Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 11
VISIR Laugardagur 29. október 1977 Prófessor Tómas Helgason yfirlæknir Kleppsspftaians lengst til hægri ásamt nokkrum forráðamönnum I Kiwanishreyfingarinnar sem verða á ferðinni Idag við aðselja lykilinn. Þeir eru talið frá vinstri Eyjólf-j ur Siguðrsson, Bjarni Magnússon, Ólafur Jensson og Axel H. Bender. Ljósmyndir JA K-dagurínn er í dag Lykillinn getur opnað dyrnar fyrir þó sjúku //Kiwanishreyfingin á islandi á miklar þakkir skildar fyrir stórar fjár- upphæðir, sem hún hefur látið af hendi rakna til hjálpar geösjúkum. En hún á ekki síður mikið þakklæti skilið fyrir þá vakningu er hófst i sam- bandi við K-daginn árið 1974, og kjörorðið sem þá hljómaði i eyrum nær allra landsmanna... „Gleymum ekki geðsjúk- um." Þannig fórust prófessor Tómasi Helgasyni yfirlækni Kleppsspitalans m.a. orð er hann ásamt nokkrum forráða- mönnum Kiwanishreyfingar- innar sögðu fréttamönnum frá K-deginum I ár og sýndu þeim árangur siðasta K-dags, sem var 26. október 1974. Þá var peninga aflað með sölu á lyklum, sem er merki liknar- starfs Kiwanishreyfingarinnar á Islandi. Seldir voru 42 þúsund lyklar og innkoman var 3,2 milljónir króna. Af þvi fóru 600 búsund krónur til geðdeildar Akureyrarspitala, en 2,6 millj,- ir til uppbyggingar verndaðar vinnustofu á Kleppsspitalanum. Á þessari vinnustofu, sem nefnist Bergiðjan eru framleidd* ar veggplötur sem mjög vinsæl- ar hafa orðið við húsbyggingar. Úr þeim hafa m.a. verið byggð ein 11 ibúðarhús, en auk þess hafa þær verið notaðar við smiði á byggingum við Klepps- spitalann og við smiði barna- heimilisins að Vifilsstöðum. Liður í endurhæfingu Það eru sjúklingar á Klepps- spitanum sem vinna að gerð þeirra i Bergiðjunni, og er það | liður i endurhæfingu sjúklings- ins og á það að gera hann hæfari I til þátttöku er út i atvinnulifið er komið. Hefur þessi starfsemi tekist mjög vel, en alls hafa 46 sjúklingar starfað i Bergiðjunni það rúma ár sem hún hefur [ starfað. A fundinum með fréttamönn- um sögðu Kiwanismenn að lykillinn, sem seldur verður á K- j deginum i dag opni dyr að enn meiri möguleikum fyrir | geðsjúka að komast aftur út i lifið og lifa eðlilegu lifi. Til þess vantaði fjármuni, en þeir hefðu trú á eftir hinar góðu móttökur á K-deginum 1974, að K-dagurinn i ár yrði ekki siðri, enda þekktu nú flestir íslend-1 ingar til þeirra miklu vanda- mála sem geðsjúkir eigi við að striða hér á landi. -klp- Barnavinafélagið sumargjöf hefur keypt leikfangaverslunina Völuskfn við Laugaveg og tekið við rekstri hennar. Sumargjöf réði Margréti Pálsdóttur fóstru til að sjá um verslunina og leiðbeinir hún fólki með val á leikföngum. Barnaheimili og leikskólar um land allt fá leikföng frá Völu- skrini, en verslunin hefur frá upphafisérhæft sig i þroskaleik- föngum. Að sögn Rósu Einarsdóttur, sem hefur afgreitt i Völuskríni frá þvi verslunin opnaði fyrst, eru þar til leikföng fyrir alla aldursflokka. Jafnvel eru örfá leikföng þar semfullorðnir hafa gaman af, eins og t.d. spilið Mastermind. „Við reynum aö ráðleggja fólki með valá leikföngum fyrir hvern aldurshóp. Börn eru mís- munandi þroskuð eftir aldri og ef fólk upplýsir okkur um það hvernig hvert barn er statt reynum við að benda á þau leikföng sem vænlegust eru til að þroska huga og hönd,” sagði hún. Forráðamenn Sumargjafar hafa hug á að stækka húsrými verslunarinnar, svo hægt verði að auka starfsemina. Enn hefur Þaðer margt aðsjá sem gieður barnsaugaðf Völuskrfni. En leikföngin eru ekki aðeins til aðhorfa á, þvf flest eru þau gerð úr tré og þvi vel til þess failin að þola að á þeim sé tekið. Visismynd: JEG þó ekkert verið ákveðið I þvi efni. Annað verkefni sem framund- an er hjá Sumargjöf er bygging nýs barnaheimilis, en félagið á nú 3 barnaheimili i Reykjavik. Félagið hefur fengið lóð við Eiriksgötu og kemur sú lóð i staö þeirrar sem Sumargjöf lætur af hendi við Lands- spitalann. Verður Grænaborg þá væntanlega lögö niður. Nýja dagheimiliö hefur þegar verið teiknað og mun bygging þess hefjast innan skamms. — S. Sumargjöf kaupir verslun Viltu vita eitthvað um islensk fyrirtœki? Bókinlslensk fyrirtæki 1977 — 78 er nú komin út, endurbætt og stærri en nokkru sinni fyrr. Þetta er I áttunda sinn sem bók- in er gefin dt og geymir hún nú Itarlegri upplýsingar um fyrir- tækin en áöur. Markveröasta nýjungin er sú að nú er i fyrsta sinn birt skrá yfir flest starfandi fyrirtæki á landinu, þar sem tilgreint er, auk heimilisfangs og sima- númers, nafnnúmer og alþjóö- legt atvinnuflokkanúmer viðkomandi fyrirtækis, félags eða stofnunar. útgefandi er Frjálst framtak hf. og segir I fréttatilkynningu að útbreiösla bókarinnar hafi aukist verulega. Bókin er unnin inánu samstarfi við stjórnendur fyrirtækjanna sem skráð eru og feröuðust starfsmenn Frjáls framtaks um allt land á meðan bókin var I undirbúningi. Ritstjóri er Hrönn Kristins- dóttir. Bókin er 802 blaðsiöur og hefur þvi stækkað um rúmlega 200blaöslður frá siðustu útgáfu. Hún er i vönduðu bandi. —EA. 15 Kl. 2 sunnudag í Iðnaðarmannahúsinu AÐALVINNINGUR SÓLARFERÐ TIL BENIDOKM frá Ferðamiðstöðinni að auki margir góðir munir m.a. hárþurrka á standi, eldhúsborð og stólar, gjafakort fyrir úttekt herrafötum, matarmiðar á Esiubergi og Hótel Loftleiðum o.m.fl. Engin núll — Ekkert happdrœtti Allur ágóði rennur til styrktar fjölfötluðum börnum — Komið og styrkið gott málefni UONSKLÚBBURINN TÝR heldur handavinnu- og kökubasar að Hall- veigarstöðum i dag, laugardaginn 29. okt. kl. 2. Allur ágóði rennur til Barnaspital- ans. w UTBOÐ Sameign Hvals hf. og Oliustöðvarinnar i Hvalfirði hf. óskar eftir tilboðum i gerð grjótgarðs við Hvalstöðina i Hvalfirði. Verkið felst i sprengingum og flutningum á um það bil 45.000 ferm. af grjóti. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu Þorbergs Þorbergssonar, Skúlagötu 63 Reykjavik mánudaginn 31. okt. kl. 14-16. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 8. nóv. 1977 kl. 14.00. DÖMUR Sniða og saumanámskeiðin eru að byrja. Upplýsingar og innritun daglega kl. 2-5 og 8-9 e.h. á stofunni Hverfisgötu 82, 4. hæð. Ingibjörg Þorsteinsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.