Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 29. október 1977 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davió Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfuiltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón með Helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Oskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Olafsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþrðttir: Björn Blöndai, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson ..... .... , Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargiald kr. 1500 á mánuði. Auglýsingar: Siðumúla 8. Simar 82260, 86611. innanlands. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Verð i lausasölu kr. 80 eintakið ; Ritstjórn: Siðumúla 14. Slmi 86611 7 linur Prentun: Blaðaprent hf. Óvissuástand Eftir sólstöðusamningana í sumar er leið var þegar Ijóstr að verðbólga myndi fara ört vaxandi ef ekkert yrði að gert. Jafnframt jókst hætta á, að viðskiptahallinn við útlönd myndi aukast á ný. Rekstrarörðugleikar frysti- húsanna sýndu síðan fram á, að gengi krónunnar var ekki lengur rétt skráð. Nýgerðir kjarasamningar opinberra starfsmanna við ríkissjóð og sveitarfélög eru i rökréttu samhengi við þá nýju þenslustefnu, sem mörkuð var með sólstöðusamn- ingunum. Ljóst er, að þessir samningar torvelda mjög viðleitni i þá veru að beita ríkisf jármálunum í því skyni að stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Að öllu óbreyttu sýnast efnahagsmálin stefna í svip- aða átt og árið 1974. Fyrri hluta þess árs var landið hins vegar stjórnlaust, því að vinstri stjórnin hafði þá misst starfhæfan meirihluta á þingi. Þráseta hennar fram á mitt ár leiddi til þess, að vandamalin urðu miklu alvar legri en þurft hefði að vera. I tið núverandi ríkisstjórnar hefur heldur miðað í rétta átt, þó að afturbatinn hafi verð afar hægur. Nú eru hins vegar komnar alvarlegar blikur á loft og einsýnt, að ringulreiðarverðbólgan mun magnast á ný að öllu óbreyttu. Fyrstu viðbrögð rikisstjornarinnar eftir sólstöðu- samningana bentu til þess, að hun vildi halda áfram bráðabirgðaaðgerðum gegn verðbólgunni, en ekki hef ja allsherjar endurreisn efnahagslífsins. Þetta kom m.a. fram ítilraunum til hallareksturs opinberra fyrirtækja, sem viðskiptaráðherra stóð fyrir, tilhneigingu til þess að stöðva verðbólguna með þeim feluleik að banna þegar orðnar verðhækkanir og ófullnægjandi aðgerðum í vaxtamálum. Þetta hefur leitt til óróa innan Sjálfstæðisflokksins. Einn af fyrirferðarmestu forvígismönnum flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til frekari þingsetu sakir þess, að ríkisstjórnin haf i ekki staðið i stykkinu. Þá hafa tveir af forystumönnum i flokksfélögum í ná- grannabæjum Reykjavíkur sagt sig úr flokknum vegna sams konar óánægju. Þetta bendir til þess, að sjálfstæðismenn vilji almennt miklu ákveðnari aðgerðir en samkomulag hefur verið um innan stjórnarflokkanna. Auk málefnalegra mót- mæla eins og þeirra, sem hér hefur verið vakin athygli á er að hinu leytinu hætta á, að upplausnarástand i efna- hagsmálum veröi jarðvegur fyrir Glistrupisma eða strigakjaftspólitik. Vísbending þar um kom fram á borgarafundi fyrir skömmu um nýjar leiðir innan Sjálf- stæðisf lokksins, er aðstandendur Dagblaðsins stóðu að. Ljóst er, að nu er þörf á mjög sterkri stjórnarforystu Þetta blað hefur lengi bent á nauðsyn þess að horfið verði frá smáskammtalækningum i viðureigninni við verðbólguna. i þviefni þarf markvissar alhliða aðgerðir á öllum sviðum efnahagslífsins. Meðan stefnt er að jafn- vægi í þjóðarbúskapnum er óhjákvæmilegt að skjóta öðr- um markmiðum á frest, þó að þau kunni að vera góðra gjalda verð . Það sem raunverulega hefur valdið þvi að meiri ár- angur hefur ekki náðst í viðureigninni við verðbólguna er einhvers konar feimni stjórnmálaflokkanna við að láta það markmið i raun og veru sitja í fyrirrúmi. Á þessu þarf að verða breyting. Ekki er ósennilegt, að annars konar eða víðtækara pólitískt samstarf um ríkisstjórn væri heppilegra en það sem nú er við lýði. Ef ríkisstjórn á að hafa starfsfrið til þess að koma fram aðhaldsaðgerðum þarf hún að njóta óskoraðs trausts hagsmunasamtaka launþega og vinnu- veitenda. Núverandi ríkisstjórn freistaði þess á síðasta vetri að ná víðtækari pólitískri samvinnu stjórnvalda og hagsmunasamtaka í þessu skyni með stofnun verðbólgu- nef ndarinnar. Sú tilraun mistókst. Þess vegna þarf nú að fara aðrar leiðir að því marki sem ríkisstjórnin hefur sett sér. í augum tékkneskra yfirvaida lá málið Ijóst fyrir: Fjórir óbreyttir borgarar voru fundnir sekir um að grafa undan hagsmunum ríkisins. 1 augum hins vestræna heims voru dómarnir I siöustu viku yfir þessum fjórum helstu and- ófsmönnum Tíkka enn ein árétt- ing þess, hvaða tökum stjórn- völd austantjalds taka þá, sem gagnrýna athafnir þeirra. Og þá sérilagi þá, sem æmta um mannréttindi. Þegar menn vestantjalds velta fyrir sér þý&ingu Prag- réttarhaldanna, vakna strax tvær sourningar: Hversvegna völdu Tékkar þennan tima til þess aö láta til skarar skriða gegn þekktustu andófsmönnum sinum. Einmitt niina, þegar austur og vestur eru að athuga mannréttindaferil hvors ann- ars? Og hvað verður næsta skref stjórnarinnar i Prag? Stjórnarerindrekarnir sem sitja öryggismálaráðstefnuna i Belgrad , þar sem mann- réttindamálin eru einmitt efst á baugi, hafa ekki frekar en aðrir skýlaus svör á takteinum við þessum spurningum. Ýmsar hugsanir leita þó á menn. Jiri Hajek Mannréttinda- baráttan fyrir rétti í Prag Hvers vegna nilna? Það eru einkum tvennar skoðanir sem menn hafa á þvi. Ein skýringin á réttarhöldum andófsmannanna fjögurra — þrir þeirra voru meöal upphafs- manna og undirskrifenda „mannréttindayfirlýsingarinn- ar 77”, sem fram kom I janúar siöasta vetur — er sú, að til þeirra hafi verið efnt vegna þarfa heima fyrir. Nefnilega til þess að letja aðra undirritendur til þess aö hampa þvi plaggi mikið. Margir fulltrúanna á ráöstefnunni I Belgrad telja, að tilgangurinn hafi um leið veriö sá, aö vara rá&stefnufulltrúana við þvi, að Tékkóslóvakia muni ekki þola neinsskonar afskipti af innanrikismálum slnum. Og sist afskipti af mannréttinda - andófsmönnum, en málstaö þeirra hefur mikið verið haldiö á lofti vestan tjalds. Ræðumenn af Vesturlöndum, sem kvöddu sér hljóðs á Bel- graderáðstefnunni tóku ákaft upp hanskann fyrir andófs- mennina fjóra, þegar um- ræðurnar beindust að þvi, hversu vel Helsinkisáttmálinn frá 1975 um öryggismál Evrópu og samskipti Evrópurikja haföi veriö haldinn af þeim 35 rikjum, sem undirrituðu hann. Þegar fréttir af dómunum (frá 14 mánaöa skilorösbundnu fangelsi upp I 31/2 árs fangelsi) bárust tilBelgrad , tókumargir til máls og gagnrýndu þessar dómsniöurstööur. Þeirra á meðal voru erindrekar Banda- rikjanna, Bretlands, Frakk- lands, Hollands, Kanada og V- Þýskalands. Fulltrúar austan- tjaldsrikja, þar á meöal fulltrúi Tékkóslóvakiu, lýstu þvi yfir, að þessi gagnrýni kæmi umræöu- efni ráðstefnunnar ekki við, og væri „hnýsni i innanrlkismál”, sem þar aðaukibyggöist á rang- færöum upplýsingum. Af hálfu þess opinbera hefur ekki margt veriö látið uppi um réttarhöldin. Ota Ornest fyrrum leikhússtjóri, sá eini fjórmenn- inganna, sem ekki haföi undir- ritað mannréttindayfirlýsinga, fékk þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa stuðlað aö útflutningi greina, sem bannaðar höfðu verið birtingar á. Hafði hann notið stuðnings erlendra diplómata. Hann hafði einnig verið fundinn sekur um tengsl við tékkneska útlaga I Frakklandi og á Italiu. Hann og Jiri Lederer, blaðama&ur sem dæmdur var til þriggja ára faigelsis fyrir sömu sakir voru einnig ákærðir um samsæri með Pavel Tigrid. Sá maður er rit- stjóri „Review Svedectvi” („Vitnisburðurinn”), sem gefið er út i Parls. Tékknesk yfirvöld halda þvi fram, aö CIA, leyni- þjónusta Bandarikjanna, standi straum af útgáfukostnaði þessa rits. — Hinir sakborningarnir tveir, leikritahöfundurinn vin- sæli, Vaclav Havel og leikhús- stjórinn fyrrverandi, Frantisek Pavlicek, voru dæmdir skilorðs- bundið I fjórtan og sautján mánaða fangelsi, enda bornir vægari sökum. Nefnilega að hafa reynt að smygla úr landi bókmenntum, sem fólu I sér áró&ur gegn rikinu. David Miller erindreki Bret- lands á Belgraderáðstefnunni, sag&i, þegar hann kvaddi sér hljó&s um málið, a& slikar sakargiftir mundu ekki falla undir refsilög flestra þeirra 35 rikja, sem fulltrúa eiga á Bel- graderáöstefnunni. Aörar sendinefndir tóku i sama streng, og visu&u á bug þeirri túlkun Prag, að réttarhöldin væru óvi&komandi „mannréttinda - yfirlýsingunni 77”. og kröfunum þar um aukin mannréttindi i Tékkóslóvakiu. Hvað þá næst? Um það eru einnig skiptar skoðanir. Þar sem réttarhöldin komu mönn- um á óvart á þessum tima eru þeir tregir til þess að spá nokkru um, hvað yfirvöldin I Prag láta sér til hugar koma að gera næst ef þá eitthvaö fleira verður að- hafst. Nokkrir diplómatanna I Bel- grad kviða þvi að I kjölfarið fylgi réttarhöl.d yfir fleirum þeirra 800 Tékka sem undir- rituðu „mannréttindayfir- lýsinguna 77”. Svipaörar skoöunar eru margir meðal andófsmanna sjálfra, eins og Havet. Hann ræddi viö nokkra vest- ræna fréttamenn á kaffihúsi i Prag, eftir að dómsniður- stöðurnar höfðu verið kunn- gerðar. Havel kvaöst óttast að yfirvöld reyndu að kasta ryki I augu umheimsins varöandi þessi réttarhöld meö vægum dómum fyrst i stað, meöan þau hyggöu á strangari aögerðir og hámarksrefsingar til handa þeim andófsmönnum, sem minna væru þekktir. „Þessi réttarhöld voru ein- ungis lokaæfing fyrir önnur, sem á eftir koma,” sagði þetta ,41 árs gamla leikritaskáld. „Við kviðum þvi að senn fari skriðan af stað.” 1 sama streng tók Pavel Kohout, leikritahöfundur, sem grunar, að kona hans, Jelena veröi senn dregin fyrir rétt. Hún hafði sýnt lögreglumönnum mótspyrnu, þegar þeir ætluöu að handtaka hana fyrir utan heimili hennar skömmu eftir að hún hafði undirritað mann- réttindayf irlýsinguna. Aðrir andófsmenn eins og Jiri Hajek fyrrum utanrikisráö- herra, sem einnig undirritaði yfirlýsinguna og er einn af aðal- talsmönnum andófsins I Tékkó- slóvakiu, eru ekki svo kviönir um framhaldið. Hann sagði of snemmt aö draga ályktanir af niöurstööu réttarhaldsins, um hverjar séu framtiðaráætlanir yfirvalda. Hajek og stuðningsmenn hans vonast til þess, a& þeim auðnist — meö þvi að haga baráttu sinni I einu og öllu eftir lagabókstöf- um — að fá mannréttindayfir- lýsinguna viðurkennda sem lög- leg andmæli. Telja þeir sig hafa orðið nokkuð ágengt I þvi efni, eftir þvi sem þeir hafa fundið á yfirheyrendum sinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.