Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 5
Hvaö eftir annaö náöu dönsku leikmennirnir hraðaupphlaupum i leiknum gegn Norðmönnum i gærkvöldi og voru þeir greini- lega i mun betri likamsþjálfun. Á myndinni hefur Jesper Peter- sen brunað upp og skorar hann örugglega annað af mörkum sinum i leiknum. (Visismynd: Einar) Aðeins tvö möric norskra ó 20 mín. — og danska liðið sigroði örugglega 20:15 ísland þarf því að sigra í dag með 4 marka mun til að komast í úrslit Glæsileg markvarsla, mikill hraði og harka ein- kenndi leik Dana og Norð- manna á Norðurlandamót- inu í handknattleik i Laug- ardalshöllinni í gærkvöldi. Á 20. mínutna leikkafla i byrjun síðari hálfleiks lok- aði danski markvörðurinn hreinlega markinu og á þessum tima tókst norskaliðinu aðeins að skora tvö mörk. Á þessu tímabili skoruðu Danirnir 6 mörk gegn aðeins 2 mörk- um Norðmannanna og gerði þar með út um leik- inn, sem lokatölurnar urðu 20:15 fyrir Dani. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn, Norðmennirnir náðu foryst- unni, Danirnir jöfnuðu og náðu forystunni — og þannig gekk þetta allt til loka fyrri hálfleiks- ins, en þá hafði danska liðið eins marks forskot 11:10. í siðari hálfleik for svo allt i baklás hjá norska liðinu sem átti ekkert svar gegn hinni sterku vörn Dananna og frábærri mark- vörslu Kay Jörgensen. Norski markvörðurinn Morgan Juul átti lika frábæran leik, en hann réði þó ekki við nokkur skot Dananna sem sköpuðu sér mun betri færi en liðsmenn hans, sem hvað eftir annað skutu i lúr næsta vonlausum færum. Danirnir komust i 13:10 áður en norska liðinu tókst að skora sitt fyrsta mark i siðari hálfleiknum, eða eftir 14 minútna leik — og sið- an komust þeir i 17:11 eftir 20 minútna leik. Þá loks tokst Norð- mönnum að skora sitt annað mark i siðari hálfleiknum, og var það fyrst og fremst þessi leikkafli sem skipti sköpum i leiknum. Siðustu 10 minúturnar skoruðu liðin svo þrjú mörk hvort og loka- tölurnar urðu 20:15. Danska liðið lék þennan leik af miklum hraða og hörku og virð- ast leikmenn þess vera i mjög góðri likamsþjálfun — og hvað eftir annað sátu norsku leik- mennirnir eftir á hælunum þegar þeir dönsku brunuðu upp og skor- uðu. Það verður þvi erfiður leikur sem islenska liðið á fyrir höndum i dag og þarf það að sigra danska liðið með 4 marka mun til að komast i úrslit, en nægir að sigra með eins marks mun til að öðlast réttinn til að leika um þriðja til fjórða sætið. Bestur i danska liðinu var markvörðurinn Kay Jörgensen, en auk hans áttu þeir Thor Munkager og Anders Dahl-Niel- sen mjög góðan leik. Hjá norska liðinu var mark- vörðurinn — Morgan Juul yfir- burðarmaður og bjargaði hann liðisinu frá stórtapi i þessum leik. Aðrir leikmenn sýndu fátt sem gladdi augað að vitaköstum Trond Ingebriksen undanskild- um. Mörk danska liðsins: Thor Munkager 4, Michael Berg 4 (2), Anders Dahl-Nielsen 3 (2) Erik Petersen 2, Jesper Petersen 2, Henrik Jacobsgaard 2 og þeir Iver Grunnet, Morten Christen- sen og Palle Jensen eitt mark hver. Mörk norska liðsins: Trond Ingebriksen 5(3), Ole Fundem 4, Grislingaas 2 og þeir Rune Stern- er, Terje Hallen, Allan Gjerde og Knut Sveen Fjellhammer eitt mark hver. Leikinn dæmdu þeir Karl Jó- hannsson og Hannes Þ. Sigurðs- son og áttu þeir ekki góðan dag. —BB á&ilfurfjúöuti Brautarholti 6, III h. Simi 76811 Móttaka á gömlum munum: Fimmtudaga kl. 5- Föstudaga kl. 5-7 e Ólafur og Árni komo inn í dag Tvær breytingar verða gerðar I á Islenska landsliðinu I hand- Iknattleik sem leikur við Dani I I dag frá Ieiknum við Norðmenn á I fimmtudagskvöldið. ólafur | Benediktsson markvörður kem- I ur I stað Gunnars Einarssonar I og Arni Indriðason kemur I stað I Þorbjörns Jenssonar. Liðið verður þvi þannig skip- jað: jólafur Benediktsson, jKristján Sigmundsson, jólafur Einarsson, jArni Indriðason, jÞorbergur Aðalsteinsson, JÞórarinn Ragnarsson, IGeir Ilallsteinsson, Ijón Pétur Jónsson, |Birgir Jóhannsson, Bjarni Guðmundsson, Jón H. Karlsson, og Þörbjörrt Guðmundsson. |( STAÐAW ) Staðan í Norðurlandsmótinu I eftir leikina sem fram hafa far- ið: A-riðill Finnland — Færeyjar 20:17 Sviþjóð — F æreyjar 34:15 Sviþjóð 1 1 0 0 34:15 2 Finnland 1 1 0 0 20:17 2 |Færeyjar 2 0 ( B-riðill island —Noregur Danmörk — Noregur Danmörk Noregur island 1100 20:15 2 2101 32:36 2 1001 16:17 0 Næstu leikir verða I Laugar- dalshöllinni í dag ki. 14,00 og þá leika fyrst Finnland — Svíþjóð og siðan island — Danmörk. Norðurlandamót karla í handknattleik I DAG KL. 14.00 FINNLAND - SVIÞJOÐ A AKRANESI KL. 16.00 ÍSLAND - DANMÖRK í LAUGARDALSHÖLL Nú liggja Danir í því! Handknattleikssamband íslands 29.1077 KIWANISHREYFINGIN Á ÍSLANDI Gleymum ekkí geðsjúkum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.