Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 1
Mánudagur 5. desember 1977 — 302. tbl. 67. árg. UPPLÝSINGAR SKATTYFIRVALDA EKKI SENDAR ÖÐRUM AÐILUM HÉR Á LANDI: FA GJALDtmSYFmOLD LISTANN FRÁ DANMÖRKU? „Viö munum reyna aö fá upp- lýsingar um þessa aöila sem eiga peninga á banka i Danmörku, en það á eftir aö reyna á hvaöa leið við förum”, sagði Siguröur Jö- hannsson forstööumaöur gjald- eyriseftirlits Seðlabankans í morgun. Þær upplýsingar sem skatt- rannsóknarstjóri hefur fengiö um inneignir tslendinga i bönkum i Danmörku eru aöeins upplýsing- ar milli skattyfirvalda. Samningurinn milli Norðurlanda um þetta efni gerir ráö fyrir aö vitneskja sem þessi sé aöeins fyrir skattinn og þvi ekki afhent gjaldeyf iseftirlitinu. Sigurður sagði að það væri i verkahring gjaldeyriseftirlitsins að sá gjaldeyrir sem hérlendir aðilar eignuðust kæmi til skila án eðlilegs dráttar. Þá sagði Sigurður að þessar upplýsingar um gjaldeyri á dönskum banka- reikningum hefðu ekki komið á óvart. Sigurður vildi ekki svara þvi hvort gjaldeyriseftirlitið gæti fengið upplýsingar beint að utan um innistæður. Nú hefur skattrannsóknarstjóri fengið yfirlit yfir 140 milljónir króna sem 80 Islendingar eiga i Danmörku eins og Visir skýrði frá fyrirhelgi. Ljóst er að þetta er ekki allt og um frekari inneignir er að ræða. Garðar Vaidimarsson skatt- rannsóknarstjóri sagði i morgun, að engin svör væru farin að ber- ast frá þessum 80. Oilum hefur verið sent bréf þar sem þeir eru beðnir að gera grein fyrir inni- stæðum sinum i Danmörku. Siðastifrestur til svara rennur Ut 20. desember. Ef einhver villekki kannast við innistæðu sina má búast við að dönsk yfirvöld frysti hana þar til rannsókn er lokið. —SG Úrskurður yfirnefndar um verðlagsgrundvöll landbúnaðarins liggur nú fyrir: Hœkkunin er 7,1% Yfirnefnd hefur úr- skurðað nýjan verðlags- grundvöll landbúnaðar- ins, og felur úrskurðurinn i sér 7.1% verðlagshækk- un. Mun búvöruverð hækka í samræmi við það siðar í þessari viku. „Sexmannanefndin reiknar út nýtt búvöruverð á grundvelli þessa úrskurðar, og hún mun koma saman til fundar i dag”, sagði Guðmundur Sigþórsson, ritari nefndarinnar. « Allar ákvarðanir um verö- lagshækkanir þurfa auk þess að fara fyrir rikisstjórnina, og er talið sennilegt, að máliö veröi rætt á rikisstjórnarfundi á morgun. „Þessi úrskurður yfirnefndar er um endurskoðaðan verðlags- grundvöll, sem koma skal i staðinn fyrir bráðabirgða- grundvöllinn, sem lagður var fram 1. september siðastliðinn og gilti til 15. október. Þessi nýi grundvöllur gildir þvi i reynd frá 1. september siðastliðnum”, sagði Guðmundur. — ESJ. VERÐUR SELF0SS KAUPSTAÐUR? Selfyssingar munu ganga til atkvæða þann áttunda jánúar næstkom- andi um það hvort Selfoss eigi að sækja um kaup- staðarréttindi. Kaupstaöarmálið er langt frá þvi að vera ný bóla á Selfossi. Menn hafa lengi velt vöngum yfir þvi hvort hagkvæmt væri að gera þorpið að kaupstað. Haustið 1973 fór fram atkvæf greiösla meðal bæjarbúa u málið.en þá var hugmyndin k felld. Nú þykir ráðamönnu hreppsins hinsvegar liklegt einhverjir hafi skipt um skoð' og á hreppsnefndarfundi á m; vikudagskvöldiö var samþyk ályktun um að láta fara fra skoðanakönnun meöal fólksin; þorpinu. A Selfossi búa nú u 3000 manns. —g Grýla og Leppo- lúði í heimsókn Grýla og Leppalúði hafa jafnan vakið misjafn- ar tilfinningar i brjósti ungu kynsióðarinnar i landinu, hvar sem þau láta sjá sig. Þá sögu var einnig að segja i gær þegar skötuhjúin birtust i Alaska við Miklatorg, ófrýnileg að vanda. Visis- mvndir JEG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.