Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 20

Vísir - 29.10.1977, Blaðsíða 20
VÍSIR SMÁAUGLÝSINGAHAPPDRÆTTI VÍSIS! sími 17. okt. - Ein greidd smáauglýsing og þú átt vinningsvon. S 86611 20. nóv. ^ SANYO 20" litsjónvarpstœki frá GUNNARI ÁSGEIRSSYNI er vinningurinn að þessu sinni. Opiö virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 Formenn níu bœjarstarfsmannafélaga svara ummœlum forystui manna BSRB: /# GAGN RÝI IN | I R ÓRÉTT- M IÆT 0 G<3 ISI K' ri ISAMLEG" Formenn níu bæjar- starfsmannafélaga hafa opinberlega átaliö gagn- rýniforystu manna BSRB á Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar vegna sérsamnings þess við borgina. Formennirnir komu saman til fundar i Reykjavik i gær og undirrituðu þar yfirlýsingu um málið. Þar segir, að i tilefni af „yfir- lýsingu nokkurra forystumanna i BSRB vegna samninga tiltekinna bæjarstarfsmannafélaga, þar sem þau hafa verið sökuð um svik við bandalagið, viljum við undir- rituð taka fram eftirfarandi: 1. Samkvæmt gildandi lögum hefur hvert bæjarstar ff manna- félag sjálfstæðan samningsrétt gagnvart viðkomandi sveitar- félagi. 2. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt fram á, að hinir mis- munandi aðalkjarasamningar bæjarstarfsmannafélaga hafa opnað leiðir fyrir aðra opinbera starfsmenn hvað viðvíkur mörgum þýðingarmiklum kjara- atriðum. 3. Við áteljum framkomna gagnrýni sem óréttmæta og jafn- framt óskynsamlega”. Undir þetta rita formenn starfsmannafélaga á eftirtöldum stöðum: Helgi Andrésson, Akra- nesi, Albert Kristinsson, Hafnar- firði, Sigurður J. Sigurðsson, Kéflavik, Haukur 0. Arsælsson, Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Þórhallur Halldórs- son, Reykjavik, Einar Norðfjörð, Seltjarnarnesi, Agnar Árnason, Akureyri, Friða Hjálmarsdóttir, Vestmannaeyjum og Einar Kristjánsson, Mosfellshreppi. Þótt engin nöfn séu nefnd i yfir- lýsingu formannanna má telja víst, að gagnrýni þeirra beinist fyrst og fremst að æðstu forystu- mönnum BSRB, sem lýstu þvi yfir, að ekki hefðu náðst betri kjarasamningar en raun bar vitni vegna þess. að Starfsmannafélag Reykjavikur hefði rofið samstöðuna og gert sérsamning. Á þriðjudaginn verður haldinn ráðstefna formanna starfs- mannafélaga sveitarfélaga og er ekki ósennilegt, að þessi mál komi þar til umræðu. 28 árekstr- ar í gcerdag Arekstrar urðu 28 I gærdag, og er það all mikið. Af þessum fjölda urðu þó aðeins niu fyrir hádegi, en allir hinir urðu eftir hádegi, og var þá ekki hálku um að kenna. Árekstrarnir urðu frá þvi klukkan sex i gærmorgun og fram til klukkan sjö i gær- kvöldi. Aðeins minni háttar meiðsl urðu i sumum árekstr- anna. Eitt siys varð þó i gær, en litilsháttar sem betur fer. Drengur varð fyrir bil á Miklubraut rétt fyrir klukkan tólf, en meiðsli hans voru litil. —EA Ríkissjóður safnar skuldum hjó Seðlabankanum: Skuldin er nú 65 þúsund krónur ó hvert mannsbarn Rikissjóður skuldaði Seðla- bankanum i lok siðasta mánað- ar tæpa 14 miljarða króna. Þá hafði skuld rikisins aukist frá áramótum um 2.976 milljón- ir króna. A sama tima i fyrra jókst skuldin um 2.585 milljónir. —SJ Lögregluaðstoð við að loka ríkinu m Einkaþota forsetans í Colombíu í Reykjavík Einkaþota forseta Colombiu hafði viðdvöl á Reykjavikur- flugvelii á leið sinni til Hollands. Flugvélin er af gerðinni Fokker Fellowship F 28 og kom til land- sins gærdag. Þotan hélt áfram áleiðis til Hollands i morgun þar sem framkvæmd verður viðhalds- skoðun á henni hjá Fokker vérk- smiðjunum. Myndin var tekin á Reykja- vikurflugvelli i gær og eins og sjá má ætti að fara vel um for- setann á ferðalögum. —SG (Visism. JEG) — allt fullt í gœrdag Óskað var eftir iögregluaðstoð viö áfengisútsöluna á Laugarás- vegi þegar iokað var i gærdag. Hafði þá safnast saman hópur fólks fyrir utan, sem ætlaði að versla, en þegar var fullt fyrir innan. Var þvi óskað eftir aðstoð kiukkan sex, svo unnt reyndist að ioka án erfiðleika. Mjög mikið var að gera i öllum áfengisútsölum iallan gærdag, en þetta var fyrsti föstudagurinn eftir verkfallsem útsölurnar voru opnar. Hafa menn þvi sannarlega ætlað sér að nota það fyrir helg- ina. Allt gekk þó friðsamlega fyrir sig, og sömu sögu er að segja um útsöluna við Laugarásveg, en þrir lögreglumenn voru sendir þangað svo engin vandræði sköpuðust við lpkun. —EA r r STONDUM FAST I ISTAÐINU segir blaðafulltrúi Flugleiða Flugleiðir eiga von á aukinni samkeppni á Norður-Atlants- hafsleiðinni. Northwest Air- iines hafa sótt um leyfi til að fljúga áætlunarflug milli Bandarikjanna, tslands og Norðurianda. Einnig hefur bandariska flug- félagið Delta verið nefnt i sam- bandi við flugleyfi á leiðinni milli suðurhluta Bandarikjanna og Mið-Evrópu. Bandariska flugráðið hefur nú lagt til viö Carter forseta að Northwest verði veitt þetta leyfi. Að sögn Sveins Sæmunds- sonar blaðafulltrúa Flugleiða myndi slikt leyfi auka mjög á samkeppni félagsins á leiðinni milli New York og Chicago og Luxemborgar. Sagði hann að þessi nýja flugleið Northwest á- samt fluglest Lakers og afleið- ingar þeirra leyfisveitinga auki enn á hörkuna í samkeppni flug- félaganna á Norður-Atlantshafi, sem af mörgum væri þó talin ærin fyrir. Hann sagði að Flugleiðir heföu með löngum fyrirvara undirbúið það hvernig snúist yrði við þessu, þegar séö var hvert stefndi. Hefðu flugfar- gjöld verið lækkuð og ákvæði um kaup á farmiðum fyrir þessa leið rýmkuð. Þannig hefði gildistimi farmiða á vetrarfar- gjöldum verið rýmkaður. IATA, alþjóðasamband flug- félaga, hefur lýst Norður- Atlantshafsfargjaldamálinu sem öngþveiti, enda er hvað harðast barist um flug á þvi svæði, en mjög stór hluti far- þegaflutnings fer þar fram. „Við Flugleiðamenn erum ákveðnir i að standa fast i istað- inu i þessari samkeppni,” sagði Sveinn, „og vonum við að við fá- um vinnufrið hér innanlands.” Margir yfirheyrðir í rannsókn á máli bíl- stjóra Geirfinnsmálsins Margir hafa verið kallaðir til yfirheyrslu vegna þeirrar rann- sóknar sem nú fer fram á meintum röngum framburði Sigurðar óttars Hreinssonar i Geirfinnsmálinu. Þórir Oddsson aðalfulltrúi sem stjórnar rann- sókninni sagði i samtali viö Visi I gærkvöldi, að ekki væri hjá þvi komistað fara út I ásakanir Sig- uröar um að hann hafi sætt þvingunum við fyrri lögregluyf- irheyrslur. Þdrir sagði aö rannsókn á meintu broti er varðar rangan framburð og kært var yfir væri oröin mikil að vöxtum. Siguröur hefur fullyrt aö fyrri framburð- ur hans um Keflavikurferöina hafi verið rangur og hann hafi ekki farið til Keflavikur kvöldið sem Geirfinnur hvarf. Hann hefurbentá marga sem eiga að vita um ferðir hans þetta kvöld og sagði Þdrir að nánast allir þeir hefðu verið yfirheyrðir. Varðandi það hvort rannsak- að væri sannleiksgildi fullyrö- inga Sigurðar varðandi þving- anir við yfirheyrslur við lög- reglurannsókn Geir finnsmáls- ins sagöi Þórir Oddsson: „Það hefur ekki verið beint rannsóknaandlag hjá okkur þvi fyrst erum viö að rannsaka þetta brot sem hefur verið kært. Það má náttúrlega deila um það hvort rétt sé aö við séum að rannsaka okkur sjálfa ef svo má að oröi komast. Hins vegar er erfittað komast hjá því að vikja aöeins að þvi atriði, en um nið- urstöður er allt á huldu.” Þórir sagöistekki geta sagt til um hvenær rannsókninni lyki, en Sigurður var úrskuröaður I gæsluvarðhald allt fram að 9. nóvember. Þó taldi hann llkur á að það gæti oröið i næstu viku. — SG ERTU ORÐINN ASKRIFANDIAÐ VISI? Símarnir eru 86611 og 82260

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.