Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 5
VISIR Mánudagur 5. desember 1977. RÆNDA FLUGVEUN SPRAKK Á FLUGINU Farþegaflugvél frá Malaysíu/ sem rænt hafði verið af hryðjuverka- mönnum japanska //Rauða hersins"/ sprakk i tætlur í flugi/ og dreifð- ist brakið úr henni yfir fenjasvæði skammt frá þorpinu Kampung Lad- ang i Malaysíu. — Með vélinni fórust 93 farþegar og 7 manna áhöfn. Sprengingin var svo öflug, að ekkert heillegt hefur fundist úr vélinni, en brakið klæðistætlur og likamsleifar voru dreifðar yfir breitt svæði. Þorpsbúar i Kampung Lad- ang sögðust hafa heyrt væga sprengingu i vélinni, sem var af gerðinni Boeing 737, þegar hún flaug hjá. Strax á eftir kvað við önnur miklu voldugri spreng- ing, sem alla ætlaði að æra. Um 200 lögreglu- og slökkvi- liðsmenn hröðuðu sér til fenja- svæðisins, en það þurfti ekki um sár að binda og hjálp var óþörf. Flugvélin var i innanlands- flugi á leiðinni frá ferðamanna- eyjunni Penang til Kuala Lumpur, höfuðborg Malaysiu, þegar henni var rænt i gær. Skömmu eftir flugtak tilkynnti flugstjórinn i talstöðinni, að hryöjuverkamenn frá Rauða hernum, vopnaðir handsprengj- um hefðu tekið yfir stjórn vélar- innar. Flugstjórinn sagði i tal- stöðinni, að ferðinni væri heitið til Singapore, en skömmu á eftir hvarf vélin af radarskjá flug- umferðarstjóranna. Var hún þá stödd við Kampung Ladang, sem er á suðvestur strönd Mal- aysiu og um 90 km frá Singa- pore. Um tilgang flugránsins var ekkert komið fram. ÍRAK GEKK AF TRÍPÓU- FUNDINUM Trípólífundur andstæð- inga hinnar nýju stefnu Egypta í Austurlöndum nær náði ekki einingu vegna iraks sem sættir sig ekki við tillögur hinna gegn „friðardaðri" An- war Sadats forseta við israel. Irak fannst tillögurnar ekki ganga nógu langt og gekk full- trúi traks út af fundinum, fjöru- tiu minútum eftir að hann byrjaði. Honum hafði þó seinkað um fjórar klukkustund- ir,meðan reynt var að fá trak til að fylgja Libiu, Alsir, Sýrlandi Suður-Yemen og Þjóðfrelsis- hreyfingu Palestinuaraba (PLO) að málum. Þykir nú útilokað að virk samstaða takist með Aröbum gegn stefnu Sadats. Höfuð for- senda hennar hafði verið sam- vinna Sýrlands og traks sem lengi hefur greint á um málefni Austurlanda nær. — Hinir full- trúarnir á fundinum munu þó undirrita sameiginlega yfir- lýsingu. Gerir sú yfirlýsing ráð fyrir að stjórnmálasamband verði rofið við Egyptaland og að aðal- skrifstofur Arabasambandsins verði fluttar frá Kairó. Jafn- framt er gert ráð fyrir samningu öryggissáttmála, þar sem litið verði á árás á hvern einn þessara fimm sem árás á alla hina um leið. Þessir fimm urðu einnig ásáttir um að sækja ekki alþjóðlegar friðarráðstefn- ur, þar sem tsraelsmenn ættu sæti. Þessar myndir bera glöggt með sér jarðraskið I Gautaborg sem varð, þegar landið seig undir heilu ibúðarhverfi og fjörutiu hús sukku. — Mesta hættan er nú sögð hjá liðin, en tjönið er öskap- legt. Jarðraskið í Gautaborg //Ég hef aldrei kynnst ókval- ráðari manni, aldrei jafn hreinskiptnum, aldrei íslensk- ari manni", segir höfundurinn um Skálateigsstrákinn, Þor- leif Jónsson. Þorleifur hefur víða komið við og kann sæg af skemmtilegum sögum. Hann er fæddur og uppalinn á Norð- firði, var um tíma lögreglu- þjónn í Hafnarfirði, síðan hægri hönd Geirs Zoega, um- boðsmanns erlendra skipa á striösárunum, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á þriðja áratug, glerharður sjálfstæðismaður og ritstjóri bæjarmálablaðs. Fékkst um tima við málflutn- ingsstörf, var útgerðar- og sveitarstjóri á Eskifirði, framkvæmdastjóri í Stykkis- hólmi og sat átján ár i stjórn Fiskimálasjóðs. — Það heyrir undir brýn þjóðþrif í dag að bóka ævi manna eins og Þor- leifs Jónssonar og það er dauð- ur maöur, sem lætur sér leið- ast undir tungutaki hans og efnistökum Jóhannesar Helga. Nokkrar sögur um bróður Ást- vald, Graf arráðskonurnar, stúlkurnar í tjöldunum, guðina i Sporöhúsum, fólkið á Kor- máksgötunni og kjallarann í Hartmannshúsinu. — • Jóni Helgasyni lætur flestum höfundum betur sá leikur að lífsmyndum, sem einkennir þessar sögur hans, en höfuð- einkenni þeirra er fagurt mál, stílsnilld og óvenjuleg frá- sagnarlist. Fyrri smásagna- söfn hans, Maðkar i mysunni og Steinar í brauðinu, töldust til tiðinda, er þau komu út, og víst er að eins mun fara um þessa bók hans, svo frábær- lega vel sem þær sögur eru sagðar, sem hún hefur að geyma. fllAU HANN AIDUEI40 OjIONA Þessi bók spannar 60-70 ár af ævi Magnúsar Storms, hins ritsnjalla og glaðbeitta gleði- manns, sem allir er kynnst hafa dá fyrir hreinskilni og hvassan penna. Á fyrri hluta þessa tímabils lifði hann „hinu Ijúfa lifi" við drykkju og spil, naut samvista við fagrar kon- ur og átti 10-12 gangandi víxla í bönkum. Nú hefur hann söðlað um og breytt um lífsstil. Heimslistarmaðurinn er orð- inn lystarlaus á vín og konur, safnar fé á vaxtaaukabók og hugleiðir ráð Sigurðar Nordals um undirbúning undir ferðina miklu. Friðþæging hans við al- mættið er fólgin í þessari bók, en í hana hefur hann valið til birtingar sitthvað af þvi besta, sem hann hefur ritað, — og víst er að bókin svíkur engan, sem ann íslensku máli eða snjöllum og tæpitungulausum texta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.