Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 5. desember 1977. VISIR VISIR Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdarstjóri: Davió Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm) Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Umsjón meó Helgarblaói: Árni Þórarinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaóamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónína Michaelsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. utlit- og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, AAagnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjori: Páll Stefánsson. Droifingarstjóri: Sigurður R. Petursson. Auglysingar og skrifstofur: Sióumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiósla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Sióumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 1500 á mánuði innanlands. Veró i lausasölu kr. 80 eintakið. Prentun: Blaóaprent. Nœsta stórátak Smám saman hefur skilningur manna vaxið á mikil- vægi þess að leggja þjóðvegi um landið, sem kalla má því nafni. Fáar eða engar þjóðir eru jafn vanþróaðar í vega- málum eins og við. öllu lengur verður ekki komist hjá því að gera bragarbót þar á. Forsætisráðherra hreyfði þeirri hugmynd á kjósenda- fundi suður meðsjó i fyrra, aðekki væri óeðlilegt að var- anleg vegagerð ytrði næsta stórátak, er þjóðin gerði, í kjölfar uppbyggingar togaraflotans og umfangsmikilla orkuframkvæmda á síðustu árum. Þetta blað hefur áður tekið undir þessa hugmynd, þó að augljóst sé að núver- andi efnahagsaðstæður setji opinberum framkvæmdum þröngar skorður. Rikisstjórnin hefur ákveðið að hækka bensingjald á næsta ári um 15 krónur til þess að fá f jármagn í auknar vegagerðarframkvæmdir. Vísir hefur varað við þessari hækkun, enda mjög hæpið að auka skattheimtu, ef koma á fram alvöru aðhaldsaðgerðum á öllum sviðum efna- hagsstarfseminnar, þar á meðal i launamálum, pen- ingamálum og rikisfjármálum. Á þessu ári hefur rikið tæpa 16 milljarða króna í tekjur af bifreiðum og rekstrarvörum þeim tengdum. En þar á móti er aðeins varið tæpum sex milljörðum króna til vegagerðar. Rúmir tíu milljarðar króna af þessum tekjustofni fara til annarra þarfa. Það er röng stefna. Að réttu lagi ætti rikið að verja öllum þessum tekjum til vegamála. Tveir þingmenn, ólafur G. Einarsson úr Garðabæ og Jón Helgason, Skaftfellingur, f luttu á þinginu í fyrra tíI- lögu til þingsályktunar um lagningu bundins slitlags á þjóðvegi landsins. Tillagan fékk þá dræmar undirtektir, en hefur nú verið endurflutt. Það sem helst varð til að drepa þessari tillögu á dreif i fyrra var sú stefna margra landsbyggðarþingmanna að leggja ætti höfuðáherslu á að keyra meiri mold í fáfarna sveitavegi áður en hafist yrði handa um varanlega þjóð- vegagerð. Þessar hugmyndir hafa með réttu gengið und- ir heitinu bútastefna. Bútastefnumennirnir hafa einkanlega stutt mál sitt þeim rökum að lyfta þurfi sveitavegunum upp úr snjón- um áður en farið verði að malbika sumarleyfisvegi fyrir fina fólkiðí Reykjavík. Þessi brenglaða þjóðfélagsmynd bútastefnumanna á Alþingi hefur ráðið of miklu um að- gerðir eða aðgerðarleysi í vegamálum fram til þessa. Nú er kominn tími til að snúa við blaðinu. Tillaga þeirra ólafs G. Einarssonar og Jóns Helgason- ar frá Seglbúðum tekur mið af þvi áliti sérfræðinga um vegagerð, að mjög lítinn undirbúning þurfi að lagningu slitlags á 800 km af þeim 2100 km sem um er að ræða. Áætlaður kostnaður við lagningu slitlags á þennan hluta vegakerfisins er fimm milljarðar króna. Á hínn bóginn myndi kosta allt að 25 milljörðum króna að leggja slitlag á þá 1300 km, sem nauðsynlegt er að endurbyggja. Flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu benda i þessu sambandi á þá staðreynd, að tekjur ríkisins af bifreiðum á þessu ári eru tæpir 16 milljarðar króna. Bif- reiðaeigendur hafa þvi þegar lagt fram það fjármagn sem til þarf, svo að gera megi á næstu árum þær umbæt- ur á þessu sviði, sem nauðsynlegar eru. Miðað við ríkj- andi aðstæður í efnahagsmálum væri eðlilegt að Ijúka þessu verki á tíu árum. Mestu máli skiptir að sú stefnubreyting verði gerð, að tekjur af umferðinni renni í ríkari mæli en verið hefur til vegagerðar. I öðru lagi þarf að sannfæra bútastefnuliðið á Alþingi um gildi þess fyrir byggðirnar, að varanlegir vegir verði lagðir um landið. Varanleg vegagerð yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnu- lif i strjálbýli og eitthvert stærsta skref i þá veru að við- halda byggðajafnvægi í landinu. Með bútastefnunni er hins vegar byrjað á öfugum enda. Það kann ekki góðri lukku að stýra. HVENÆR FER VARNARLIÐIÐ? I umræöunum sem fram hafa fariö aö undanförnu um þaö, hvaöa fjárhagsleg tengsl séu möguleg, eðlileg eöa æskileg á milli hins bandariska varnarliðs og islenska hagkerfisins, hefur m.a. verið lögð á það áhersla af andstæðingum frekari fjárhags- tengsla aö þjóöin megi aldrei veröa svo efnahagslega háö varnarliöinu, að efnahagsleg sjónarmið og hagsmunir fari aö hafa áhrif á afstöðu hennar til þess, hvort varnarliðið dveljist hér eða ekki. Fjárhagstengslin, bæði hin beinu og óbeinu, eru veruleg fyrir og og sist á það bætandi. Óskhyggja breytir ekki köldum staðreyndum. Þeir sem leitast við að láta mat á islenskum öryggishags- munum alfarið ráða viðhorfum sinum til dvalar varnarliðsins vonast áreiðanlega flestir til, að þæraðstæður skapistsem fyrst i alþjóða- og öryggismálum að varnarliðið geti horfið á.brott. Hitt er svo annað mál að ósk- hyggja fær engu breytt um kaldar staðreyndir i þeim efn- um. Þegar Island gerðist eitt af stofnrikjum Atlantshafsbanda- lagsins árið 1949 var það með þeim fyrirvara m.a.: að hér yrði ekki her á friðartimum. Tveimur árum siöar hafði á- stand alþjóðamála breyst svo mjög að nauösynlegt þótti ör- yggi landsins að hingað kæmi bandariskt varnarliö. Siöan er liðinn rúmur aldarfjóröungur. Fyrirvarinn frá árinu 1949 er aö sjálfsögöu næsta marklaus i dag vegna breyttrar hernaðar- tækni og aukinna hernaðarum- svifa á Norður-Atlantshafi. Hvað getur breytt ríkj- andi aðstæðum? Þeir sem vilja tryggja öryggi landsins og telja það ekki verða á annan hátt betur gert eins og nú hagar til en með þátttöku i Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningi við Bandarik- in, en vilja samt sem áður ekki lita á veru bandarisks varnar- Baldur Guðlaugsson lögfræðingur skrifar um þær aöstæður, sem valdið hafa því, að íslendingar hafa við- haldið varnarsam- starfinu við Bandarík- in og varpar fram hug- myndum um breytt viðhorf í alþjóðamál- um, er leitt gætu til þess að hlutverk bandarísku varnar- stöðvarinnar yrði ann- að en nú er. liðs sem óumbreytilega og varanlega nauösyn, þótt staðið hafi i aldarfjórðung, kunna á stundum að spyrja sjálfa sig, hvaða breytingar gætu gerst eða þyrftu að gerast i alþjóða- málum til að varnarliösins yrði ekki lengur þörf. Þaö er erfitt aö spá og sér- staklega þó um framtíðina. Undirritaður leyfir sér samt sem áður að bregða upp nokkr- um sýnishornum af þróunar- ferlum i alþjóða og öryggismál- um, sem skapa myndu nú við- horf i islenskum öryggis- og varnarmálum og breyta hlut- verki bandarisku varnar- stöðvarinnar i Keflavik. Eins og nærri má geta eru tUbrigðin, sem lýst er misjafnlega senni- leg, að ekki sé sagt misjafnlega éftirsóknarverð. En gefum nú hugmyndafluginu lausan taum- inn: Laus taumur á hug- myndafluginu 1. Bandarikin og evrópsk bandalagsriki þeirra gera stórkostlegt átak i flotaupp- byggingu- ná algjörum yfir- ráðum i Norður- Atlantshafi og byggja sovéska flotanum út af þeim slóðum. 2. Bandarikin og Sovétrikin gera meö sér formlegan eða óformlegan samning um upp- skiptingu hafsvæða. Sovétrik- in fá Barentshaf og Norska hafið i sinn hlut, Bandarikin Norður-Atlantshafið. Bæði rikin skuldbinda sig til að sigla ekki með vigvélar sinar inn á yfirráðasvæði hins nema með leyfi. 3. Alþjóðlegt samkomulag er gert um stórfelldan niður- skurð vigbúnaðar á Norður- Atlantshafi. 4. Einangrunarstefnu eykst svo fylgi i Bandarikjunum að á- , kveðið er að leggja niður allar bandariskar herstöðvar er- lendis. 5. Sambúð Bandarikjanna og Vestur-Evrópu versnar, Vest- ur-Evrópurikin hættavarnar- samstarfi við Bandarikin og efla eigin hernaðar- og varn- armátt. 6. Breytingar verða á stjórnar- fari i Austur-Evrópu. Hinni kommúnisku alræðisstjórn i Rússlandi er velt úr sessi. 7.Sovétrikin draga úr vigbúnaði sinum og framsókn á úthöfun- um. 8. Bandarikin ogSovétrikin taka höndum saman gegn. a) „Gulu hættunni” b) öðrum rikjum heims. c) innrás frá Mars. 9. Kafbátarleitartækni varnar- tækni og aðflutnings- og liðs- flutningatækni tekur stórstíg- um og byltingarkenndum framförum. 10. Islendingar stofna her og koma sér upp gjöreyðingar- vopnum. 11. ,,Make love not war”. Þjóðir heims afvopnast og samein- ast i ástundan frelsis, jafnrétt- is og bræöralags.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.