Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 29. október 1977 3 - Ágústa og Jósep viö uppþvottinn... mig aö gera að vera með fimm börn, sem meira að segja eru að verða fullorðin En það er þó svo að þetta er mikið starf. Við erum hér aöeins tvær. Þessir ung- lingar þurfa meiri aðhlynningu en aðrir. Þegar börn eru tekin af heimili sinu er það þeim viðkvæmt og það þarf að fara varlega til aö særa þau ekki. Eins verður maður að sýna þeim mikið umburðarlyndi til að þau geti sjálf fengið að átta sig.” Vantar fleiri verndaða vinnustaði búið sjálfstætt ef stutt væri við bakið á þeim. Ef þau gætu til dæmis gengið að mat slnum. En þau verða að hafa öryggi, þvi þau veröa fljótt öryggislaus ef þau standa ein. Ætlunin var sú með þessum heimilum að létta undir með börnunum á meðan þau væru i skóla, en það er ekki svo gott að binda það við þann tima þegar enginn staður er fyrir þau. Flest þeirra þurfa á aðstoð að halda framvegis. Ég held að það yrðu viðbrigði fyrir þauaðfara inn á einhverja stofnun. Ég vona að þau finni ekki fyrir þvi að þau séu beint á stofnun hér. Ég hef reynt að reka þetta þannig að það væri sem likast þvi sem gerist á venjulegu heimili. Það er mikil þörf á fleiri svona heimilum. Ég marka það af þvi hve oft er kallað til min hérna. Það er mikið af börnum sem vantar hjálp. Það var okkur mikils virði að Félagsmála- stofnunin skyldi kaupa þetta hús og taka við rekstrinum. Ég hef haft ánægju af þessu starfi. Ég lit á þjóðfélagið sem eina fjölskyldu þar sem þeir sem geta það þurfa að rétta þeim hjálparhönd, sem minna mega sin,” sagði Helga Veturliðadóttir að lokum. —SJ Beðið eftir ákvörðun saksóknara um mál Hauks Guðmundssonar Ákvörðun ríkissak- sóknara varðandi mál Hauks Guðmundssonar ætti að liggja fyrir innan skamms. Embættið hefur fengið í hendur umsagnir dómsmálaráðuneytisins hvað varðar Hauk og svo frá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins að því er Kristjan Pétursson varðar. Mál Hauks Guðmundssonar eru handtökumálið og tékka- málið, siðan er um að ræða kæru á hendur Hauki og Krist- jáni vegna handtöku tveggja varnarliðsmanna og loks er kæra Kristjáns og Hauks á hendur ritstjóra Timans. Dómsmálaráðuneytið skilaði umsögn um þau mál er varða Hauk fyrir nokkrum vikum og var þar lagt til að þau færu til meöferðar dómstóla. Varnar- máladeild skilaði umsögnum sinum i þessari viku og fyrri viku og samkvæmt upplýsingum Páls Asgeirs Tryggvasonar deildarstjóra voru ekki gerðar neinar athuga- semdir. Jónatan Sveinsson fulltrúi hjá rikissaksóknara sagði i samtali við Visi i gær, að búið væri að kanna þessi mál talsvert hjá embættinu. Kvaðst hann búast við aö ákvörðun yrði tekin fljót- leea eftir að rikissaksóknari kemur aftur til starfa eftir helgi. Aðspurður sagði Jónatan að það væri á valdi saksóknara Haukur Guömundsson hvert framhald málanna verður og hefur hann endanlegt vald I þessum efnum. Ef málin eiga að fara fyrir dómstóla þarf að gefa út ákæru. Einnig eru mál afgreidd frá saksóknara með þvi að heimila dómssátt eða þau eru einfaldlega felld niður. Þeir Haukur og Kristján hafa höfðað meiðyrðamál á hendur ritstjóra Timans og er það til meðferðar i borgardómi. Hins vegar hefur verið beöið með áframhald málsins þar til fyrir liggur ákvörðun rikissak- sóknara um sakadómsrannsokn sem fram fór að kröfu tvimenn- inganna vegna skrifa blaðsins um þá. Unglingarnir sem verið hafa á heimili Helgu hafa stundað nám i Höfðaskóla og öskjuhliðarskóla. Sumir þeirra hafa verið þar fram yfir tvi'tugt. Nún sagði Helga að yngsti drengurinn væri aö byrja að vinna og væru þau þá öll komin I vinnu. ,,Ég hef verið svo heppin að hitta á svo gott fólk, sem hefur tekið þau i vinnu. Hins vegar þyrftu þau aö geta haft vinnustað þar sem hvert um sig gæti fengið vinnu við sitt hæfi. Það er erfitt fyrir þau að vinna heilan vinnu- dag og ef á að gera of miklar kröfur til þeirra, er hætt við þvi að þau geti bognað aftur.” óvissa um framtíðina — Hvað hefur þú hugsað þér aö halda þessari starfsemi lengi áfram? ,,Ég veit það ekki. Ég reikna ekki með þvi að þessi börn geti öll haldið heimili. Sum þeirra gætu *en Stefán Pétur og Guðni örvar taka af borðinu. Vísismyndir JA —Fórd Escort fimm fyrstu bílunum í IMætur-rallinu 1. til 2. október voru af Ford Escort gerð Ford Escort sannar nú á Islandi - eins og hann hefur gert í þúsundum rally-keppna undanfarin 10 ár - að þegar aðstæður eru erfiðar, þá er Ford Escort bíll sem treysta má 2. sæti (bfll nr. 14) 3. sæti (bíll nr. 6) Escort 1600 BDA árg. 1973 Escort 1600 Sport árg. 1977 5. sæti (bíll nr. 12) Escort 1600 Sport árg. 1977 FORD ESCORT - BÍLLINN SEM EKKI BREGST Sveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 SÍMI85100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.