Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 2
friSIRspyríReykjavík) Hvaö langar þig mest að Asgeir Pétursson 10 ára: Mig langar mest i járnbrautarlest, frekar stóra sem fer i hringi. Ég hef séð svoleiðis i Andrés-blöðun- um. Jú, svo langar mig auðvitað i margt annað. Kristján Magnússon, 10 ára: Járnbrautarlest með tiu vögnum aftan i. Skiðavörur og Henson-i- þróttavörur. Já, ég er mikið i i- þróttum, ég er t.d. að fara i bad- minton núna. Þorsteinn Jónsson, 12 ára: Ætli þaö séu ekki helst skiði. Ég hef aðeins einu sinni komið á skiöi, en það væri gaman að geta farið oft. Hvort mig langar i fleira? Ekki svo ég muni, nema kannski ól á úrið mitt. Ilafdis Harðardóttir, 10 ára: Mittisúlpu og lúffu. Fleira? Barbiehús og Barbiedót. Já, ég fæ örugglega eitthvaö af þessu, ég er alltaf að biðja einhvern um að gefa mér þetta. Linda Sif Þorláksdóttir, 10 ára: Skiðagalla og kasettutæki. Lika mittisúlpu. Ég býst við að fá skiðagalla, þvi að ég er mikið á skiðum. „Bros yðar á eftir að heilla alla fagra frú...." Jólasveinninn er enn að leika sér með skærin sin í jólagetrauninni okkar. Hann kann nú ekki al- mennilega að fara með þau, og i þetta sinn hefur hann til dæmis fjarlægt andlit af heimsfrægu málverki. Við þurfum á aðstoð ykkar að halda að finna réttaandlitið og um þrjá möguleika er að ræða. Til hægri á myndinni eru andlitsmyndir af þrem frægum konum, og eitt þeirra á að vera á myndinni þar sem jóla- sveinninn er að f ikta með skærin. Leikurinn er fólginn í því að geta sér til um hver af þessum þrem konum á að vera þar, og siðan að krossa við rétta nafnið hér fyrir neðan. Þú mátt lika klippa réttu andlits- myndina út og líma hana á sinn stað, en þú verður þá líka að krossa við rétta nafnið. Þú hefur þrjá mögu- leika og þeir eru: Mona Lisa Liz Taylor Liza Minelli Mundu svo að klippa myndina út úr blaðinu og halda henni til haga þar til þú hef ur náð í allar tíu myndirnar í jólagetraun- inni í ár. Við sjáumst svo aftur á morgun, en þá komum við með fjórðu myndina handa þér.... HEILSUGÆSLUSTÖÐ SVINDLARANNA Svo undarlega ber við um þessar mundir að uppvist er orðið uin löglausar innistæður islenskra peninga m anna i banka i Danmörku. Tiðindi eins og þessi eiga alls ekki að geta borist til landsins, enda ekki til þessætlast að f arið sc eftir lög- um og reglugerðum um gjald- evrismál. Jafnvel ráðherra þeirra mála mælir með brjóst- vitinu. Hins vegar hafa Danir. eitthvað verið að breyta hjá sér vegna aukinnar skattheimtu. gert lista yfir bankainnistæður, og af þvi þar bar töluvert á Is- lendingum, sendu þeir listann hingað. Gilda raunar um það gagnkvæmar reglugerðir milli rikjanna, þótt allir megi vita að aldrei muni Danir geyma fé sitt á islandi. Pessi listi um innistæður i Danmörku hefur sett okkur ts- lcndinga i mikinn vanda. Skatt- stofan hcndir aö visu á þá stað- reynd, að samkvæmt lögum er henni óhcimilt að afhenda gjaldey risy firvöldum listann, og létti þeim innistæðumönnum töluvert við það, en gjaldeyris- yfirvöldin eru samt ekki af baki dottin, og gera harða kröfu til þess að fá að sjá listann, enda eru innistæðurnar lögbrot hjá þeim lika, engu að siður cn hjá skattinum. En skatturinn kem- ur i þessu máli fram eins og heilsugæslustöð fyrir gjald- eyrissvikara, og þar sem hann hefurlögin sin megin er allt útlit fyrir að innistæðurnar i Dan- mörku verði aðeins skattamál, en ekki skatta- og gjaldeyris- m ál. Nú er það staðreynd að Dan- mörk býr viö dmcrkilegan gjaldmiðil, og það eru eiginiega ekki aðrir en danskættaðir Is- lendingar með arfsvonir i Dan- mörku og nokkrir innflytjendur, sem telja fjármunum sinum best borgið i dönskum bönkum. Ilelstu geymslustaðir islenskra fjáraflamanna eru i London og New York, en fáeinir viðhafa það stærilæti að eiga reikning i Sviss. Þessi fríða hjörð hefur með nokkrum gildum undan- tekningum haft innistæður sinar erlendis af islenskum neytend- um, sem eru stundum að hafa á orði að verðlag og verðbólga sé orðiii alltof há. Það er mjög athyglisvert, að Danir skyldu varpa þessum vanda i fang okkar. Við höfum aldrei sýnt þeim ámóta ókurt- eisi, og höfum aldrei hreyft hönd né fót til að varpa ryrð á bissneslíf þar í landi. Af al- kunnri kurteisi i afbrotamálum liefur okkur heldur aldrei dottið i hug að beiðast upplýsinga frá bönknm erlendis um dlöglegar innistæöar islenskra innflytj- enda og útflytjenda. Að visu liefur verið farinn bónarvegur aö þessum svindlurum nú alveg siðustu daga, en þá kemur þetta danska mál, eins og hluti af is- jakanum, og setur skatkstofuna á annan endann. Þeirsem iiuiistæðurnar eiga i dönskum bönkum brosa bara, þegar þeir fá bréfin frá skatt- stofunni. Margir furðulegir vitnisburðir munu fylgja i kjöl- lariö, og allt endar þetta með sáttum og samlyndi án frekari aðgerða. Þau einu, sem eitthvað gætu gert i málinu, gjaldeyris- yfirvöldin, hafa ekki lagalega heimild til að fá listann frá ska ttstofunn i og við það situr. Þess vegna væri ástæða fyrir viðskiptaráðuneytið að tilkynna rikisstjórnum á Norðurlöndum að alveg .sé óþarfi að vera að senda okkur svona lista yfir innistæður. Bretar ættu að fá samskonar tilkynningu og þeir bankar i New York sem geyma hundruð milljóna fyrir islend- inga. Við erum nefnilega það vel sett og svo háþróað svindlþjóð- félag.að jafnvel þótt langir list- ar berist til landsins yfir þá sem iðka gjaldeyrissvik, kemur það samkvæmt lögum ekki mál við gjaldeyrisyfirvöld. i rauninni eru endurteknar ábendingar skattstofuum þetta hvatning til allra, sem einhvers mega sin, að hefja nýja sókn i gjaldeyris- svindli, cnda munu ekki fleiri listar berast á næstunni, svo ókurteis þykir sá danski. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.