Vísir - 22.08.1977, Síða 9

Vísir - 22.08.1977, Síða 9
Mánudagur 22. ágúst 1977 9 130 manna iðnþing haldið ó Akureyri nú í vikunni Iðnaöarmenn vinna ekki eingöngu við uppbyggingu, heldur geta þeir einnig þurft að taka til hendi niðurrif. Hér er verið að vinna rikfa mannvirki frá striðsárunum í öskjuhliðinni I Reykjavfk á dög- unum. Visismynd: Magnús Hjörleifsson. Þrltugasta og sjöunda Iðnþing tslendinga verð- ur haldið á Akureyri í þessari viku og hefst það á fimmtudaginn. Rétt til setu á þessu þingi eiga fulltrúar frá félögum og félaga- samböndum innan Landssam- bands iðnaðarmanna samtals um 130 fulltrúar, sem skiptast þannig, að frá Meistarasambandi bygg- ingamanna eiga rétt til þingsetu 49 fulltrúar frá 14 félögum. Frá Sambandi málm- og skipasmiðja 18 fulltnlar frá 4 félögum. Frá rafiðnaöinum 8 fulltrúar frá 2 félögum. Frá húsgagna- og innréttingaiðnaðinum 7 fulltrúar frá 2 félögum Frá öðrum iðn- greinafélögum og fyrirtækjum 26 fulltrúar frá 11 félögum og fyrir- tækjum. Og frá 7 iðnaðarmanna- félögum á rétt til þingsetu 21 fulltrúi. Auk þess eiga rétt á fundarsetu með tillögurétti og málfrelsi fulltrúar frá iðnráðum og iðnskól- um, svo og innlendir og erlendir gestir, sem sérstaklega hefur verið boðið til þingsins. Eru þetta um 30 manns. Undirbúningur frá þvi I mars Mjög hefur verið vandað til alls undirbúnings þessa þings og má segja, að sá undirbúningur hafi staðið frá þvi i mars á þessu'ári en þá tóku til starfa fimm undirbún- ingsnefndir Iðnþings. Undirbún- ingsnefndir þessar hafa fjallaö um hina ýmsu málaflokka, sem til umræðu veröa og skilaö til stjórnar tillögum sinum og drög- um að ályktunum i hinum ýmsu málaflokkum. Þessar tillögur með áorðnum breytingum og lag- færingum hafa siðan veriö sendar út til væntanlegra þingfulltrúa til kynningar. Eru fundargögn mjög viðamikil, enda tekin til af- greiðslu um 25 málefni. Má þar nefna ályktanir um iðnaðarstefnu og iðnþróun, ýmis aðstöðumál iðnaðar, s.s. lánamál, tollamál, skattamál, verölagsmál og taáini- aðstoð fyrir iðnfyrirtæki og iðn- meistara. Iðnlöggjöfin til umræðu Þá verða til umræðu mála- flokkar sem Landssamband iðn- aðarmanna hefur alltaf haft mikil afskipti af, eins og iðnfræðslumál og iðnlöggjöfin.en fyrirhugað er að lög um báöa þessa málaflokka muni breytast á næstunni. Ennfremur eru svo á dagskrá ýmis innri málefni Landssam- bandsins, s.s. skýrsla fram- kvæmdastjórnar þess um starf- sem i tveggja siðustu ára o.fl. Iðnþingið veröur sett i Borgar- bióiá Akureyri fimmtudaginn 25. ágdst kl. 10.30 meðræöu Sigurðar Kristinssonar, forseta Lands- sambands iðnaöarmanna. Þvi -næst munu iönaðarráöherra dr. Gunnar Thoroddsen og gestir frá norrænum iðnaðarsamtökum flytja ávörp. Að lokinni setningu þingsins mun Akureyrarbær bjóða þingfulltrúum og mökum þeirra til hádegisverðar I Sjálfstæöis- húsinu á Akureyri og iönaðar- ráðherra hefur móttöku sama dag. Ferðast um Norðurland Iðnþingið er haldiö I boði Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi og er þetta i fjórða sinn sem Iðnþing er haldið á Akureyri. Undirbúningur af hálfu heimamanna hefur að mestu hvilt á Ingólfi Jðnssyni, formanni félagsins, og konu hans Huldu Eggertsdóttur, sem skipulagt hefur mjög vandaöa dagskrá fyrir maka þingfulltrúa. Munu ýmis fyrirtæki á Akureyri og við- ar á Noröurlandi veröa heimsótt, bæði af þingfulltrúum og mökum þeirra. Ennfremur veröur sér- stök dagskrá fyrir erlenda gesti. Þingfundir verða haldnir I Iðn- skóla Akureyrar, en þinginu lýk- ur með hófi á Hótel KEA laugar- daginn 27. ágúst. Allt til skólans Ritföngin Þú þarft ekki að leita víðar EYMUNDSSON Austurstræti 18 Sími 13135 Námsbækumar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.