Vísir - 08.04.1978, Blaðsíða 3
VTSIR Laugardagur 8. april 1978
Dagbjört Siguröardóttir,
formaður Verkalýðs- og
sjómannafélagsins
Bjarma á Stokkseyri.
Hún mun vera eina konan
hér á landi sem gegnir
formennsku i slíku félagi.
Mynd Björgvin.
„Ég þurfti mikinn um-
hugsunarfrest.”
„Þegar ég var beðin að taka
þetta starf að mér, þá þurfti ég að
hugsa mig vandlega um og auð-
vitað ræða við heimilisfólkið. Það
varð úr að ég tók þetta að mér.
Það er oft talað um það að konur
færist undan þvi að taka að sér
störf sem þessi, nú var tækifærið
fyrir mig að breyta þessu.
Auðvitað réð það ekki úrslitum,
en viðgetum sagt að það hafi haft
dálitil áhrif”, sagði Dagbjört.
„Það er félagið sem kýs upp-
stillingamefnd og hún setur svo
upp listann. t þetta sinn kom ekk-
ert mótframboð.”
— Heldur þú að sjómennirnir i
félaginu treysti þér til að fara
nieð sin mál?
„Það kom ekki fram annar listi
og um uppstillingarlistann varð
algjör samstaða. Annars er vara-
formaður félagsins sjómaður og
hann veitir mér mikinn stuðning.
Ég tek við á erfiðum timum, það
eru lausir samningar, svo það er
ekki hægt að segja að ég fái óska-
byr. Annarserfólkið hér ákaflega
stéttvist og ég hef trú á þvi að
samstarfið við það verði gott.”
— Hefurðu staðið i kjara-
samningum áður?
„Ég hef verið i samninganefnd
og þá fyrst árið 1974. Siðan hef ég
verið með i gerð kjarasamninga
tvisvar sinnum.”
„Það er mikill munur á þvi að
starfasem formaður i félaginu og
ritari. Ég er að hleypa mér út i
mikið starf. Þetta tekur sinn tima
frá heimilinu en börnin min og
maður eru vön þvi að ég starfi að
félagsmálum en siðan heimilis-
fólkinu fækkaði þá hef ég meiri
tima. A skrifstofuna leitar fólk
með alls konar vandamál t.d. út
af atvinnuleysisbótum oglifeyris-
sjóði,” sagði Dagbjört.
Bjóða gamla fólkinu i
ókeypis skemmtiferð.
„Verkalýðsfélagið hefur haft
þann sið undanfarið ár að bjóða
fólki sextiu ára og eldri i
skemmtiferð á vorin. Nú höfum
viðákveðiðaðfaratilAkureyrar i
þriggja daga ferð. Þetta fellur i
mjög góðan jarðveg og þátttakan
hefur verið mjög góð, 44 þegar
flest var. Við höfum ‘venjulega
farið i rútuferðir en nú ætlum við
að fljúga til Akureyrar. Þessar
ferðir eru fólkinu að kostnaðar-
lausu enda hefur það svo sannar-
lega unnið fyrir þeim.
—KF
Alþýðublaðið hœttir
í núverandi mynd
Ákveðið hetur verið að
hætta útgáfu Alþýðu-
blaðsins í núverandi
formi 31. júlí næstkom-
andi. Að sögn Árna
Gunnarssonar ritstjóra er
það gert vegna f járhags-
örðugleika, en sem kunn-
ugt er hefur blaðið um
skeið þegið aðstoð frá
jaf naðarmannafélögum
á Norðurlöndunum.
Reyndar er staða blaðsins svo
slæm að sögn Árna að óvist er
hvort hægt verður að halda þvi
gangandi til 31. júli. „Það má
eiginlega ekkertútaf bregða til
að þetta geti ekki gjörbreyst á
einum degi”, sagði Arni i sam-
tali við Visi.
„Það hefur ekkert verið rætt
um hvað við tekur i alvöru”,
sagði Árni. „Til tals hefur kom-
ið að geta út vikublað, en i
hvaða formi það verður er óráð-
ið”.
— GA
Bœjarstjórnarkosningar i Kópavogi
Kratar birta listann
Lagður hefur verið
fram framboðslisti Al-
þýðuflokksins fyrir
bæjarstjórnarkosning-
ar i Kópavogi i mai i
vor. Listinn er þannig
skipaður.
1. Guðmundur Oddsson yfir-
kennari
2. Rannveig Guðmundsdóttir
húsmóðir
3. Steingrimur Steingrimsson
iðnverkamaður
4. Einar Long Siguroddsson
'yfirkennari
5. Kristin Viggósdóttir sjúkra-
liði
6. Ásgeir Jóhannesson forstjóri
7. Sigriður Einarsdóttir kenn-
ari
8. Alda Bjarnadóttir húsmóðir
9. Jónas Guðmundsson skrif-
stofumaður
10. Þórunn Gröndal gjaldkeri
11. Isidór Hermannsson sjón-
varpsstarfsmaður
12. Tryggvi Jónsson nemi
13. Helga Sigvaldadóttir hús-
móðir
14. Karen Gestsdóttir
15. Rúnar Skarphéðinsson sölu-
maður
16. Kristján Jónsson verslunar-
maður
17. Jóhannes Reynisson sjó-
maður
18. Magnús Magnússon bifvéla-
virki
19. Njáll Mýrdal fiskmatsmað-
ur
20. Bragi Haraldsson verka-
maður
21. Þorvarður Guðjónsson bif-
vélavirki
22. Ólafur Haraldsson bæjar-
fulltrúi.
Merkjosoh Ijósmœðra
Annar sunnudagur i apríl er
árlegur merkjasöludagur Ljós-
mæðrafélags Reykjavikur og nú
ber hann upp á 9. april. Merkja-
sölu ljósmæðra hefur jafnan
verið vel tekið af borgarbúum
og vona þær að svo verði enn.
Ágóða af merkjasölunni hefur
jafnan verið miðlað til liknar-
mála og er ekki að efa að ljós-
mæður hafa lagt fram drjúgan
skerf til ýmissa mannúðarmála
á undanförnum árum.
Merki verða aðeins afgreidd i
Álftamýrar- og Langholtsskóla.
— SG