Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 4
I *■ Andlitsböð Húðhreinsun unglinga — Litun — Kvöldsnyrting — Handsnyrting Dömur athugið Sérstakur afsláttur af 3ja skipta andlits- nuddkúrum. G 'M/an s/J tílff „siK Mánudagur 5. desember 1977. VISIR Borvelar margar gerðir með eða án höggs Blikkklippur Stingsagir. Hjólsagir margar stærðir Höggboravélar Vinkil slípivélar BOSCH er með tvöfaidri einangrun. Framleitt fyrir mikið álag. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á eigin verkstæði. LHSJ handverkfæri eru í notkun á f jölda smærri og stærri verkstæða við húsbyggingar,skipasmiða stöðvar og fl. BOSCH ler þýsk og svissnesk framleiðsla. Gæði ofar öllu. Utsölustaðir: Akurvík, Akureyri, Byko, Kópavogi og umboðsmenn víða um landið. / urtnai k.f. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVlK Vinsamlega sendið mér myndalista og verö á Bosch iönaBarverkfærum. Nafn Heimili Þaö var árið 1952 að ungur fornfræðiprófessor við Salon- ika-háskólann,Manolis Andonikos að nafni veitti eftir- tekt hringlaga hól um 100 metra i þvermál, skammt ofan við griska sveitarþorpin Vergina. Frammi fyrir hljóðlátum hópi fyrirfólks og fréttamanna i Saloniki i siðustu viku kunn- gerði Andronikos, sem nú er 59 ára orðinn, að þessi dularfulli hóll heföi leitt af sér fornleifa- fund aldarinnar. Nefnilega gulli slegið grafhýsi Filipusar II Makedóniukonungs sem var faðir Alexanders mikla. Filipus afrekaði það að sam- eina undir sina stjórn (359-336 fyrir Krist) það sem nú er stærsti hluti Grikklands, og gerði þar með Makedóniu aö einu af stórveldum fornaldar. Alexander átti siðan eftir að þenja veldið út yfir nær allt það sem i dag mundi kallast hinn siðmenntaði vestræni heimur, áður en römverskar hersveitir lögðu Makedóniu undir sig og gerðu hana að einu skattlandi sinu 168 f. Kr. Þessi fundur sem kunngerður var i siðustu viku, slær ekki ein- ungis föstu legu Aeges, hinnar löngu týndu höfuðborgar Make- dóniu — eins og Stella Dougou útskýrði fyrir fréttamönnum — „heldur færa þessar stórkost- legu lagmyndir og málverk grafhýsisins okkur nær rótum hinnar hellensku listmenning- ar”. Við fornleifagröftinn i Verg- ina sem hófst i ágúst siðastliðn- um, þurfti að fjarlægja um 20.000 smálestir af jarðvegi, áð- ur en starfsfólkið kom niður á grafhýsi Filipusar sautján fet- um undir yfirborði jarðar. Eftir að hafa af stakri varfærni hreinsað úthliðar grafhýsisins komu i ljós marmaradyrnar með risavöxnum súlum, en á þeim lá sautján feta löng lág- mynd, höggvin i stein. Hópur hestamanna, einn þeirra með kórónu er kominn að þvi aö fella flýjandi ljón. I öllu uppnáminu sem þessi fundur olli, gerði Andronikos sér það ljóst ,,að það var aöeins konungafólk sem hafði efni á þvi að veiða ljón, og einn veiðimannanna var merki- lega likur Alexander”. Andronikos fór inn i grafhýsið um litið gat, sem fannst á þak- inu. Rakst hann þá á fjársjóð silfurskreyttra bronsvasa, og brynju skreytta gulli og fila- beini. 1 öðru herbergi fundust fleiri gersemar. Þar á meöal var kistill úr skiragulli meö merki konungsfjölskyldu Make- dóniu. „Hún opnaðist auðveld- lega”, rifjaði Andronkos upp. „Þegar við litum innihaldið ætl- uðu augun úr höfðinu á okkur”. — Niðri i kistlinum voru bein og gull-lárviðarkrans, hugsanlega enn eitt veldistákn Makedóniu- konungs. Rétt eins og gert var við Hekt- or prins i Illionskviðu, hefur lik hins látna sennilega verið brenntren beinin varðveitt. Enn hefur Andronikos þó engar ó- hrekjandi sannanir fyrir þvi að þarna séu fundnar leifar Filip- usar. Þegar hann geröi Konstantin Tsatsos, Grikk- landsforseta grein fyrir fundin- um, sagði fornleifafræðingur- inn: „Þetta hlýtur að vera Fil- ipus en ég þori ekki að segja það. Það er óttalegt að hugsa til þess að ég hafi farið eigin hönd- um um bein Filipusar.” Meðan hvalsagan flaug um allt Grikkland fór Andronikos sér hægt að hætti fræðimanna. Rannsókn á lágmyndunum gaf til kynna, að leifarnar væru frá þvi 350 til 320 fyrir Krist burð. Kjarkinn til þess að slá fram fullyrðingunni um að þetta væri gröf Filipusar, öðlaöist Andronikos eftir andvökunótt. Hann haföi ranglað inn i graf- hvelfinguna með vasaljós og fundið fimm litil filabeinshöfuð. Raðaði hann útskurðarmyndun- um við rúmgaflinn hjá sér, „starðiá þærog talaði við þær”, framundir dagrenningu. And- spænis honum blasti viö burst- umlikt skegg Filipusar, hold- miklar varir og stolt nef Alex- anders — allt gamalkunnugt af öðrum sigildum listaverkum — og tók þetta af honum allan vafa. Þá taldi Andronikos sig vita að „nú get ég með vissu sagst hafa fundið gröf Filipus- ar” ZAIRE VEITTUR GREIÐSLUFRESTUR Helstu skuldunautar legra skulda erlendis Zaire hafa fallist á að framlengja frest þann sem landið hafði til að inna af hendi vaxta- greiðslur vegna gifur- Löndin tiu sem hafa lánaö Zaire fé, féllust á að geyma alveg i þrjú ár, greiöslur af áttatiu og fimm prósentum skuldarinnar. Þau fimmtán prósent sem eftir eru verður landið hinsvegar að greiða i þrennu lagi, með jöfnum upphæðum á þessu ári.þvi næsta og 1979. Samninganefndin frá Zaire sagði að óvist væri hvort hægt væri að inna af hendi greiösluna á þessu ári, vegna gjaldeyrisörðug- leika. Nefndin áætlaði að skuldir landsins væru 2,1 milljarðar doll- ara, „en þær gætu þó verið meiri”. viam BOSCH Fyrir iðnaðarmanninn Filipus Makedóniukonungur (innsett smámynd) og grafhýsi hans við Vergina. 1 vinstra horni má sjá Andronikos fornfræðiprófessor. LEYNDARDÓMUR MAKEDÓNÍU — Fornleifafundur aldarinnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.