Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 3
vism Mánudagur 5. desember 1977. Fjárfestingalánasjóðirnir ósparir á lántðkur hjá Lífeyrissjóðunum: SKULDA LÍFEYRISSJÓÐUM HÁn í 8000 MILLJÓNIR! Lifeyrissjóðirnir hafa lánað tii fjárfest- ingalánasjóðanna rúm- lega 2.200 milljónir króna fyrstu niu mán- uði þessa árs, og auk- ast því þessar lántökur sem eru verðtryggðar hröðum skrefum ár frá an. I starfsskýrslu Sambands al- mennra lífeyrissjóða fyrir siö- ustu tvö árin kemur fram, að um siðustu áramót námu visi- tölubundin lán fjárfestingar- lánasjóða hjá lifeyrissjóðunum alls 4.325 milljónum króna., og höfði á þvi ári aukist um 2.020 milljónir. Heildarlántökur þeirra hjá lifeyrissjóðunum voru hins veg- ar enn hærri eða 5.322 milljónir króna um siðustu áramót en voru aðeins 712 milljónir i árs- lok 1973. Tveir sjóðir hafa fengið lang- mest af þessu fjármagni: Framkvæmdasjöður og Bygg- ingasjóður. Þessi lán koma til viðbótar við kaup lifeyrissjóöanna á skulda- bréfum Byggingasjóðs en þau nema um 20% af ráöstöfunar- tekjum sjóðanna á hverju ári. A siðasta ári na'mu þau skuldabréfakaup ein sér tæp- lega 970 milljónum króna.-ESJ Ætla að vinna að vextl og viðgangi tungunnar Samtök islenskra móðurmáls- kennara voru stofnuð i Reykjavik um helgina. Stofnfundur var haldinn i Kennaraháskóla Islands á laugardaginn. Stofnun slikra samtaka hafði lengið verið á döfinni og verið unnið að undirbúningi i haust. Samtökin eru opin öllum móður- málskennurum i landinu, en verkefni verða m.a.: Að vinna að vexti og viðgangi islenskrar tungu á öllum sviðum, Að ef la samstarf þeirra sem móð- urmál kenna i skólum landsims og hafa samskipti við þá aðila utan skólans sem öðrum fremur hafa áhrif á móðurmálskennslu, leita eftir tengslum við móðurmáls- kennara i öðrum löndum o. fl. Framhaldsstofnfundur verður haldinn næsta sumar og þá væntanlega i tengslum við fyrstu ráðstefnu samtakanna. — EA Hörður S. óskarsson og Helgi Finnlaugsson i hlutverkum sfnum i ieiknum. — Visismynd JBS Selfyssingar fá Allra meina bót Leikfélag Selfoss frumsýndi á föstudags- kvöldið verkið „Allra meina bót” efth' Pat- rek og Pál í Selfossbiói við mikla hrifningu á- horfenda. Leikstýring verksins er unnin i hópvinnu með þátttöku leikar- anna, og er verkstióri hópsins Sigriður Karls- dóttir. Alls koma fram i verkinu 8 leikarar en i aðalhlutverkunum eru Sigurgeir Friðþjófsson, Axel Magnússon, Sól- veig Guðmundsdóttir, Helgi Finnlaugsson og Hörður S. Óskarsson. Undirleik og tónlist annast þeir Björn Þórarinssonog Theó- dór Kristjánsson og lýsingu stjórnar Helgi Guðmundsson. Sýningar á verkinu verða að- eins i Selfossbiói og standa yfir i vikutima. Siðustu sýningar verða sunnudaginn 11. desem- ber og þann dag verður sérstiSi barnasýning. Leikstarfsemi á Selfossi hefur löngum átt erfitt uppdráttar sökum nálægðarinnar við at- vinnuleikhúsin i höfuðborginni, en samt hefur verið sett upp um það bileittverká hverjum vetri i mörg ár. GA/J BS, Selfossi Ægisútgáfan 4 SKALDSÖGUR sem /íka best og se/jast mest HEIMSFRÆGIR HÖFUNDAR Denise Robins: Skipt um hlut- verk. Ný ástarsaga ef tir þennan fræga og vinsæla höfund. Einu sinni Denise — alltaf Denise. Sven Hazel: Barist tii siðasta manns. Hazel þekkja allir. Upp- lag fyrri bóka hans hefur alltaf reynst of litið. Allt bendir til að svo verði einnig með þessa, því hún er þegar komin á f ulla ferð. Dragið ekki að ná í eintak. Hank Searls: Maður fyrir borð. Óvenju nærfærin lýsing á öllu því sem snertir sjó, skip og sjó- mennsku. Þannig skrifar eng- inn nema sá, sem sjálfur hefur reynt. Táknræn bók um hið ómótstæðilega seiðmagn hafs- ins, sem þrátt fyrir vosbúð, harðrétti, margvíslega erfið- leika og sífellda lífshættu, laðar og lokkar, svo ekkert fær stað- ist. Bók allra þeirra, sem hafa fengið saltbragð í munninn. John Creasey: Baróninn fæst við glæpahringinn. Sakamála- saga, hörkuspennandi. Harð- jaxlinn, Dýrlingurinn, James Bond og allir þeir fuglar verða eins og skólastrákar hjá Baróninum, sem reynist fátt ómögulegt. Slagsmál upp á líf og dauða, andlaus spenna og hasar á hverri síðu. Höfundur- inn John Creasey er efalaust mikilvirkastur aílra höfunda. Hefur skrifað 350 bækur, sem þýddar hafa verið á f lest tungu- mál. Þessari bók þurfa strákarnir að kynnast og þá verða þeir ekki í vafa um hvað þeir velja, þegar næsta bók kemur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.