Vísir - 08.04.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 08.04.1978, Blaðsíða 24
24 Laugardagur 8. april 1978 VÍSIF> Einar Jónsson og kona hans, Erla Ingileif Björnsdóttir. veikindi sin. Já, hann fékk lækn- ingu sinna meina.” Það er ailtaf einhver á vakt Hvernig fer lækningin fram? „Þaö er erfitt að gera grein fyrir þvi sem gerist. Mitt hlut- verk er aö koma sjúklingunum i samband við læknana. Ég tel 90 bréf á viku Nú varst þú bóndi. Voru þetta ekki mikil viðbrigði að skipta þannig um hlutverk? „Læknamiðilsstarfið er við- bót við það hlutverk sem ég hafði. Ég er og hef verið bóndi. Ég tek þvi sem að höndum ber. Það eina sem ég kvarta yfir er að það vantar fleiri klukku- stundir i sólarhringinn. Breytingin er sú að maður hefur minni tima fyrir sjálfan sig.” Hefur þú gert eitthvað tii að auglýsa þetta starf þitt? „Nei, það hef ég aldrei gert. Ásóknin var svo mikil strax i upphafi. Fólk varfurðu fljótt að koma.” Við snerum máli okkar til eiginkonu Einars og spurðum hvort það væri ekki erilsamt á heimili bóndans og læknisins. „Það er ósköp litið einkalif”, sagði Erla Ingileif. „Fólk kem- ur stanslaust á sumrin og er nóg að gera við að taka á móti þvi.” Mega allir koma? „Fólk þarf helst að eiga pantaðan tima hjá honum”, sagði Erla Ingileif, „og þá i áriðandi tilfellum. En það fer enginn erindisleysu þó að hann hitti ekki Einar að máli þvi hann annar öllum beiðnum sem koma til hans. Þar er ekki meiri árangur af þvi að Einar snerti sjúklinginn heldur en af lækn- um eða andlegum sjúkdómum. Yfir þúsund manns á tíu dögum Hver eru tildrög þess aö þú kemur til Reykjavikur nú? „Til að svara kalli þeirra sem hafa beðið um lækningu”. Einar var i Reykjavik frá 6.- 17. mars s.l. Að sögn vina hans sem fer fram á milli min og sjúklings á einkafundum er al- gjört trúnaðarmál á milli okk- ar.” Þáu hin sögðu að eftir þvi sem þau hefðu kynnst þessu væri sjúklingahópur Einars afar misjafn. Þar væri fólk af öllum stéttum og á öllum aldri. Mörg dæmi væru þess að fólk frá öðr- um löndum leitaði til hans. Margt af þessu fólki hefði leitað sér lækningar lengi og ekki fengið bót sinna meina fyrr en eftir að það hafði samband við Einar. Er það skilyrði að þeir sem fá lækningu séu trúaðir eða að þeir trúi á lækningamátt þinn? „Hvorugt. Margir sem koma biðja mig um að lækna aðra en þá sjálfa. Sjúklingarnir þurfa ekkert að vita um það. Það koma lika margir og biðja mig oft og iðulega að lækna dýrin sin. Að sjálfsögðu eru lika dýra- læknar fyrir handan eins og venjulegir læknar.” Tekur þú einhverjar greiöslur fyrir læknisstörf þin? „Nei, ég set aldrei upp neitt verð. En þaö er ekkert leyndar- mál að sumir hafa heitið á mig. Menn þurfa ekkert að borga og gera það yfirleitt ekki. En það eru lika sumir sem borga fyrir marga i einu.en það er einkamál hvers og eins.” Hvers vegna ertu að þessu? „Það er eingöngu vegna þess að ég lofaði að starfa með þess- um læknum og ég vil efna það heit mitt. Það gleður mig lika að ég hef séð góðan árangur af þessu starfi minu. Auk þess get ég ekki neitað mönnum um hjálp er þeir leita til min.” Kristin Gunnlaugsdóttir, Fjóla Agústsdóttir, Sigurður Runólfs- sun og blaðamaður. Sígurður og Fjóla sáu um undirbúning fyrir komu Einars og var siminn á heimiii þeirra rauðglóandi‘svo margir bringdu og pöntuðu tima hjá Einari. (Myndir: Björgvin Pálsson). mig ekki vera að veita eitthvað af sjálfum mér. Ég er miöill þeirra eins og læknarnir orða það og farvegur fyrir þann kraft sem þeir hafa umráð yfir. Þetta er allt annað en huglækningar. Þegar sjúklingarnir eru hjá mér þá styð ég á þann stað sem læknarnir benda mér á. Þaö er ekki nauðsynlegt að sjúklingarnir komi til min. Lækningin getur alveg farið fram i fjarlægð. Það eina sem ég þarf að vita er fullt nafn og dvalarstaöur hins sjúka, heimilisfang eða sjúkrahús. Sjúklingarnir þurfa ekki að hafa samband sjálfir;þaö er nóg að einhver geri það fyrir þá. Siðan hef ég nafn þeirra á miða fyrir framan mig og tala við læknana.” Getur þú haft samband við þá hvenær sem er? „Já, það er alltaf einhver á vakt. Það er ekki vist að lækn- ing fari fram á þeirri stundu sem ég tala við læknana eða snerti sjúklinginn. Lækningin kemur oft tveim til þrem dögum á eftir.” Hvers konar sjúkdóma geta þeir læknað? „Alls konar sjúkdóma. Ég spyr sjúkling aldrei að þvi hvað að honum gangi. Ég kem honum bara isamband við læknana. En ég er mér þess fullkomlega meðvitandi hvað amar að og menn geta fengið lækningu á hvort heldur sem er likamleg- tók hann á þessum tima á móti rúmlega þúsund manns sem leituðu til hans. A stórum hóp- fundum voru um 970 manns. A slikum fundum gengur Einar á milli manna og snerti l'"ern og einn og oft fellur hat. t hálf- trans á slikum fundum. A þess- um tiu dögum tók hann einnig á móti 275 manns á einkafundum. Sigurður Runólfsson og kona hans Fjóla Agústsdóttir sáu um að undirbúa komu Einars hing- að að þessu sinni. Var sett litil auglýsing i blöð þar sem til- kynnt var um fyrirhugaða komu hans og sagði Sigurður Runólfs- son að siminn hefði ekki þagnað upp frá þvi á heimili þeirra. Miklu færri komust að en vildu eða um þriðjungur þeirra. Sigurður tók það fram að alla jafna hefðu börn verið látin ganga fyrir á einkafundum. Hins vegar væri engum synjáð sem leitar til Einars og gat blaðamaður séð f jölmarga miöa á borðinu fyrir framan Einar með nöfnum á sem hann hand- lék til skiptis. Biðja mig að lækna dýrin sin Hvernig fólk er þetta sem kemur til þin? Kemur það kannski eftir aö þaö hefur lengi leitað sér lækningar án ár- angurs annars staöar? „Ég spyr aldrei eftir þvi. Allt Rœtt við Sverri Júlíusson og Ingi- björgu borvaldsdóttur en þau telja að Einar hafi lœknað son þeirra „Við erum sannfærð um það að sonur okkar hafi hlotið lækningu viö það að yfirnáttúrulegur kraftur hafi komið i gegn um Einar Jónsson á Einarsstöö- um”, sögðu hjónin Sverrir Júliusson fyrrum alþingismað- ur, framkvæmdastjóri Fisk- veiðasjóðs tslands og Ingibjörg Þorvaldsdóttir, við blaöamann Helgarblaðs Visis er hann ræddi viö þau um reynslu þeirra af lækningum Einars. Blaðamaður var rétt kominn inn I stofu til þeirra hjóna ekki nema mátulega kunnur máiavöxtum og spurði Sverri hvort hann hefði hlotið lækningu hjá Einari. „Hann læknaði mig”, sagöi þá Pétur örn Sverrisson(niu ára sonur þeirra hjóna, meö sannfæringarkrafti. Fyrir þremur árum veiktist Pétur örn i fæti og um átta mánuðum seinna haföi hann hlotið bata sem læknar eiga erf- itt með aö skýra/ samkvæmt frásögn þeirra hjóna. Sverrir hefur skrifað itarlega sjúk- dómssögu um þessi veikindi og birtist hún hér á eftir nokkuö stytt. Skýrslan er skrifuð á timabilinu 21. september til 23. nóvember 1975. Orskurður lækna: Niður- brot í beinum Það var i febrúar-mars 1975 að Pétur Orn vaknar um nætur og kvartar um þrautir i hnésbótum. Heimilislæknirinn ráöleggur B-vitamin og kalk. Verkurinn hverfur en eftir það byrjar helti á báðum fótum til skiptis. Pétur var sendur til beinasér- fræöings I mai og eftir lauslega skoðun úrskuröaði hann að ekk- ert væri að drengnum. Heltin ágerðist og virtist sem drengur- inn hreyföi sig eins og gamal- menni. Sér i lagi var hann stirö- ur á morgnana. Heltin ágeröist enn meir eftir þvi sem á voriö leið. I kring um 20. júni var farið með Pétur til annars læknis og sendi hann drenginn i mynda- töku á Borgarspitalanum þar eð læknirinn var hræddur um að hér væri á feröinni vaxtartrufl- un eða niöurbrot i beinum. Myndin var tekin 27. júni 1975. Úrskuröur um myndina var sá að óljós grunur væri að hún sýndi niöurbrot I beinum, þ.e. kúlurnar i mjaðmarliðnum væru óeölilegar. Blóðrannsókn var gerð 15. júli og gaf hún ekki neina visbend- ingu um að um gigtarsjúkdóm væri að ræða. Hinn 8. ágúst var tekin önnur mynd af miaðmar- liðum og fótum drengsins á Borgarspttalanum. Orskurður um þá mynd kom 14. ágúst var á þá leið að greinileg niöurbrot væru I beinum. Þá þegar var haft samband við beinasérfræðinga og sjúkra- húsvist pöntuð fyrir drenginn á Barnadeild Hringsins en aö- gerðir eins og sú sem gera þurfti á Pétri hafa forgang. Meðan beöiö var eftir kvaðningu frá sjúkrahúsinu var haft samband viö enn einn lækni. Skoðaði hann meöal annars myndirnar sem teknar höföu verið af Pétri á Borgarspitalanum. Komst hann að þeirri niðurstöðu að ótvirætt væri hér um byrjun að ræða á sjúkdómi sem nefndur er niðurbrot I beinum. Orsök sjúkdómsins /,týnd" Mánudaginn 1. september vaknar Pétur örn veikur. útbrot voru byrjuð að koma út á SVERRIR Júliusson.Ingibjörg Þorvaldsdottir og niu ára gamall sonur þeirra Pétur örn. „Við erum sannfærðum þaðað Einar hafi læknað son okkar”. (Myndir: Jens Aiexandersson)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.