Vísir


Vísir - 22.11.1977, Qupperneq 4

Vísir - 22.11.1977, Qupperneq 4
Sqmkomulqg um Ganqesfljót Eftir sex ára flóknar og oft beiskyrtar viöræAur náöu Ind- iand og Bangladesh loks sam- komulagi i siöustu viku um, hvernig þau geti deilt milli sfn vatninu úr neörihluta Ganges- fljóts. Brennidepill þessarar deilu var Farakkastiflan. Hún varö til á teikniborðinu hjá^ Indverjum 1951, en ekki fullsmiðuö fyrr en 1975. Sá seinagangur var mest vegna eindreginnar andstöðu Pakistan og siðar Bangladesh. Indverjar töldu sig ekki geta án stíflunnar verið til þess aö veita Gangesfljóti i gegnum höfnina i Kalkútta. Arstraum- urinn ryður burt sandi og leir, sem sogastannars inn i innsigl- inguna og gerir hana hættulega skipaumferð. Hefur dýpkunar- viðhaldið kostað stjórnina i Delhí milljaröa króna um árin. Bangladesh var hinsvegar jafn háö Gangesfljóti til áveitu yfir akrana, og bar sig sáran undan þvi að missa vatniö til Indverja, sem heföi hin verstu áhrif fyrir efnahag Bangladesh. Eftir umsaminn reynslutimatók stjórnin i Dakka ekki i mál að búa við slikt áfram. Um það hefur svo styrrinn staöið siöan. Meöan deilan stóð yfir logaöi heiftin milli Delh! og Dakka og voru ekki spöruö gifuryrðin i garö hvors annars. Var þar allttinttil, sem ómögu- legt þótti i fari hins og fjand- skaparbragð fundiðaö öllu. Atti það jafnt viö almenna utanrikis- stefnu sem og árekstra á landa- mærum. 1 siöustu viku féll allt i dúna- logn. Af yfirlýsingum opinberra aöila og lestri leiðara helstu málgagna I Dakka og Delhi að dæma getur naumast um friö- samari nágranna, sem viröast hafa fallið i faðmlög i samning- unum í siðustu viku. Náðist þar samkomulag um nýtt tilraunatimabil, sem varir næstu fimm árin. Meginmunur- inn á nýja samkomulaginu og þvi gamla liggur i nákvæmara eftirlitimeð réttlátri skiptingu á fljótavatninu. Tekur það eftirlit að visu einungis til fjögurra mánaða ársins, janúar, f ebrúar, mars og april, en þaö er einmitt þurrkatiminn hræðilegi. Hina mánuðina er ekki að búast við vandræðum, þegar monsún- rigningarnar og vetrarúrkoman sjá öllum fyrir meira vatni, en þeir kæra sig um. Sviar og Sovétmenn hafa gert samkomulag um ákveðna veiðikvóta. risKveioi í Eystrqsqlti Svíþjóö hefur náö samKomu- lagi annarsvegar viö Sovétrikin og hinsvegar Finnland um gagnkvæm fiskveiöiréttindi I fiskveiöilögsögu hvors annars i Eystrasaiti. En ekkert samkomuiag hefur náöst um, hvar draga skuli mörkin á fiskveiöiiögsögu Svi- þjóöar, eftir þvi sem sænska utanrikisráöuneytiö skýrði frá I fyrrakvöld. Undanfarna viku hafa staöið yfir samningaumleitanir Svfa við Sovétmenn, en fundirnir voru haldnir I Stokkhólmi. Eini árangurinn var sem sé samkomulag um að sænsk fiski- skipmættu veiða á grunnmiöum Sovétmanna og öfugt. Komu aðilar sér saman um veiðikvóta og þar með, aö sá kvóti yrði endurskoðaður árlega. Að þessu sinni var veiðikvót- inn ákveöinn fyrir árið 1978. Mega Sovétmenn veiða 10.000 smálestir af sild, 12.000 smá- lestir af smásild og 1.000 lestir af þorski á grunnmiöum Svia i Eystrasalti. Fyrr á þessu ári kunngerðu Sviar, að þeir drægju sig út úr alþjóðasamkomulagi um veiöi- kvóta á þessu svæði. Gerðu þeir um leið tilkall til fiskveiöilög- sögu, sem markaðist af linu, dreginni frá strönd Sviþjóðar út i mitt Eystrasalt, sem jafngilti aö 40% Eystrasaltsins félli inn fyrir þá lögsögu. Atti hún að taka gildi 1. janúar næstkom- andi. Fljótlega hófust eftir það við- ræöur við Rússa og Finna, sem ekki sættu sig við þessi mörk. Aðalágreiningurinn við RUssa stóð um það, hvar draga skyldi linuna austur af Gotlandi. Finn- ar voruekkiá eitt sáttir við Svia um, hvar draga skyldi linuna við finnsku eyjuna, Bogskæren. Þótt hlé hafi nú verið gert á þessum viðræðum I bili, hefur ekki slitnaö upp úr þeim með öllu. Aðilar urðu ásáttir um að fresta þeim, en lita á meðan á þetta hafsvæði sem alþjóölegt, og undir eftirliti Eystrasalts- fiskveiðinefndarinnar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.