Vísir - 08.04.1978, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 8. april 1978
Rítstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund-
ur Pétursson Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarínsson. Blaðamenn: Berglind
Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrimsson,
Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns-
son, 01 i Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.
Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, AAagnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánssor
Dreifingarstjori: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumula 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 1700 á mánuöi innanlands.
Verð i lausasólu kr. 90 eintakið.
Prentun Bleöaprent h/f.
VÍSIH
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjóri: DaviðGuðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm
Olafur Ragnarsson
Að búa í eigin húsnæði er raun-
veruleiki á íslandi en draumur
meðal margra annarra þjóða.
Hér hefur alla tið verið rekin
markviss eiginhúsnæðisstef na,
en ekki leigustefna. Árangurinn
er sá, að við búum sennilega við
betra húsnæði en flestar ná-
grannaþjóðir okkar og þekkjum
ekki þann alvarlega húsnæðis-
skort, sem annars staðar telst til
eilífðarvandamála eins og verð-
bólgan hér.
Samhliða eiginhúsnæðisstefn-
unni hafa átt sér stað félagslegar
framkvæmdir í húsnæðismálum.
Augljóst er að einstrengingsleg
eiginhúsnæðisstefna samrýmist.
ekki ríkjandi félagslegum
sjónarmiðum og þeirri sam-
félagslegu ábyrgð að allir geti
búið í sómasamlegu húsnæði.
Aðalatriðið er, að ekki verði
fráhvarf frá eiginíbúðastefnunni
yfir í leigustefnu.
Ýmsar aðstæður hafa leitt til
þess á síðustu árum, að erfiðara
er orðið um vik að halda áfram
eiginíbúðastefnunni, nemagripið
verði til róttækra aðgerða i hús-
næðismálum. Engu er likara en
stjórnmálamenn hafi hreinlega
gleymt að líta á húsnæðismálin í
víðu efnahagslegu samhengi. En
við svo búið má ekki standa.
Á síðustu árum hefur verið
reynt að halda lánum húsnæðis-
málastjórnar þannig að þau
fylgdu hækkun vísitölu. Eigi að
siður er það staðreynd, að þau
hafa lækkað verulega frá 1970.
Þrátt fyrir mikla hækkun ný-
verið haf a þau aðeins einu sinni á
þessum áratug verið hlutfalls-
lega lægri en nú. Þetta eru hinar
köldu staðreyndir, sem við blasa
eftir hartnær sjö ára ringul-
reiðarverðbólgu.
En hverjar eru af leiðingarnar?
Þvi er fljótsvarað, enda hafa
aðrir lánamöguleikar til íbúða-
bygginga einnig takmarkast á
siðustu árum samhliða því sem
vaxta- og verðtryggingarbyrði
þyngist. í fyrsta lagi er á það að
líta að kröfum sósíalista um
leigustef nu í húsnæðismálum vex
fiskur um hrygg. Það er eðlilegt,
því að með sama áframhaldi
verður æ erf iðara fyrir ungt fólk
að ráðast í það að koma sér upp
þaki yfir höfuðið.
( annan stað hefur óbreytt
ástand veruleg áhrif í þá veru að
viðhalda óraunsærri launa-
pólitík. Það eru miklu fremur
f járfestingarvíxlarnir sem knýja
á um hækkun launa umfram
aukningu þjóðartekna eins og átt
netur sér stað, heldur en hækkun
framfærslukostnaðar. Skynsam-
leg húsnæðislánastefna gæti því
stórlega dregið úr hættunni á
þeim launasprengingum, sem átt
hafa sér stað og með öðru valdið
þeirri gifurlegu verðbólgu, sem
við eigum við að stríða um þessar
mundir.
Breyttstefna í vaxta- og verð-
tryggingarmálum á enn eftir að
auka á erfiðleikana f þessum
ef num. Frá þeirri stefnu má ekki
hvika. En um leið þarf að finna
skynsamlega útleið frá þeim
vandamálum, sem óhjákvæmi-
lega fylgja í kjölfarið.
Því er það eitt brýnasta verk-
ef nið, sem við blasir við umsköp-
un efnahagskerfisins, að finna
leiðir til þess að geta lánað a.m.k.
80% af stofnkostnaði ibúða til
langs tíma. Eins og sakir standa
fá húsbyggjendur aðeins þriðj-
ung lánaðan hjá Húsnæðismála-
stofnun ríkisins. Það er með öllu
óviðunandi enda eru þær aðstæð-
ur að kippa stoðunum undan
þeim grundvallarþætti í þjóðar-
búskapnum, að fjölskyldur og
einstaklingar ráði yfir eigin hús-
næði.
Frá eiginhúsnæðisstefnunni
má ekki hvika,því að hún hefur
öðru fremur tryggt f járhagslegt
sjálfstæði hins almenna borgara
í landinu. Það yrði stórt skref
aftur á bak, ef húsnæðismálin
færðust í ríkari mæli yfir til
skömmtunarstjóra stofnana-
valdsins í ríkiskerfinu og laun-
þegafélögunum.
Þá verður einnig að hafa í huga
að verðbólguvandamálið verður
ekki leyst til frambúðar nema
víxlaokinu verði létt af húsbyggj-
endum. Launasprengingarnar
verða ekki stöðvaðar öðruvtsi.
Sú staðreynd blasir við.
Raunveruleiki
hér en draumur
annars staðar
L. ____________;____J
EITT 1 EINU
g f t i r
StGÍnunni Sigurðardóttur
Það er vist samdómur óvil-
hallra, viðförulla og útsjónar-
samra manna og annarra, að
höfuðborgarsvæðið, þar sem
helft Islendinga býr,sé einum of
laust við að vera skemmtilegt,
þokkafullt og undursamlegt.
Það er að segja það umhverfi,
sem menn hafa gertsér, en hinu
sleppt, sem hefur alltaf verið
þar, fjöllum og sjó, enda erfitt
að lappa upp á þau fyrirbrigði,
þótt mönnum likaði ekki viö
þau. Það er reyndar erfitt að
hugsa sér menn hafa eitthvaö
upp á umgjörð Reykjavikur að
klaga, nema þá skiðafólk, af þvi
brekkurnar eru ekki nógu háar.
Að öðru leyti er þetta þrælgott,
bara nokkuð fallegt og ýmsir
ágætis reitir ef vel er að gáö. I
borginni sjálfri er færra um fina
drætti, þótt þeir séu til, og ýmis
hverfi sem gaman er að
spásséra f, einkum hin eldri, þar
sem spýtuhúsin eru, en erfiðara
að hugsa sér árangursrikar
göngur um Hliðarnar, Smá-
ibúðahverfið eða Breiðholt. Ot-
lit borgarinnar eða útgangurinn
á henni er auðvitað kapituli út af
fyrir sig, þar sem stór hluti
hennar er samansettur úr ófrið-
um húsum i óbliðum litasam-
setningum, og mörg þeirra svo
frikuð, að ef þau væru fólk gætu
þau tekið inn pening á þvi að
sýna sig i sirkus. Ljótt er svo til
þess að vita, að oft er Utsýni lát-
ið vikja fyrir þessum húsum —
samanber lokun Viðeyjarsunds-
ins með lengjunni við Klepps-
veg. Söm verða örlög útsýnisins
sums staðar úr Vogunum, því að
ofan við Keili, þar sem oft er
fallegt um að litast, eru nú
dansandi vinnuvélar á moldar-
haugum, og hestarnir farnir,
sem dóluðu þar stundum. Þann-
igfækkar hinum náttúrlegu úti-
vistarsvæðum i borginni, og
ekki nóg gert fyrir hin skipu-
lögðu — nú er svo komið að
Gamli kirkjugarðurinn er einna
mest aðlaðandi blettur til úti-
vistar i Reykjavik, þóttóhægt sé
um vik þar við hjólreiðar eða
skokk.
Allt væriþetta þó barnaleikur
Íog aukaatriði, ef félagslifið
blómstraði i Reykjavik og
mannleg samskipti almennt. En
þvi miður eru þeir hlutir álika
snauðir og útlit borgarinnar.
heima hjá sér. Hina 364 dagana
er þetta með eðlilegum hætti,
allir eru heima hjá sér, nema á
leið í og úr vinnu, og hlæi fólk i
strætó eða yrði á ókunnuga er
það talið drukkið. En það er
ekki bara veðrið sem veldur
þessari óhugnanlegu félagslegu
j Reykj avíkurbréf
Þetta á sér auðvitað ýmsar Ut-
skýringar og'afsakanir, aðrar
en ranga félagsmálastefnu og
takmarkanir fólksins sjálfs,og
sumar eru óviðráðanlegar,
nefnum veðrið. Þetta kemur
best i ljós þennan eina dag á ári,
sem veðrið er gott. Þá sér mað-
ur nágranna tala saman (i þetta
eina skipti á ári), ókunnuga
jafnvel talast við i strætó (um
það hvað veðrið sé gott), unga
iðjuleysingja safnast I Hljóm-
skálagarðinn með léttvinsflösk-
ur, auk þess sem fleira fólk fer i
bió enella, þar sem góða veðrið
ýtir undir viðleitnina til þess að
gera eitthvað annað en vera
einangrun, það er lika vinnú-
þrælkunin. Margir hafa svo lit-
inn fritima, að honum verða
þeir að að verja heima hjá sér,
nema þeir ætli að hætta að
þekkja fjölskyldu sina i sjón,
hvað þá að vera málkunnugir
henni. Núna værisvogaman að
vita, hvert fólk ætti að fara ,
þegarþað hefði til þess tima og
tækifæri. Alltaf er auðvitað
hægt að fara i bió, leikhús, eða
út að borða (fyrir suma). En
hvert á að fara, til þess að setj-
ast niður og ræða málin. Það er
náttúrlega hægt að fara á
skemmtistaði svonefnda, en að-
stæður þar eru yfirleitt svo
erfiðar, að fólki gengur illa að
halda þær Ut. Þá er ekkert eftir
nema örfá kaffihús, sem fer
reyndar fækkandi, og er orðið
svo dauft yfir, vegna sjúkleika
miðbæjarins, að varter hægt að
hafa þau opin á kvöldin.
Hinar gifurlegu biðraðir við
skemmtistaði um helgar hljóta
að sanna að full þörf er á aukn-
um tækifærum fyrir fólk til þess
að koma saman, enda eru Is-
lendingar ekkert öðru visi en
annað fólk að þvi leyti að þeir
hafa þörf fyrir félagsskap, og
þá kannski stundum einhverra
annarra en sinna nánustu. Það
eru undarleg örlög fyrir fólk,
sem býr i borg, að vera innikró-
að á sinum heimavelli eða ann-
arra, ef það vill geta hitst og
rætt málin við þolanlegar að-
stæður. Snarvitlaus áfengislög-
gjöf á auðvitað sinn þátt I þessu
staðahallæri, og ef blessaður
bjórinn kæmist nú loksins I gegn
og yrði seldur á skikkanlegu
verði á skikkanlegum stöðum,
hlyti þetta að verða miklu
skemmtilegri borg með miklu
skemmtilegra fólki (stundum).
Það er enginn að halda þvi
fram, aðsjálfsmorðum fækkaði,
þótt þolanlegum afdrepum
fjölgaði. En tilveran yrði fjöl-
breyttari og borgin byggilegri.
Og þeim sem alltaf leiðist
fengju tækifæri til þess að láta
sér leiðast á fleiri vegu.
Það hlýtur nú að vera óhjá-
kvæmilegt fyrir stjórn borgar-
innar að greiða fyrir félagslifi,
fremur en girða fyrir það, og sjá
meðal annars til þess að mið-
bærinn leggist ekki algjörlega i
andlega rúst, en það verður
auðvitað ekki gert nema með
þvi að auðvelda þar einhverja
starfsemi af öðrum toga en nú
er þar algengust. Þvi ef mið-
bærinn verður ekki lifgaður við,
verður erfitt að lifga borgina
við, oghver kærir sig um að btia
i framliðinni borg nema fram-
liðið fólk?