavogi og nú siö- ast um helgina á Hellu. Er þá að- eins Reykjavik eftir, og þar fer fram sýning dagana 23. septem- ber til 2. október I haust. Viðtal við Pétur Sveinbjamar- son um Iðnkynningaráriö er á tiundu og elleftu siðu Visis i dag. Ungir sem aldnir hafa skoðað iðnsýningar þær sem haldnar hafa verið undanfarna mánuði. Þessi mynd er tekin á degi iðnaðarins á Akureyri, en þar var hann fyrst haldinn. Visismynd: A.H.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.