Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 11
15
vism
Mánudagur 5. desember
1977.
Sigurjón er á miðri myndinni.
„BYGGING EINANGRUNAR-
DEILDAR Á LITLA-HRAUNI
ER SKREF í RÉnA ÁTT"
— rœtt við Sigurjón Bjarnason, formann Fangavarðafélags íslands, sem
nýverið gerðist aðili að Norrœna fangavarðasambandinu
„Við samanburð á
fangelsismáium hér og
á hinum Norðurlöndun-
um sýnist mér, að við
höfum eiginlega grætt
mest á aðgerðarleysi
okkar undanfarið i
þeim málum, þvi að
þar með höfum við
möguleika til að nýta
okkur þá reynslu sem
nágrannarnir hafa
fengið”, sagði Sigurjón
Bjarnason, formaður
Fangaverðarfélags ís-
lands, við Visi en Sig-
urjón var nýlega á full-
trúaráðsfundi Norræna
fangavarðasambands-
ins, þar sem islenska
félagið gerðist aðili.
Fulltrúaráösfundur þessi var
haldinn i Finnlandi. og á honum
var Fangavaröafélag íslands
formlega tekiö inn i Norræna
fangavaröasambandiö.
„Fulltrúaráösfundirnir eru
haldnir á þriggja ára fresti, og í
tengslum viö þá eru haldnar
ráöstefnur um ákveðin málefni.
Sú ráðstefna, sem nú var haldin,
stóð i fjóra daga. Þar mættu
fulltrúar faganvarða, skóla-
stjórar fangavaraðskóla og
fulltrúar dómsmálaráðuneyta
þessara landa. í þeim hópi var
Jón Thors deildarstjóri i dóms-
málaráðuneytinu,” sagöi Sigur-
jón.
„Ráöstefnan snerist að mestu
leyti um menntun fangavaröa
annars vegar, og hins vegar um
aðstöðu fanganna sjálfra, upp-
byggingu fangelsa, vinnu- og
menntunaraöstööu fanganna og
leiðir til aö auðvelda fanganum
aö ná aftur sambandi inn i þjóö-
félagiö þegar hann er látinn
laus.
Það kom i ljós á ráöstefnunni,
að i Sviþjóð hefur verið gengiö
lengst i frjálsræðisátt i
fangelsismálum, og var taliö, aö
þar heföi verið of langt gengið”.
Athyglisvert
i Danmörku
„Það kom hins vegar i ljós, að
Danir hafa farið sér hægar i
þessum efnum, en engu að siður
unniö markvisst að þvi að opna
fangelsin og auka menntunar-
möguleika fanganna”, sagði
Sigurjón.
„Ég skoðaöi eitt þeirra
fangelsa I Danmörku, sem er
opið að verulegu leyti. Það er
nánast eins og litið þorp i um 45
kilómetra fjarlægð frá Kaup-
mannahöfn.
Fangelsið er i litlu skógar-
rjóöri, og fangarnir búa þar I
litlum húsum, sem hvert um sig
hýsir átta til fjórtán fanga. 1
þessu fangelsi eru bæði konur og
karlar.
Þetta er opið fangelsi, svo að
fangarnir geta strokið ef þeir
vilja. Ef þeir gera það en skila
sér aftur innan nokkurra daga
er refsingin einungis nokkurra
daga innilokun, sem dregst frá
dómi. Ef lögreglan þarf hins
vegar að ná I þá aftur þá færast
þeir aftar i kerfið.
I þessu fangelsi voru m.a.
langdómamenn, sem hafa kom-
ið sér vel i öðrum fangelsum og
eru að afplána siðasta árið.
Þarna eru leyfð helgarfri.
Fangarnir geta heimsótt
fjölskyldu sina þriöju hverja
helgi frá kl. 16 á föstudegi til kl.
21 á sunnudagskvöldi. Þeir geta
einnig fengið að safna þessum
frium saman, ef þeir ætla að
nota þau þannig á einhvern
þann nátt sem fangelsisstjórnin
telur aö sé til gagns fyrir
fangann.”
Starfsfélagarnir
eru oft erfiðir.
„Það kom greinilega fram á
ráöstefnunni, að atvinnu-
rekendur eru ekki aöalvanda-
málið, þegar koma á föngunum
aftur inn i þjóðlifiö. Atvinnu-
rekendur á Noröurlöndum eru
yfirleitt jákvæðir. Hins vegar
vilja samstarfsmennirnir oft
„frysta’fangann, svo að honum
verður óvært á vinnustað,”
sagöi Sigurjón.
„Þess vegna hefur sums stað-
ar verið tekið upp það fyrir-
komulag að hafa i hópi fanga-
varða félagsráðgjafa til að auö-
velda föngunum lifið þegar út
kemur. Félagsráðgjafinn fer til
viðkomandi atvinnurekanda og
ræðir málið við hann áður en
fanginn hefur störf, og fer siðan
með fangann i heimsókn til
vinnuveitandans. Iframhaldi af
þvi halda vinnuveitandinn og
félagsráðgjafinn fund með öllu
starfsfólkinu og gerir þvi ijóst,
hvað um er að vera, og að þaö
.á þess kost að vera þátt-
takendur I að hjálpa viðkom-
andi einstaklingi að komast á
réttan kjöl. Þannig er reynt að
koma i veg fyrir, að tilraun hans
sé að engu gerð af öðrum!
Getum notað reynslu
nágrannaþjóðanna
— Hvernig stöndum við okkur
hér samanborið við það, sem
gerist I nágrannalöndunum?
„Ég skoðaði fangelsi bæði i
Finnlandi og Danmörku, og
fékk upplýsingar um stöðu mála
i hinum löndunum á ráðstefn-
unni. Þegar ég ber þetta allt
saman við aðstööu okkar hér
heima, þá tel ég, að við höfum
eiginlega grætt mest á aö-
gerðarleysi okkar undanfarið I
fangelsismálum. Þar með höf-
um við möguleika til að nýta
okkur þá reynslu, sem nágrann-
arnir hafa fengið.
Við erum reyndar þegar aö
stiga fyrsta skrefið núna með
þvi aö byggja einangrunardeild
við Litla-Hraun, þvi að ef eitt-
hvað á að vera hægt að gera
föngunum til uppörvunar og
hjálpar, þá er nauðsynlegt að
deildaskipta fangelsum, þannig
aö fangelsiskerfið sé lokað I
annan endann en smáopnist' i
hina áttina.
Þetta hefur ekki verið svona
hér, þvi að við höfum þurft að
hafa alla fanga — hvaða
afbrotamenn sem er saman.
Það er mjög erfitt að ætla aö
mismuna mönnum aö þvi er
varðar frjálsræði og annaö i þvi
sambandi við slikar aöstæður.”
Fangaverðir lakar
settir hériendis
— Nú hefur þú getað boriö
saman stöðu fangavarða hér og
á hinum Norðurlöndunum. Er
mikiil munur á?
„Já, það er ljóst, að viö erum
mjög aftarlega ef miðaö er við
stöðu fangavarða i rikisstarfs-
mannakerfinu á hinum Noröur-
löndunum. Fangaveröir eru
miklu betur settir þar en hér,
enda starfið metiö á allt annan
hátt. Fangaverðir eru t.d. hærra
launaðir þar en lögreglumenn,
en hér _ er þetta þveröfugt.
Starfsskilyrði eru einnig allt
önnur og betri þar en hérlendis.
Ég tel, að aöild okkar að
norræna sambandinu eigi I
framtiðinni að hjálpa okkur
töluvert til að ná réttri stöðu I
kerfinu. Þess þarf að gæta, aö
fangaverðir eru ekki meö
sekkjavöru i höndunum, heldur
meöhöndla þeir lifandi fólk.
Fangaverðir þurfa þvi aö vera
vel hæfir og gera kröfu til þess
að fá þá menntun, sem þarf, til
þess að geta haft einhver áhrif á
fangana i þá átt að gera þá að
nýtum þjóðfélagsþegnum.
Ég geri mér vonir um, að
þátttaka ráðuneytisins I ráð-
stefnum af þessu tagi eigi einnig
eftir að skila góðum árangri
fyrir okkur”. —ESJ