Vísir - 08.04.1978, Blaðsíða 14
m______
14 Laugardagur 8. april 1978 vism
Allt virðist hofo verið miklu skemmtilegro meðon þeir voru
og hétu. En þótt þeir hofi verið eitthvert ollro
vinsælasto gomonleikoropor ollro tímo, urðu síðustu æviór
þeirro beggjo heldur dopurleg
Tckið ofan fyrir Lundúnabúum. Laurel og Hardy komu i heimsókn til Englands sumariö 1932 til aö
gleöja áhangendur sina. Þeir virtust nokkru eldri en á hvita tjaldinu og háriö á Oilie var greinilega tekið
aö þynnast. En rauöi lubbinn á Stan var brilljantinsmuröur I tilefni heimsóknarinnar.
þýður, góögjarn, hæverskur og
skarpgáfaður.
Aldrei nánir vinir
011 árin sem samstarf þeirra
Laurels varði, viðurkenndi Hardy
fúslega, að Englendingurinn væri
potturinn og pannan i öllu, hann
legði til brandarana og sæti sem
fastast við klippiborðið, löngu
eftir að kvikmyndatöku lyki.
Venjulega rauk Hardy út á
næsta golfvöll, jafnskjótt og
myndatökuvélin hafði stað-
næmst, enda var hann i röð
frmstu kylfinga. Það þarf ekki að
koma á óvart, að Laurel og Hardy
urðu aldrei sérlega nánir vinir,
svo ólikir voru þeir.
Ein fyrsta myndin, sem aflaði
þeim vinsælda, var kölluð
„Orrusta aldarinnar” og þar
hittu 450 rjómatertur i mark, þ.e.
andlitið á næsta manni.
Hvorugur þeirra gat i raun gert
sér grein fyrir, hvernig á vinsæld-
um þeirra stóð. Laurel sagði:
„Við vissum ekki, hvað gerði okk-
ur svona hlægilega. Ég held að
aðalástæðan hafi verið sú, hve
gerólikir við vorum. „Við vorum
góðir saman, likt og egg og
beikon, en siðri hvor i sinu lagi.”
Þremur árum eftir að samstarf
Laurel og Hardys hófst, komu tal-
myndirnar til sögunnar, og þá
hurfu margar stjörnur þöglu
myndanna af sjónarsviðinu. En
þeir höfðu báðir hlotið þjálfun á
leiksviði, og raddir þeirra hæfðu
gervum þeirra fullkomlega.
Þeir léku saman i um 300 kvik-
myndum, flestum fremur stutt-
um. Báir höfðu þeir kæki eða
„vörumerki”, sem þeir komu á
framfæri i hverri mynd. Einkenni
Laurels var að klóra sér i höfðinu,
þegar honum var um og ó. Það
hófst með þvi, að hann tók ofan
hatt sinn i upphafi atriðis, og þá
kom i ljós að hárið á höfði hans
stóð beint upp i loftið.
Laurel var félaus, þegar hann
kom aftur til Englands. Bróðir
hans, sem var orðinn leikhús-
stjóri sagði við hann: „Hvers
vegna ætlar þú að verða grinisti?
Það er ékkert upp úr þvi að
hafa”.
Engin breyting varð á högum
hans fyrr en árið 1917. Þá var
hann aftur kominn til Bandarikj-
anna. Kvöld nokkurt meðan hann
skemmti i leikhúsi i Los Angeles,
uppgötvaði kvikmyndaframleið-
andi hann.
Hann lék nú i stuttum kvik-
myndum, og ekki leið á löngu áð-
ur en umboðsmaðurinn Hal
Iioach uppgötvaði hann, en það
var einmitt hann sem kom þeim
saman, Laurel og Hardy.
Sá feiti
Á sama tima og Laurel ungaði
út þessum stuttu grinmyndum,
var Oliver Norvell Hardy búsett-
ur i Georgiu-fylki. Hann hafði
byrjaö að fást við gamanleik á
unga aldri i skólaleyfum. Hann
var gæddur fagurri tenórrödd, og
margir vina hans voru þeirrar
skoðunar, að hann hefði átt að
leggja fyrir sig óperusöng.
Hann lauk lagaprófi frá háskól-
anum i Georgiu og ákvað að
reyna fyrir sér i skemmtanaiðn-
aðinum. Brátt var hann farinn að
leika i gamanmyndum og loks
varð hann leikstjóri.
Arið 1917 kom hann til Holly-
wood. Þá var hann 25 ára. Hann
langaði til að leika þorpara. En
Hal Roach sá hann og sagði: „Þú
ért enginn bófi — þú ert gaman-
leikari”.
Hardy móðgaðist, en féllst á að
reyna sig við gamanleik i kvik-
myndaborginni. Roach sá strax,
að Hardy var alger andstæða hins
dapra, væskilslega Laurels.
Oliver Hardy var 186 sm. á hæð
og vó 140 kg. um það leyti sem
hann stóð á hátindi frægðar sinn-
ar. Samt var hann fullur lifsorku
og göngulag hans var létt og fjað-
urmagnað. A hvita tjaldinu var
hann hávær, sjálfsánægður,
heimskur og sakleysislegur, en
sjálfur var maðurinn viðmóts-
Þegar Queen Elizabeth lagðist aö bryggju i Southampton i febrúar
1947, áttu Laurel og Hardy athygli ljósmyndarans óskipta. ,,En þaö
peö”, gæti Ollie veriö aö segja.
Stan gat teygt á andliti sinu til aö ná fram skophrifum. Hér sér hann eitthvaö fyndiö i fjarska. En Ollie
skilur ekki fyndnina og viröist ringlaöur.
Stan saumar aö Ollie I myndinni „Glatt á hjalla I Hollywood”. Ollie viröist ekkert of ánægöur meö við-
geröina.