Vísir


Vísir - 11.11.1977, Qupperneq 1

Vísir - 11.11.1977, Qupperneq 1
Bátur með tveim- ur mönnum týndur — mikil leit stendur yfir Umfangsmikil leit hefur staðið yfir i nótt og i morgun að 29 tonna eikarbáti frá Grundar- firði. Um borð i bátnum eru tveir menn. Ekkert hefur spurst til bátsins frá þvi i gærkvöldi en hann var þá á leið til heimahafnar. Báturinn, Haraldur SH 123, hafði talsam- band við annan bát laust fyrir klukkan niu i gærkvöldi og var hann þá á leið til Grundar- fjarðar. Hann var þá staddur sjö milur norður af öndverðar- nesi. Var þá allt i lagi um borð i bátnum. Er siðast vitað um bátinn þar. Veður á þessum slóðum var norð-norð- austan 7-8 vindstig fyrir og um miðnætti. 1 nótt hefur veður gengið niður og voru 4 vindstig á Snæfellsnesi i morg- un og bjart. Leitar- veður var þvi gott. Um tuttugu skip og bátar hafa leitað Síðustu fréttir Þegar Vísir hafði samband við Slysa- varnarfélagið skömmu fyrir hádegi, hafði leit að bátnum ekki borið árangur. Leitvar hald- ið áfram. stöðugt og einnig leitarflugvél frá Land- helgisgæslunni strax i birtingu. Björgunar- sveitir frá Grundar- firði, Ólafsvik og Hellissandi hafa gengið fjörur og halda leit áfram. —EA Auknir skjálftar í Mývatnssveit Síöan I gærkvöldi hafa komiö fram talsvert fleiri smáskjálft- ar á jaröskjáiftamælunum i Mý- vatnssveit. Skjálftarnir hafa komið fram sitt á hvaö á mælunum og er þvi aö sögn skjálftavaktarinnar f Reynihliö ekki gott aö staösetja upptök þeirra. Flestir skjálftanna komu fram á Gæsadals- og Reyni- hliðarmælunum, en einna minnst hreyfing hefur verið á Kröflumælunum. I morgun var enn ekki orðið ljóst hvaöa þýöingu þessi aukna skjálftavirkni heföi. —SJ Tjörnin er vinsælasta leiksvæði borgarinnar þegar hún er isilögð. Skautar eru þá óðara dregnir fram og skautaiþróttin sem bæði er holl og skemmti- leg iðkuð af kappi. (Visism. J.A.) Ekkert hálfkók Hörð gagnrýni kemur fram á stjórnarfrumvarp um Sinfóniuhljómsveit Islands i grein sem Arnór Hannibalsson skrifar. Frumvarpið gerir ráð fyrir allt að 65 mönnum i hljómsveitinni en Arnór segir að þeir þurfi að vera 76 og hér dugi ekkert hálfkák. — Sjá bls. 10-11 Konur í pólitík #/Það vœri aldeilis ágœtt ef konur fœru að sýna efnahagsmálum meiri áhuga" segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir sem skrifar i dag um prófkjörin og þátttöku kvenna í þeim. — Sjá bls. 10 Kjaftásar sem reisa skýjaborgir „Sjálfstœðisflokkurinn er stœrsti saumaklúbbur i heimi þar sem kjaftásar koma saman til að reisa skýjaborgir" segir Baldur Hermannsson i grein i Visi i dag. Hann segir þátttöku Ernu Ragnarsdóttur bera með sér hressandi gust en Albert hafi ekki hundsvit á stjórnmálum. — Sjá bls. 11

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.