Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 19
Myndir yrðu án efa á flugminjasafni. Hér er ein gömul og góð. Ahöfn TF-ISP f fyrsta fluginu til Kaupmannahafnar. F.lh.: Jó- hannesR. Snorrason flugstjóri, Sigurður Ingóifsson, vélamaður, Jóhann Gislason, loftskeytamaður og Magnús Guðmundsson, aðstoðarflugmaður. Drífum í að koma upp flug- minjasafni Flugáhugamaður skrifar: Af hverju taka nú ekki ein- hverjir röskir náungar sig til og koma .upp flugminjasafni á ts- landi? Þeir eru ótrúlega margir sem hefðu áhuga á að styðja slika framkvæmd, enda flug átt marga áhugamenn á íslandi frá þvi i upphafi. Ég efast ekki um það að ef einhver tæki að sér að safna saman upplýsingum og hlutum varðandi flugið, yrði fljótlega unnt að koma upp forvitnileg- asta safni. öðru hverju hefur maður heyrt á það minnst að það gæti verið skemmtilegt að koma sliku safni á laggirnar, en enn hefur ekkert verið gert, og ég veit ekki til þess að unnið sé að þvi. En hvernig væri nú að drifa i þessu.?. ■ Þessir eru með númer á sinum farartækjum, en lesanda hefur ekki gengið of vel að fá númer á sina skellinöðrur Númerin ekki til Birgir hafði samband við blaðið: Mér datt i hug að vekja athygli á reynslu minni i sambandi við það að fá númer á skellinöðru. Sú reynsla kom mér nokkuð á óvart. Ég ætlaði að nota skellinöðruna til þess að komast á i vinnu, þar sem billinn er á verkstæði. Hjá Bifreiðaeftirlitinu fékk ég þaö svar að númer á skellinöðrur væru ekki til. Frekari upplýsing- ar um það hvert ég ætti að snúa mér, fékk ég ekki, en var sagt að hringja aftur „á morgun”. Sem ég og gerði, en þá voru númerin ekki heldur til og ekki meira um þau vitað. Ég fékk þvi engin nákvæm svör i það skiptið. Finnst mér þetta fremur undar- legt. Við lagfærum hemla á öllum gerðum bifreiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er Höfum ávallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hagstæðu verði. STILUNG HF. Skeifan 11 simar 31340-82740 Góð ryðvðrn tryggir endingu og endursölu BILARYÐVORN^ S k e i f unni 17 £Z 81390 visilt Á FIIUM FEH0 Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að Visi. Sfðumúla 8 P.O.Box 1426 101 Reykjavík SÍMI 86611 Nafn Heimilisfang Sveitarfél./Sýsía Simi Nafn-nr. Skodaeigendur Vió bjóóum yóur Ijósaskoóun án endurgjalds Ath. ef stilla þarf Ijós eóa framkvæma viögeró á Ijósabúnaói greióist sérstaklega fyrir þaó Ath. LJÖSASKOÐUN LÍKUR 31 OKT. NK. LJOSASKOÐUN 1077 JÖFUR HF AUÐBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SÍMI 42600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.